Ungi hermaðurinn - 01.06.1920, Qupperneq 6

Ungi hermaðurinn - 01.06.1920, Qupperneq 6
46 Ougl bermaðurlnn. tók því fjarri að það mundi eiga sér. stað. Svo lagði hann af stað. En þótt faðirinn útskúíi barni sínu, slær móðirin í síðustu lög af því hendi sinni, því enginn kærleik- ur hér á jörðu er jafn þolgóður og þrautseigur sem móðurástin. Það er margt til, sem skilið get- ur mann og konu. og svift barn- ið ást föður síns, en ekkert fær upprætt ást sannrar móður á barni sinu. Auðvitað eru þær mæður til, er með syndsamlegum lifnaði drepa þessa sterku eðlishvöt. En hér eru það aðeins sannar mæð- ur sem eg tala um, og þær kasta aldrei barni sínu burt. Móðirin skrifaði nú syni sínum og iagði að honum að verðafyrri til með að skrifa föður sinum, því að liann mundi fyi irgefa hon- um. En drengurinn svaraði aft- ur: »Eg fer aldrei heim fyr en faðir miun biður mig að koma«. Hún leitaðist þá við af fremsta megni að fá föðurinn til að skrifa honum, og biðja hann ura að liverfa heim, en hann svaraði: »Þess bið eg hann aldrei«. Loks veiktist móðirin af sorg og hug- arangri, og læknarnir fullyrtu að hún mundi ekki framar stíga á fætur. Maður hennar sá nú dauða ..hennar nálgast, og bað hana að segja sér hvort hún hefði enga Bérstaka ósk, er hann gæti upp- fylt áður en hún dæi, Móðirin horfði á hann um stund og hann skildi vel augnaráð hennar. Síð- an sagði hún: »Það er að eins eitt sem þú gætir gert fyrir mig — þú getur sent eftir drengnum minum. Það er hin eina ósk mín sem þú getur uppfylt, Viljir þú ekki auðsýna honum meðaumkun og kærleika þegar eg er dáin, hver mundi þá gera það?« Hann svaraði: »Eg skal senda honum orð, að þú óskir að sjá hann. »Nei,« svaraði hún. «Eins ogþú veizt, kemur hann ekki fyrir mín orð. Eigi eg að fá að sjá hann, verður þú sjálfur að biðja hann um að koma. Eftir nokkra uinhugsun gekk faðirinn inn í skrifstofu sína, og 8krifaði syni sínum bréf og bað hann, í sínu eigin nafni, að koma heim. Samstundis er hann hafði fengið bréf föður síns, lagði hann af stað heimleiðis til að sjá sína deyjandi móður. Þegar hann opn- aði dyrnar, sá hann móður sína aðfram komna, og föður sinn sitj- andi við sæng hennar. Faðirinn heyrði dyrnar opnast og sá son sinn koma inn, en í stað þess »ð ganga á móti honum, vék han*1 til hliðar án þess að heilsa hon- um. Móðirin greip þá hönd drengsins. — Æ, hversu leng1 hafði hún þráð aðsjáhann! Húu kysti hann og sagði: Yrtu á han11 föður þinn, vertu fyrri til að tala við hann, þá verður alt gley11]t ykkar á milli«. »Nei, móði1'*!

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.