Velvakandi - 24.03.1919, Síða 2

Velvakandi  - 24.03.1919, Síða 2
2 VELVAKANDI 11. marz lék 3. flokkur (B. B.) smáleik; leikendurnir voru 5; br. Bjarni Böðvarsson, br. Guðm. E. Bjarnason, s. Guðrún Böðvarsdóttir, s. Agnes Konráðsdóttir og s. Dagmar Þorláksdóttir. Leikurinn þótti góður, og það svo, að hinir flokksforingjarnir voru sammála um að veita tvöfalt fleiri stig fyrir Ieikinn en tilskilið er í flokka- reglunum. Fundur stúkunnar 18. þ. m. var opinn fundur. Var einkum boðið þangað Kennaraskólanum, skólastjóra, kennurum og nemendum. Fundurinn var vel sóttur af félögunum, en boðsgestir mættu fremur fáir. Þar hélt br. Halldór Kolbeins aðalræðuna, snjalla og vel flutta ræðu. Síðan töluðu br. sr. Sigurður Gunnarsson, Aðalst. kennari Sigmundsson, br. Pélur Zóphóníasson, br. ísleifur Jóns- son og br. Þórður Bjarnason. Eftir fundinn var sezt að kaffidrykkju, er flokksfor- ingjarnir efndu til. Þar töluðu br. sr. Sig. Gunnarsson, sr. Magnús Helgason skólastjóri, br. Richard Beck og br. æ. t. Það má óhætt segja, að félagarnir voru ánægðir með fundinn og — kaffið. Á síðustu fundum hefir salurinn verið fagurlega skreytt- ur. Er það að þakka ágætri fundarsalsnefnd. Þeir, [sem eigi hafa enn séð skreytinguna, ættu ekki að lála það bíða, heldur koma strax á næsta fund. Á síðasta fundi bar br. Sveinn Jónsson fram tillögu um að hækka ársfjórðungsgjöld öll um 25 aura, og að allir félagar fengju (í stað þess) ókeypis blaðið Templar. Menn ættu að íliuga tillöguna. Hún kemur til umræðu og atkvæðagreiðslu á fundi 1. ajiríl næstk.

x

Velvakandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velvakandi
https://timarit.is/publication/529

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.