Ungi hermaðurinn - 01.10.1922, Blaðsíða 2

Ungi hermaðurinn - 01.10.1922, Blaðsíða 2
74 Uugi hermaðurinn. hafði ekki einu sinni rúm til að hátta í þegar kvöldið kom, eða teppi til að vefja utan um sig til þess að verjast kuldanum. Nei, hún varð að liggja á mottu og vattfóðiuðu fötin hennar var hið eina sem átti að halda á henni hitanum, og oft var það ekki nægilegt. Þetta var ástæð- an fyrir því að japönsku stúlk- unni fundust veturnir aldrei ætla að taka enda, og kuldinn varð líka að siðu8tu orsök í dauða hennar. Þegar Somima lá fyrir dauð- anum gerði móðir hennar boð eftir musterisprestunum svo þeir gætu beðið fyrir henni; þegar þeir byrjuðu að muldra og fetta sig opnaði hún augun og sagði: »Gerið svo vel og farið burtu héðan. Eg þarfnast ekki fyrir- bæna ykkar.c Móðirin varð ótta- slegin útaf því hvernig barnið talaði við prestana, og hún gaf þeim peniaga til þess að milda reiði þeirra er þeir yfirgáfu húsið. »Hvers vegna rakst þú þessa góðu menn burtu?« spurði hún »Vegna þess að eg þarfnaðist ekki fyrirbæna þeirra,« svaraði sjúklingurinn. »Þeirra Guð getur ekki hjálpað mér. Það er ekki til nema einn Guð, og það er guðinn í húsinu hennar Tanaka Sans.« Móðir Somíma mundi nú eftir ekkju nokkurri, sem bjó í öðrum enda bæjarins, og að sunnudaga- skóli Hjálpræðishersins var hald- inn þar. Það var enginn her- fiokkur þar á staðnum, og ekki einu sinni útvörður, sem starfaði meðal hinna fullorðnu. Frú Tanaka safnaði börnunum saman og uppfræddi þau, og þess- ar barnasamkomur voru reglu- bundnar. Við og við komu for- ingjarnir, sem bjuggu langt í burtu frá þessum litla bæ, og heimsóttu bæinn. Somíma hafði verið á nokkrum af samkomum þessum og hafði lært að biðja til Jesú, sem hún nefndi: »Guð- inn í húsi Tanaka Sans!« Móðir hennar hafði bannað henni að sækja þessar samkom- ur, og barnið hafði oft verið úti- lokað frá þeirri gleði, sem sam- komurnar veittu henni. Þegar móðirin leit á dóttur sína, sem þjáðist af hitasóttinni, iðraðist hún eftir því hversu hörð hún hafði verið við hana, og með þá hugsun að bæta fyrir verk sín, sagði hún: »Eg vil gefa peninga handa guðinum í húsinu hennar Tanaka Sans.« Við þessi orð skinu augu Somima eins og stjörn- ur og hún sagði: »Taktu lika sparipeningana mína og sendu þá, ásamt því sem þú ætlar að gefa, til Tanaka San. Þeir hafa sjálfS' afneitunarviku í Hjálpræðishern-

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.