Ungi hermaðurinn - 01.01.1923, Blaðsíða 3
Ungi hermaðurinn.
3
bak. Það eru einnig miklir pen-
ingar, sem hver einstakur eyðir
i tóbak. Eg veit íleiri en eitt dæmi
um það, að menn hafa eitt mörg
bundruð krónum í tóbak á ári.
En sorglegt er að sjá bláfátæka
diengi eyða jafnvel sínum sið-
asta eyri í vindlinga og hafa svo,
ef til vill, ekki matinn ofan í sig
Athugið, hvað þið getið keypt
ykkur margt nytsamt og fróðlegt,
sem er ykkur til gagns og skemt-
unar, fyrir þá peninga, sem þið
iátið af hendi fyrir tóbak.
Að endingu þetta: Byrjið al-
drei á þeim Ijóta ósið að nota
tóbak, því þá langar ykkur aldrei
i það. Og eg bið ykkur, kæru
Ungmenni, að taka undir með
»Arnfirðingnum«, sem sagði eitt
sinn í Æskunni: »6erið það sjálf-
Um ykkur til góðs, og þjóð ykk-
ar til heiðurs, að brúka ekki tó-
bak, drekka ekki vin og tala
ekki ljótt«. Æskuvinur.
Eftir > Æskunni*.
Bænheyrsla.
Það var kona nokkur í Kóreu
seni fyrir 24 árum siðan meðtók
■Jesús í hjarta sitt og sem þar af
leiðandi var rekin, af mannin-
um, burtu af heimilinu.
Hún gekk svo um og boðaði
fagnaðarerindið. Árin liðu og
komu þar til 22 ár voru liðin,
frá því að hún seldi alt, til þess
að kaupa hina dýrmætu perlu.
öll þessi ár gleymdi hún samt
ekki að biðja fyrir gamla heim-
ilinu sinu. Svo atvikaðist það
svo að eftirtekt eins sona henn-
ar var vakin á biblíuflokki
nokkrum, og sem varð verkfæri
í hendi Guðs, honum til frelsis
Og nú hafði hann svo mikil á-
hrif á föður sinn að hann veitti
einuig frelsinu í Kristi viðtöku.
Þegar svona var komið þá sendu
þeir boð eftir hinni gömlu út-
skúfuðu eiginkonu og móður, og
synir hennar færðu hana aftur
heim og voru nú álíka góðir og
kærleiksríkir og þeir höfðu áður
verið illir við hana.
Gömlu hjónin lifðu nú aftur
undir sama þaki, hamingjuríku
lífi, ásamt börnum þeirra. Móð-
irin heldur áfram með að út-
breiða frelsis og friðarboðskapinn,
en er nú studd af fyrirbænum
og blessun heimilisin3.
Þrátt fyrir það, þó við lærum
að lifa í samfélagi annara — þá
er það þó í einverunni sem við
lærum að undirbúa okkur undir
dauðann.