Ungi hermaðurinn - 01.09.1921, Blaðsíða 6

Ungi hermaðurinn - 01.09.1921, Blaðsíða 6
70 Dngi hermaöurlnn. burtu hér um bil 2 ár, án þess að láta heyra frá sér. Á þessum tíma hafðí hann farið víða og kynst mörgu. I fjelagsskap vondra félaga var hann svo vanur synd- inni og götum hennar, að honum fanst ómögulegt að snúa við; hann vildi halda áfram, eins og hann hafði byrjað, því aðrir vegir fundust ekki, fanst honum. Eg bað hann að skiifa heim, og loks fekk eg hann til að skrifa nokkr- ar línur heim til móður sinnar Ungu félagarnir tóku liann að sér og brátt kunni hann betur við sig i félagsskap þeirra, en sinna eigin félaga, og hjarta hans mýktist, og við sáum okkur til undrunar, að Guðs andi vann meira og meira. Frá foreldrum sinum fekk hann svo kærleiks- rík bréf með bæn um aö koma heim, alt skyldi verða fyrirgefið. Móðir hans skrifar: »Við höfum beðið eftir þér og gáð að þér. Litli bróðir er vanur að standa við gluggann og gá að hvort stóri bróðir komi ekki bráðum. Hörð barátta milli ljóssins og myrkursins valda var háð í sálu hans, en Guð vann sigur. Hann beygði sig við krossins fót og tók á móti fyrirgefningu og krafti til að sigra, frá honum, sem sigr- aði yfir synd og dauða; það var umbreyting frá dauða til lífs. Hversu ánægð sendum við hann heim, sera nýjan son og bróður til foreldra og systkyna. Já, sem hinn týnda son, sem var fund- inn. Framfara hugsun. »Af hverju heldur þú að Frans verði hamingjusamur?* spurði maður nokkur kunningja sinn, sem nýbúinn var að lána 19 ára gömlum unglingi dálítið af pen- ingum, til þess að hafa sig áfram með. >Jú, þau bjuggu í sama húsi sem við«, svaraði maðurinn »hann var eina barnið. Móðir hans var veik, og var aumingi í mörg ár. Frans byrjaði að vinna snemma á morgnana og hélt áfram, fram að þeim tíma, er hann varð að fara í skólann, hann þvoði og eldaði og reyndi á allan hátt að hjálpa móður sinni. Aðrir drengir gerðu gis að hon- um, en hann stóðst það alt sam- an og útskrifaðist úr skólanum með hæðstu einkunn*. »Jeg er fús til að hjálpa hon- um um tvöfalt meira en eg hefi gjört, til þess ryðja sór veg«. Frans er nú einn af framfara- mestu ungu mönnum í þessuffl litla bæ.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.