Ungi hermaðurinn - 01.06.1922, Blaðsíða 2

Ungi hermaðurinn - 01.06.1922, Blaðsíða 2
42 Ungi hermaðurinn. Hvað er eg stór? Guðrún litla er mjög dugleg i Bmáaendiferðum og að gera ýms smávik fyrir afa sinn og ömmu í húsinu. Hún sækir brauð til bakarans, kafíi til kaupmannsins og fisk til fisksalans. Brosið og ánægjan skín ætið á andliti henn- ar, þvf hún gerir alt með gleði. Það kemur þá eigi svo sjaldan íyrir, að afi hennar segir: »Þú ert stór og dugleg stúlka, Guð- rún, það var gott að þú komst til okkar, því þú getur gert svo mikið fyrir mig og mömmu.c — Guðrún var líka farin að telja sjálfri sér trú um það, að hún væri í raun og veru ómissandi í húsinu. Hún var nú 10 ára, og vildi því gjarnan vera stór. »Hversu stór er eg, afi?« spurði hún einu sinni. »Eg hefi svo oft sagt við þig, barníð gott, að þú værir stór stúlka, Guðrún,* svaraði afi henn- ar. »Já, afi, en eg á við það, hvað eg 8é há, hve margar álnir, get- ur þú ekki mælt mig afi, eg vil svo fegin vita, hvað stór eg er?« »A miðvikudaginn er afmælis- dagurinn þinn, Guðrún, þá ætla eg að mæla þig og þá getur þú fengið að vita hve stór þú ert.« Guðrún litla beið miðvikudags- ins með óþreyju, því það var 10. afmælisdagurinn hennar. Hvað skyldi hún amma hennar gefa henni í afmælisgjöf, og hvað skyldi hún nú vera stór? Hún var sannfærð um að hún væri stærri en Jensína dóttir kennar- ans, og að líkindum eins stór og Jón sonur úrsmiðsins, þótt hann raupaði tíðum af því, að hann væri eins stór og hann pabbi hans. Jón átti nú bráðum að fermast. Afmælisdagurinn var kominDi og hann var nú brátt á enda, það hafði verið indæll dagun Guðrún sat nú inni hjá afa og sagði’ honum frá því, hvað sér hefði verið gefið. Amma hennar gaf henni nýja skólatösku, Kristján frændi sendí henni símskeyti og Þórunn Elisa- bet gaf henni mynd, o. s. frv. Svo hafði hún líka verið mæld, og hún var nákvæmlega 41 þuinl' ungur á hæð; og hún ætlaði að segja Jóni syni úrsmiðsins fra því, þá mundi hann hætta að raupa af því, hvað hann vær' stór. »Jæja,< sagði afi, »eg ætia nú líka að gefa þér ofurlitla afmælis' gjöf, Guðrún, eg hefi beðið með það vegna þess, að eg vildi ekki, að þú skyldir gleyma henni, af gleðinni yfir hinum mörgu fögru gjöfum, sem þú hefir fengið. Eg hefi sagt þér, að þú ert

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.