Ungi hermaðurinn - 01.03.1927, Page 2

Ungi hermaðurinn - 01.03.1927, Page 2
18 Ungi hermaðurinn Smælingjarnir. Nöpur og hráslagaleg regnnótt- in grúfði yfir hinni miklu Lund- únaborg. Það var orðið mjög álið- ið og umferðin og götuskröltið löngu þrotið og þagnað. Þeir, sem áttu eitthvert þak yfir höfuðið, höfðu þegar tekið á sig náðir. En hinir voru aumkvunarverðir, sem leita urðu hælis undir berum himni. Lögregluþjónn, sem var á eftir- litsferð, kom auga á eitthvert hrúgald á götudyratröppum, er vakti eftirtekt hans. Hann brá ijóskerinu sínu á loft og ljet ljós- geisla falla þangað. Sá hann þá að þetta voru tvö sofandi börn, piltur og stúlka. Þau sváfu vært. Það voru munaðarlaus systkin mjög smá og ung. Húsnæðislaus- ir veslingar. Lundúnaborg, stærsta og rík- asta borg í heimi, hafði ekkert húsnæði að bjóða þeim. En þrátt fyrir kulda, regn og storm sváfu þau mikið værar en margir þeirra, er búa í auðmannahverfi Lund- úna og hvíla hverja nótt undir silkivoðum i gullbúnum rekkjum. Lögregluþjónninn veitti því sjer- staka eftirtekt, að drengurinn hafði teygt treyjugarminn sin nyfir syst- ur sína, svo langt sem hann náði, til þess að skýla henni við kuld- anum og regninu og vafið Iitb1 örmunum utan um hana. Dreng' urinn var berhöfðaður. Hann hafð1 dregið húfuna sína á litlu fæturn3 hennar systur sinnar, en fæti>r hans voru naktir og kaldir. Lögregluþjóninum rann þess> sýn til rifja. Hann vakti börnii1' tók litlu stúlkuna í fang sjer og hjelt af stað með þau bæði, ekki á lögreglustöðina, heldur beina leið heim til sín; þar gaf hann þeim góðan mat að borða og bj° þeim mjúka, hlýja hvílu. Litli lesari, hefir þú verðskuld' að öll þau þægindi og lífsins gæði- sem þjer hefir verið úthlutað ún1 fram þessi litlu, munaðarlausi1 börn? Gleym þú aldrei að þakka Guði það góða, sem þjer fellur 1 skaut og biðja fyrir fátæku og sjúku smælingjunum. — Þeir eru bræður vorir og systur. Skýin. María var svertingja stúlka, hún var mjög hnigin að aldri, en sý glöð og skrafhreyfin. Einu sinn> sem oftar, er presturinn heimsóth hana, ávarpaði hann hana rneð þessum orðum: »Segðu mjer, María mín, er hiiú" ininn aldrei skýjaður«. »Skýjaður!« sagði hún og lelt

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.