Ungi hermaðurinn - 01.05.1927, Side 2
34
Ungi hermaÓurínil.
Trúrækinn, gamall maður hafði
daglega, sjer til mikillar gremju,
horft og hluatað á óánægju sam-
borgara sinna með ráðstafanir
drottins, og þar eð hann var orð-
inn langþreyttur á þessu rnögli,
þá hugkvæmdist honum ráð, sem
skyldi verða þeim eftirminnileg
hirting.
Hann velti stórum'steini út á
miðjan þjóðveginn og skildi þar
við hann. Stuttu síðar bar þar
að mann, sem rak stóran kúa-
hóp. Þegar hann kom að stein-
inum staðnæmdi8t hann og sagði.
»Þetta er undarlegt uppátæki
að leggja þennan dólpung á miðj-
an þjóðveginn Hver skyldi nú
hafa gjört þetta?«
Síðan rak hann kýrnar fram
hjá steininum og þrammaði á eft-
ir þeim.
Bóndi nokkur kom akaridi i
vagni 8ömu leið. Vagninn var
nær því oltinn um steininn. Það
þarf tæpast að geta þess, að hann
krossbölvaði þeirri ósvífni að
skilja við steininn þarna á al-
faravegi. En að stiga út úr vagn-
inum og velta steininum úr vegi,
það datt honum ekki í hug að
gera.
Næst kom hermaður fótgang-
andi sömu leið. Hann blístraði
fjörugt lag og sverðið dinglaði
kumpánlega við hlið hans. Hann
gekk hnakkakertur og sá því
ekki steininn. Það kvað við hár
hlunkur, og hermaðurinn lá endi-
langur á veginum með sverðið
þverbrotið við hlið sjer. Hann
hafði steypt stömpum yfir stein-
inn. Hann formælti og þrumaði
einhverjar hótanir um að kæra
þetta fyrir undirforingjanum; síð-
an hjelt hann leiðar sinnar, en
nú var hann hættur að blýstra.
Þannig kom hver af öðrum ak-
andi, ríðandi og gangandi, en
engum varð að vegi að velta
steininura burt; í heila viku lá
hann þarna óhreyfður.
Þá gerði gamli maðurinn boð
öllum nágrönnum sínum, og bað
þá að mæta á ákveðnum degi
og stundu við þjóðveginn, þar
sem stóri steinninn væri, því
hann þyrfti að segja þeim mik-
iUvarðandi frjettir.
Þeir mættu allir, og hann
ávarpaði þá þessurn orðum:
»Vinir mínir! Það var jegi
sem ljet þennan stein á veginn,
og jeg gjörði það í dkvebnum til'
gangi. Jeg hefi heyrt möglun
yðar yfir þvi, að hann lægi þar;
bölv yðar og formælingar yfir
farartálma þeim, er hann gerði.
En enginn yðar ómakaði sig til
þess að. hreyfa hann úr stað, eða