Ungi hermaðurinn - 01.03.1927, Blaðsíða 7
LJngi hermaðurinn
23
honum augnskurð með ágætum
árangri.
»Hvernig fæ jeg launað yður,
herra læknir?« sagði maðurinn.
»Jeg á ekki eyrisvirði!«
Læknirinn svaraði: »Þjer getið
borgað mjer á mjög einfaldan hátt.
Segið öllum, sem Jojer hittið, að
þjer hafið verið blindur, en nú sjeuð
lJjer alheill orðinn, og jafnframt
hver það var, sem læknaði yður.«
Maðurinn varð næsta glaður og
lofaði þessu hátiðlega, og innan
skamms hafði læknirinn fengið
heiri sjúklinga en hann gat annast.
Væri það ekki vel til fundið, að
vjer launuðum Jesú á sama hátt
°g boðuðum öllum lýði mátt hans
°g náð? Hve langan tíma heldur
Þú að til þess þyrfti að leggja
Mt mannkyn að fótum hans?
Sunnudagaskólinn.
Sunnudagur 6. mars.
Frelsarinn i Getsemane.
Matth. 26, 30—46.
LÆRDÓMSGREIN: »Og hann
gekk lítið eitt lengra áfram, fjell
fram á ásjónu sína, baðst fyrir
°g sagði: Faðir minn, ef mögulegt
er. þá fari þessi bikar fram hjá
mjer; þó ekki sem jeg vil, heldur
sem þú vilt.« (Matt. 26, 39).
Sunnudagur 13. mars.
Frelsarinn svikinn
og honum afneitað.
Matth. 26, 47—75. (Segið frá 50.—
68. grein, sje naumur tími).
LÆRDÓMSGREIN: »Minnist
hans, sem orðið hefir að þola
það, að syndarar afneituðu honum.
svo að þjer örvæntið eigi í sál-
um yðar«.
Sunnudagur 20. mars.
Jesús dæmdur.
Matth. 27, 1—2; 11—31.
LÆRDÓMSGREIN: »Því að
Kristur leið einnig fyrir yður
og eftirljet yður fyrirmynd, til
þess að þjer skylduð feta i hans
fótspor. Hann drýgði ekki synd
og svik voru ekki fundin í hans
munni; hann illmælti eigi aftur er
honum var illmælt, og hótaði
eigi, er hann leið.« (1. Pjet. 21—23).
Sunnudagur 27. mars.
Krossfesting Krists.
Matth. 27, 32—60.
LÆRDÓMSGREIN: »Hann bar
sjálfur syndir vorar á líkama sín-
um upp á trjeð, til þess að vjer
skyldum, dánir frá syndunum, lifa
rjettlætinu. Fyrir hans benjar er-
uð þjer læknaðir.« (1. Pjet. 2, 24).