Ungi hermaðurinn - 01.03.1927, Page 8

Ungi hermaðurinn - 01.03.1927, Page 8
24 Ungi hermaðurinn Söngvar. i. Lag: Juble min Tunge. Lausnarinn kallar — komið þjer allar, Vegmóðu sálir, jeg veiti’ yður frið. Eftir mjer breytið, öruggar þreytið, Stríðið því fúsar, — jeg legg yður lið. Byrði min ljett og okið mitt er Indælt það finna skjótt munuð þjer, Vonglaðir iðjið, vakið og biðjið Dýrðlegt svo hljótið hnoss. Ó, hvað er meira indælt að heyra En þessi náðarorðin svo blíð Herrans af munni — heitt sem oss unni Svo að hann þoli þjáning’ og strið. Hann sem frá eilifð til eilífðar ímynd er föðursins hátignar; Með sínu blóði meistarinn góði Græddi vor syndasár. Hvað er sem bætir — böl þegar mætir Betur en trúin á frelsarann? Hún er sú eina uppsprettan hreina Eilífa svölun er veita kann. Komið til Jesú, hann kallar enn Komið því tíminn liðinn er senn. Ef þjer vel breytið, yður er heitið Sólbjörtum sigurkrans. 2. Lag: Ak, hvor snart forsvinderej Minutet. Himnum á, ef hyggur þú að finna Helgan frið og bjartan sigurkrans. Fyrir Drottin verður þú að vinna, Vinna undir merkjum sannleikans. Tef ei lengur, tíminn aldrei bíður, Treystu’ ei næsta degi, vinur kær. Hvert augnablik, sem örskjótt fram hjá líður, Eilífðinni flutt þig hefir nær. Gjálífis ef bergir þú af brunni, Bráð er hætta fyrir þína sál. Um stundarsakir svala þótt það kunni, Sárt það tendrar eilíft þorstabál. Guðs í nafni gæt þín, ungi maður, Gef ei þínum fýsnum Iausan taum. Fyrirlít þú heimsins hræsnis smjaðui;. Höndla frelsið — æfitíð er naum. Lind er ein, sem lífgar best og nærir; Lindin Jesú orða mild og hrein. Öllum þyrstum sálum svölun færir, Sjerhvert græðir þeirra dýpsta mein. Sannan hjartans frið ef viltu finna Flýðu’ í trúnni undir Jesú kross. Þar mun öllum þrautum andans linna Þú munt hljóta dýrðlegt sæluhnóss. Útg. og ábm. p.t.: Kr. Johnsen, adjutant. Ísafoldarprentsmiðja h. f.

x

Ungi hermaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.