Ungi hermaðurinn - 01.06.1922, Blaðsíða 4
44
Ungi herraaðurinn.
að segja: »Mentunin er það afl,
sem fær lyft manni upp úr deyfð-
ar- og dáðleysisdíkinu inn á.sól-
Bkinsgruudu framtlðarlandsins.«
Fyrir hjálp góðra manna komst
hann í skóla, og hann var svo
glaður yfir þvi að honum virtust
vonirnar sínar vera að rætast.
En alt í einu syrti að og á
skamri stundu dró fyrir gleðisól
hans. — Nú var heilsan biluð
og kraftarnir þrotnir — og fögru
framtíðarvonirnar — þær voru
brostnar. Þannig lá hann einn,
já, aleinn, í litla þakherberginu
sínu og hugsaði um hverfulleik
lífsins. Hann mintist bernskuár-
anna, morguns lífsins þegar hann
naut móðurblíðunnar og barna-
leikjanna. Hann mintist ferm-
ingardagsins, þagar hann vann
eiða fyrir altari Drottins. Hafði
hann haldið þá eiða? Hafði hann
ekki lifað í andvaraleysi heims-
ins? — Hafði hann ekki gengið
eftir girndum sinum og sóað frí-
stundum sínum í glaumi og gleði
heimsins barna? — Jú það hafði
hann gert. — Hafði hann helgað
Guði nokkurt augnablik af lífi
sínu? Nei, það hafði haun ekki
gert; en þó hafði Guð verið hon-
um svo góður. Og hann fór að
hugsa um gæsku Guðs til sín;
hann hafði stöðugt brotið á móti
Guðs vilja og á móti því heiti,
sem hann hafði unnið honum,
en þó hafði Guð borið mikla
umhyggju fyrir honum og leitt
hann hjá öllum hættum og þján-
ingum.
Hann míntist margra atvika
úr lífi sínu, sem honum fundust
óskiljanleg, en sem nú skýrð-
ust fyrir honum og fann nú,
að Guð hafði verið honuro
nálægur. — Hann lokaði aug-
unum, krosslagði hendurnar ú
brjósti sjer og innileg bæn steig
upp til Guðs, bæn um fyrirgefn-
ingu og náð. Og Guð sem rek-
ur engan á burtu frá sjer, sern
til hans kemur iðrandi og auð-
mjúkur, heyrði hið veika bænar-
kvak.
Gngin huggun.
Heiðindómurinn á enga hugg'
un. Sjálfsmorðum fjölgar í Ja*
pan meðal unglinga, sjerstaklegn
stútenta. Þegar þunglyndi sækir
á þá og þeir verða taugaveiklað-
ir, þá stytta þeir sér aldur, þvl
trú þeirra getur ekki hjálpað þeim-
Það eru fleiri sjálfsmorð meðai
stúdenta i Japan en í nokkrú
öðru landi. Árið 1914 frömdú
241 unglingar innan 16 ára sjálfS'
morð, 801 milli 16—20 > ára og
3086 milli 20—30 ára.
Nú fer fólk að sjá, að það er
nauðsynlegt að fá trúaða kennara
fyrir börnin og æskulýðinn.