Ungi hermaðurinn - 01.01.1923, Side 2

Ungi hermaðurinn - 01.01.1923, Side 2
2 Ungi hermaðurinn. Til hinna ungu. Á hvern vilt þú hlusta ' á árinu 1923. (Sjáið myndina á 1. síðu). Eftir Majór Grausiund. Þú vilt nátturlega hlusta á þá sem þér geðjast best að, og þú vilt keppa eftir að líkjast þeim. Er það pabbi ykkar og mamma sem þið elskið mest? Eg vona að það sé svo, að þið elskið þau heitast af öllum mönnum, og ef þú gerir það, þá vilt þú hlusta á aðvaranir þeirra og áminningar til þin. Eru það kennararnir þínir, sunnudagaskólakennararnir eða aðrir sem vilja fræða þig í öllu þvi sem er gott og nytsamlegt, eru það þeir sem þú elskar? Ef svo er þá vilt þú gefa gaum að orðum þeirra. Þú vilt þá keppa eftir að vera bestur og dugleg- astur allra í skólanum. Þá vilt þú leitast við að sækja sunnu- dagaskólann stöðugt og reglu- bundið, og þá munt þú vilja hlusta á þær leiðbeiningar sem þér eru gefnar þar, af bekkjarstjóranum, eða öðrum. Og ef þú af hjarta elskar Guð, þá er það svo sem auðvitað að þú ert fús til að hlusta á hans orð, og að biðja frelsarann að leiðbeina þér og hjálpa til þess að lifa honum þóknanlegu lífi á nýbyrjaða ár- inu. Það munu einnig verða illar raddir sera vilja hvisla í eyru þér. Þú átt ef til vill slæma skólafélaga, sem án minstu sam- viskuásökunar vilja lokka þig til að gera það sem er ljótt og órétt. Þeir vilja kanske fá þig til að að tala ósatt; hlustaðu ekki á þá. Farðu ekki með lýgi, því hún er versti óvinurinn þinn. Þeir vilja ef til vill fá þig til að tala ljótt, að blóta o. s. frv. Legðu ekki lag þitt við þvílíka félaga, þeir eru ekki vinir þínir. Hlustaðu á GÖðs góðu rödd sem talar til þín og sem kallar þig til hins góða, sanna og hreina; til alls þess sem Guð hefir velþóknun á. Littu á myndina á fremstu síð- unni og biddu Guð að hjálpa þér yfir allar freistingar, svo þú megir læra að vera góður, sann- ur og gagnlegur. Tóbaksnautnin. Kæru ungmenni! Eg leyfi mér með þessum línum að minn- ast lítilsháttar á tóbaksnautnina. Flestir vita, að hún er mjög skað- leg og spillandi og að hún sljóvg- ar þá, sem neyta tóbaksins, og hefir spillandi áhrif á líkamann, veikir lungun og magann. En það er ekki að eins heils- an, sem spillist við að brúka tó-

x

Ungi hermaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.