Ungi hermaðurinn - 01.05.1922, Síða 2

Ungi hermaðurinn - 01.05.1922, Síða 2
34 Un"i hermaðurinn snemma— sjaldan annað. Vinnu- stúlkurnar svikust um ef hún leit af þeim. Börnin voru heldur ekki eins og þau áttu að vera; þau gleymdu skyldum sínura, eyddu timanum til ónýtis og höfðif meiri löngun til þess að leika sér en að vínna. Og maðurinn hennar! Já, hann var nú að vísu góður á sína visa, en þögull upptekinn af sínu eigin. Aldrei gat hún talað við neinn — aldrei neinar uppörfanir! Meðan hún sat þannig og hugs- aði um alt hið mótdræga, fanst henni alt í einu sem hún sæi fagra veru myndast úr geislun- um sem tunglið sendi inn til hennar og staðnæmast fyrir fram- an sig. Ilún sá .að það var i engill »Eg er kominn.«' sagði engill- inn, »til þess að færa þér nýárs- gjöf, sem gjörir þig glaða.« »Hvað getur það verið, sem gjörir mig glaða,« spurði bónda- konan, »eg vænti mér einkis góðs franíar i lífinn.c »Jú,« svaraði engillinn, »þessi gjöf mun breyta öllu lífi þínu; eg færi þér ný augu.« tíýnin hvarf, og bóndakonan stóð á fætur. »Hvaða vitleysa er það,- sem mig hefir verið að dreyma,« hugsaði hún, svo fór hún að hátta og lagðist til hvildar andvarpandi. Er hún snemma morguninn eft- ir kom fram i eldhúsið nam hún staðar og horfði i kringum sig. Það var sópað og prýtt, það sauð á fægðum katlinum á eldstónni. 0, hvað hér er notalegt, hugsaði konan með sér, stúlkurnar liafa hlotið að fara snemma á fætur, fyrgt þær eru búnar að taka svona vel til; þær eru nú samt sem áður ekki sem verstar; hafi þær marga galla, þá hafa þær þó líka sínar góðu hliðar. Þegar stúlkurnar komu úr fjós- inu hafði húsmóðirnir kaffið til, og stórt fat af jólaköku stóð á raeðal hinna góðu rétta á morgun- verðarborðinu. »Komið þið nú og fáið ykkur heitan sopa,« sagði hún, »þið munuð þarfnast þess i þessum kulda.« , »Það er þó dæmalaust hvað húsmóðirin er biíð í dag.« sögðu stúlkurnar hver við aðra, og . verkin gengu tvöfalt betur þann daginn. Börnin korou úr svefnherbergj- um sínum og settust til borðs. Augu móðurinnar hvíldu á þeirn. »6uði sé lof að þau eru öll frisk,« hugsaði hún, og væn eru þau nú líka; þau gætu auðvitað verið betri; en þau valda mér þó engr- ar verulegrar sorgar eða smánar. »Borðið þið nú börn, og svo skuluð þið fá jólaköku með kaffinu á

x

Ungi hermaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.