Ungi hermaðurinn - 01.06.1920, Side 7

Ungi hermaðurinn - 01.06.1920, Side 7
Ungi hermaðurinn 4? svaraði drengurinn. »Eg tala ekki til hans að fyrra bragði*. Hún benti manni éínum aftur að koma að rúminu, og tók í hönd þeirra beggja, og neytti nú sinna þverr- andi krafta hin síðustu augnablik Hfs sins, til þess að sætta þá. Rétt í andarslitrunum, er hún gat ekki lengur mælt, lagði hún hönd hins ósáttfúsa sonar síns í hönd föðurins — og svo sofnaði hún. — Þeir horfðu um stund á hana þegjandi, og loks bráðnaði hjarta föðurins. Hann faðmaði son sinn að sér, og voru þeir þá samstundis alsáttir við banabe5 hinnar látnu. Syndari! Þessi saga er að eins litil samlíking, er sýnir að Guð er fús til að fyrirgefa þér vegna Krists á krossinum. Eg bið þig að horfa á undir hans, naglaför- in i höndum hans og fótum, og siðusár hans, og eg spyr þig: »Viltu ekki sættast við Guð?« hostulinn segir: » Vér biðjum þvi vegna Krists: Ldtið yður sœtta *>ið Guð«. (2. Kor. 5, 20). Grænlendingarinn og kristniboðinn Ungur röskur Grænlendingur íorðaðist einhverju sinni yfir fjöllin með hinum nafnkunna kristniboða Krans, sem hafði ver- ið verkfæri í Guðs hendi til að 8núa honum frá myrkri heiðn- innar. Það varindæl morgunstund, sólin lyfti sér hátignarlega upp yfir fjallatindana, sem eins og sveimuðu milli himins og jarðar í ljómandi purpurafegurð. Inni- lega hrærður í huga og gagntek- inn af tilfinningum sínum nam Grænlendingurinn staðar, greip um handleginn á kristniboðanum og sagði: >Skoðaðu, bróðir, sér er hver fegurðin og skrautið! Ó, hversu mikill og dýrðlegur hlýtur hann þá að vera, sem hefir skapað alt þetta«. Attu einnig himininn ? Dalamaður nokkur, það er að segja, maður einn úr Dalahéraði í Svíaríki, var einu sinni í vinnu hjá auðugum herramanni nálægt Stokkhólmi. A skemtigöngu sinni átti hann tal við verkamann þennan, og spurði hann hvort hann vissí, hverjum tilheyrði þessi eða hin landareign. Dala- maðurinn svaraði: »Nei, hvernig skyldi eg vita það? »Þá skal eg segja þér það«, sagði herramað- urinn, »það á enginn maður ann- ar en eg. Já alt«, bætti hann við, »alt, sem þú getur eygt hring- inn í kringum þig, er eign min«. Dalamaðutinn stóð kyr stundar- korn, stakk rekunni niður í jörð- ina, tók af sér húfu a, og um leið og hann benti upp í himin- inn, sagði hann með alvörugefnit

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.