Ungi hermaðurinn - 01.12.1922, Blaðsíða 8
96
j'óla- Ungi hermaburínn.
Söngvar.
1.
Með sínu lagi.
Heims um ból helg eru jól
SignuS mær soh GuSs ól,
Frelsun mannanna, frelsisins lind,
Frumglæöi ljóssins, en gjörvöll
mannkind
:,: Mein-vill í myrkrunum lá. :,:
Heimi í hátíð er ný;
Ilimneskt ljós lýsir ský;
Liggur í jötunni lávarður heims,
Lifandi brunnur hins andlega seims,
:,: Konungur lífs vors og ljóss. :,:
Heyra má himnum í frá
Englasöng: „Allelújá“.
Friður á jörðu; því faöirinn er
Fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
:,: Samastaö syniniun hjá. :,:
2.
Lag: Pris ske Guð nu jubler vi.
Sigurljóð vér syngjum skær,
Sjálfur Drottinn er oss nær,
Önd mín fagna þú, því fæddur nú
Er frelsari vor kær.
Drottins ljóma dýrðleg jól,
Dimmast yfir sorgarból,
Gegnum tíð og rúm og grafarliúm
Skín guöleg náðarsól.
K ó r:
Sjá nú erfir sæluvist
Sál vor fyrir Jesúm Krist,
Upp því Drottius helga hjörð,
Syng- honum lof og þakkargjörö-
Fyr í dauðans villu vér
Vonarlausir gengum hér,
Líknarfaðirinn oss sonn gaf sinn,
Hajin sjálfur ljós vort er.
Fyrir koinu frelsarans,
Fórnarblóð og elsku hans,
Dýrðlegt frelsi hér nú' liljótum vér,
A himnum sigurkrans.
Hvílík dýrð um lög og láð,
Lífsins sól fær geislum stráð,
Hallelúja! Dýrð sé Drotni skýrð,
Ei dylst hans ást og náð.
O, hve fæðing frelsarans
Friðar hjörtu vina hans.
Gleðisólin hein og skær oss skein
í skauti lausnarans.
3.
Með síhu lagi.
Fögur er foldin,
Heiður er Guðs himin,
Indæl pílagríms æfigöng.
Fram, fram um víða
Veröld og gistum
I Paradís með sigursöng.
Fjárhirðum fluttu
Fyrst þann söng guðs englax',
Unaðssönginn, er aldrei þver;
Friöur á foldu,
Fagna þú maður,
Frelsari heimsins fæddur er.
Útg. og ábm.: S. Grauslund.
ísafoldarprentsmiðja h.f.