Ungi hermaðurinn - 01.05.1927, Blaðsíða 8

Ungi hermaðurinn - 01.05.1927, Blaðsíða 8
40 Ongi hermaðurinn Songvar. i. Sá sem blýðninnar setti boð, Sinni blessun rjeð heita, Þeim, sem foreldrum styrk og stoð. Stunda með elsku að veita; Svoddan dygðanna dæmið hjer Drottinn vor sjálfur gaf af sjer Börnunum eftir að breyta. Girnist þú, barn mitt, blessun fá, Björg lífs og gæfu fína, Foreidrum skaltu þínum þá Þóknun og hlýðni sýna; Ungdómsþverlyndið oftast nær Ólukku’ og slys að launum fær; Hrekkvisa hefndir pína. 2. Sigurfríðan fána fáum vjer í hönd Ef fylgjum kærstum Krist. Eftir unnar þrautir eilíft syngjum lof 1 helgt’i liimna vist. Kór: Haldið fram hermenn Krists, Dýrst herfang er drottins ástarboð. Vinur vinn, syng, vinn og syng Undir merkjum meistarans. Þó að valdið vonda, vjel og syndafans, Þjer mæti í þessurn heim Feldu eigi fagran fána sannleikans Berst trútt og Guðs orð geym. Yfir höfin, hauður, hvar sem lifir þjóð, Flyt orðin unaðsleg; Segðu krossins sögu, syng þú frelsis Ijóð, Uns Kristur kallar þig. 3. Lag: Altid freidig, naar du gaar. Vegum guðs ef ertu á, Aldrei skaltu kviða, Marki nærðu þínu þá, Þreytstu ekki’ að bíða. Myrkravaldið hræðst ei hót, Himnesk skín þjer stjarna, Guðs í nafni gakk því mót, Gefst þá nóg til varna. Áfram! markið er þjer sett, • Aldrei veill nje hálfur! Sjá, þá verður lífið Ijett’, Ljettur dauðinn sjálfur. Útg. og ábm. p.t.: Kr. Johnsen, adjutant; lsafoldarprentsmiðja h.f.

x

Ungi hermaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungi hermaðurinn
https://timarit.is/publication/528

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.