Ungi hermaðurinn - 01.09.1921, Qupperneq 8

Ungi hermaðurinn - 01.09.1921, Qupperneq 8
72 Ungl hermaðurlnu. Söncjvar. 1. Með sinu lagi. Sjáið hvar sólin hún hnigur, Sígur að kvöldhúmið rótt, Brosir hún blítt er hún sigur, Blundar senn foldarheims drótt. Heyrið þér klukkuna’ hún klingir við lágt: Kallar í húsin til aftansöngs brátt. Klukka, ó, fær oss nú fró, Friðinn og heilaga ró. Drottinn, er dags fagur ljómi Deyr burt og hylst vorri sýn. Lyftist með aftansöngs ómi önd vor og leitar til þin. Ljósanna faðir! í Ijósi sem býr, Ljóð vorrar bænar í hæð til þin skýr; Skugginn er skyggir öll ból, Skjöldur oss ver þú og sól. 2. Lag: Der er Solskin i min Sjæl i Dag. Það er sól í sálu minni í dag Og sumarmorgun rós, Og eg er jafnan himinsæll, Því Jesús er mitt ljós. Kór: Eilift sólskin, eilift sólskin Meðan áfram rennur tímans hjól. Til min Jesú auglit brosir blítt, Eins og björtust morgunsól. Það er sæla’ í minni sál í dag, Hún syngur þakkargjörð, Og Jesús heyrir hjartans tón, Sem hér ei næst á jörð. Það er svo dýrðarbjart í dag, Því drottinn er mér nær, I hug mér anga himiublóm Og hörpu dúfan slær Það er unun, ást og von í dag I anda mínum hér, Eg hefi fjársjóð helgan, sem Á himni geymdur er. Frá sunnudagaskólanum. Sunnudagaskólalexíur. Sd. 2. okt. 4 Mós. 13. 23—33. v. — 9. — 4 —* 27. 18—23. — — 16. — Jósúa 3. 9— 17. — — 23. — 1 Sam 10. 17—27. — — 30. — -----18. 10-17; 26 2-12 v. Vikuleg biblíuvers til að læra utan að. Sd. 2. okt.: »Vér komuin í landið og það flýtut' í mjólk og hun- angi, og þetta er ávöxtur þess«. 4. Mós., 13, 28. Sd. 9. okt: »Vertu hughraustur og öruggur, því Drottinn þinn Guð er með þér«. Jósúa, 1 9. Sd. 16. okt.: »Þótt þú gangir í gegnum vötnin, skal eg ver» með þér«. Esaj., 43, 2. Sd. 23. okt.: »Drottinn, vor kon- ungur, mun frelsa oss«. Esaj., 33, 22. Sd. 30. okt.: »Óttaat þú eigi, Þv' eg em með þér; eigi skaltu ör* vílnast, eg em þinn Guð«. _ Útg. og ábm.: S. Grauslund. íasfoldarprentsmiðja.

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.