Ungi hermaðurinn - 01.09.1921, Qupperneq 7

Ungi hermaðurinn - 01.09.1921, Qupperneq 7
Ungl hermaöurlnn 71 Það var eiriu sinni lítill dreng- ur, sem sagðist vera 6 féta hár. Það undruðust allir, sem sáu hann, hvað hann var lítill. »En það er nú alveg rétt«, sagði drengurinn, »eg mældi mig með skónum mínuar*. Skórinn hans var auðvitað eitt fet og þegar hann hafði mælt lengd sína með honum sex sinn- um, þá hlaut hann að vera 6 fet. Það getur stundum verið full- nægjandi fyrir sjálfsálitið, að mæla sig með sjálfvöldu máli, en það mun koma í ljós, að það verður ekki tekið gilt í mælibók himna- ríkis. Sannur stórleikur er ekki innifalinn í metorðum eða upphefð, heldur í hugsunum °g framkomu mannanna. Lord L. Chaftesburg var aldrei öieiri en þegar hann á leiðinni til að taka móti hárri tignarstöðu, ^tansaði vagninn sinn og gaf sæti við hlið sér haltri, gamalli konu. Gladstone, einn af mestu mönn- ám Englands, var mestur þá er ^ann sat í litjium kofa og las úr Biblíunni fyrir gamlan, veikan sótara. Mooddy var aldrei meiri en þegar hann við lugtarljós í hrör legum kofa hólt fyrstu ræðuna sína fyrir vesalings negradreng. Ef þú vilt verða mikill, þá fylgdu boðum meistara vors. Vertu minstur, litilfjörlegastur, reyndu að hjálpa og vera til gagns og gleði, þar sem þú mögu- lega getur. Móðurástin. Kona var á heimleið með barn- ið sitt — í hríðarveðri um há- vetur og varð úti. Það var farið að leita að henni. Og loks fanst hún; hún lá dauð úti á viðavangi — og þvínær ‘allsnakin. Skamt þaðan fanst barnið í hlé við stóran stein. Þar avaf það — og leið vel Móðirin hafði klætt sig úr fötunum og vafið þeim utan um elsku barnið sitt, til að bjarga lifi þess. — Svo mikil er móðurástin. Og þó er hún lítil í samanburði við þá ást, sem frelsarinn ber til okkar.

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.