Ungi hermaðurinn - 01.09.1921, Side 2

Ungi hermaðurinn - 01.09.1921, Side 2
66 Ungi hermaðurinn. grannabörnum eða hljóp sendi- ferð fyrir gamla konu, sem lá í rúminu. Kata notaði hvern dag til að vera til gagns og gleði fyrir aðra. Hún var mjög óeigingjörn og það sýndiBt vera henni nátt- úriegt, að setja annara hamingju fram fyrir sína eigin. Eitt af sjálfsafneitunar verk- um hennar var það atvik, sem færði þessum litla sólargeislai margar þjáningar. Þreytt og útslitin móðir í sama bæjarhluta var eldiviðarlaus, og henni var ómögulegt að fara til kolakaupmannsins að sækja kol, því börnin voru svo smá, að hún komst ekki frá þeim. Hún var í vandræðum með hvað hún ætti að gera. Rétt í þessu kom hin glaða léttfætta Kata og þegar hún fekk að vita ástæðurnar, bauðst hún til að sækja kol fyrir -konuna. Nágrannakonan hélt að hún mundi ekki hafa krafta til þess, en Kata var ekki á sama máli. Hún fann kolakaupmanninn. — Hann lét kolapoka á litlar hjól- börur og sagði Kötu að halda handkjálkunum iágt svo léttara væri að aka. Á miðri heimleiðinni rakst hjól- ið á tígulstein, sem lá á götunni. Járnhandfangið slóst í síðuna á Kötu, svo hún datt og marðist mikið á mjöðminni. Hún var flutt á sjúkrahús og þar gjört fyrir hana alt sem hægt var, en þrátt fyrir það tók hún út mikl- ar þjáningar í mörg ár. Einn sunnudagsmorgunn eftir að hún nýlega var orðin 15 ára, kom lausnin. Kristur opnaði dyrnar til síns himneska ríkis og bauð þenn- an litla sólargeisla frá hjúkrun- arstofunni, velkominn. Á minningarsamkomunni vissu allir að Drottinn hafði haft sinn vissa tilgang með þetta. For- eldrar Kötu beygðu kné sín við bænabekkinn og leituðu þess frelsara, sem hafði göfgað hugar- far litlu dóttur þeirra. Þau báðu um náð til að standa stöðug til dauðans, að hlið himinsins raættu opnast fyrir þeim, þá er þau væru komin yfir fljót dauðans. Þau sækja nú samkomuf og hjörtu þeirra sýnast haf» tekið verulegum breytingum. KærlEÍksvíkt hjarta. Ríkur herramaður nokkur heini' sótti einn dag stórt barnahælh með þeim ásetningi, að fá ser þaðan lítinn fósturson. Honum var vísað inn i leikstofu baru- anna - og brátt festi hann huga

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.