Nýtt kosningablað - 11.04.1914, Síða 2
KOSNINGABLAÐ
Útboð.
t’eir, sem vilja taka að sjer vörslu bæjarlandsins utan Lauganes-
girðingarinnar, á sumri komandi frá 1. maí til 15. okt., sendi borgar-
stjóra tilboð um það í lokuðu umslagi, auðkent »Varsla«, fyrir kl. 12
á hádegi þ. 14. þ. m.
Allar upplýsingar um starfið lætur skrifstofa borgarstjóra i tje.
Borgarstjóri Reykjavíkur, 8. apríl 1914.
c?a// Ginarsson.
Hann bauð þeim, að senda bíl
suður eftir þeim kosningadaginn,
ef þeir kysu sig og L. H. B.
Eru þetta heilindi?
Er þetta fallega gert gagnvart
hinum frambjóðandanum, sem
berst nú með Sveini?
Er Sveinn hræddur um, að Sig-
urður kunni að verða hærri en
hann sjálfur að atkvæðatölu, en
hyggur hins vegar óhugsandi, að
þeir komist báðir að vegna hins
mikla fylgis við Jón Magnússon,
sem augljóst er orðið fyrir löngu
af áskorunum til hans?
Biður hann þá ekki um að kjósa
L. H. B. með sjer af því að hann
haldi, að fylgi L. H. B. sje svo
lítið, að það geri sjer ekkert, þótt
atkvæðin lendi þar?
Svari kjósendur þessu eins og
þeim finst rjeltast.
En eru ekki þetta óheilindi hjá,
Sveini Björnssyni gagnvart Sigurði
Jónssyni?
Eru það ekki megn óheilindi?
Er það ekki ófyrirgefanlegt af
bandamanni?
Jú, og aftur jú!
Jeg frjetti þessa sögu í gærkvöld,
og jeg ællaði ekki að trúa henni
í fyrstu,- En jeg fjekk svo örugga
sögusögn um þetta, að jeg gat ekki
efast.
Og mjer þótti það alt annað en
fallegt.
Mann, sem þannig fer að, kýs
jeg ekki.
Jeg hef verið sjálfstæðismaður.
En mjer ofbýður þetta atfeili, að
mæla fast með Sig. J. opinberlega,
en fara svona að við hann í púkri.
Mjer ofbýður það svo, að jeg get
ekki þagað yfir þvi.
Það hefur haft þau áhrif á mig,
að síðan jeg Qekk það að vita,
segi jeg við alla:
Kjósið ekki Svein Björnsson!
Geir.
L.I.B. oglsl. Steinolíufjelagiö.
Hvers vegna hefur L. H. B.
hvað eftir annað verið að hnýta í
ísl. steinolíufjelagið og þá, sem
fyrir því standa?
Jeg hygg að jeg hafl fengið lausn
á því nýlega.
Kunnugur maður sagði mjer, að
hann hefði sjálfur sótst ákaft eftir
að komast i stjórn þess. Hann
sagði mjer, að L. H. B. hefði gert
út mann eða menn til þess að tala
máli sínu við framkvæmdastjór-
ann.
En hvernig á því stóð, að bann
komst samt sem áður ekki að, —
það get jeg ekki sagt.
Mjer datt í hug, að segja frá
þessu, er jeg las i málgagni L. H.
B. í dag, að hann finnur stjórn-
inni meðal annars til foráttu »makk
við dans-íslenska Steinolíufjelagið«.
Jeg man það, að það, sem hann
hefur áður sagt um þetta, hefur
verið rekið öfugt ofan í hann í
blöðum eins og margt annað. En
samt heldur hann nuddinu áfram.
Mundi það ekki vera af reiði
yflr því, að hann komst ekki i
stjórn fjelagsins? —
Mjer dettur ekki í hug, að leggja
trúnað á neitt af því, sem hann
segir um stjórnina, og þá eigi
fremur en annað það, sem hann
segir um hana i sambandi við
þetta fjelag. En mjer finst rjett að
benda á, að hatin hefur sjálfur
viljað komast í »makk« við fje-
lagið, og söm er hans gerðin, þótt
hann fengi þar hryggbrot, eins og
víðar. Kári.
Kjósendafundir
voru lialdnir í öllum samkomu-
húsum bæjarins á miðvikudags-
kvöldið.
Fram-menn
komu saman í Templarahúsinu
að vanda. Þar hjeldu töl.u milli 10
og 20 manns. Lengstu ræðuna
hjelt
Hannes Hafstein ráðherra.
Sagðist honum mjög sköruglega,
og tætti hann sundur lið fyrir lið
alla undanfarna ósannindatuggu
Árv. og ísaf. um stjórnarstörf hans.
Húsið var troðfult
(á að giska 400 manns) og urðu
ýmsir frá að hverfa, sem hafði
langað að heyra ráðherra tala.
Ekki þurftu þeir langt að fara til
að finna húsaskjól, því að
Pjóðreisnin
var á fundi í Iðnó, og þangað
voru allir velkomnir. Flestir hörf-
uðu þó fljótt út aftur, því að svo
var mikil deyfð þar inni, að öllum
hjelt við svefni. Flestir urðu þeir 69
á fundinum. Þar töluðu L. H. B.,
Ágúst heimspekingur og A. J.
Johnson. L. H. B. setti fundinn,
og voru þá komnir 20 menn. Sagði
hann að gaman hefði sjer þótt að
tala í þeim sal, ef hann sjálfur
hefði verið ánægður i skapi, og
salurinn fullur af fólki, en nú var
jafn áfátt um hvorttveggja.
Ágúst
sagði ekkert markvert, enda hafði
enginn ætlast til þess af honum.
A. J. Johnson
mælti fast með kosningu L. H. B.,
og er það mál manna, að ekki
muni hann hafa talað i óþökk
húsbónda síns, Björns Kristjánsson-
ar, nje flokksbræðra sinna í Sjálf-
stæðisflokknum.
Sjálfstœðisliðið
hafðist við í húsi K. F. U. M., og
voru þar um 100 manns á fundi.
Þar var lesin upp og rædd
Igsing Lögr. á L. H. B.
og þótti lýsingin góð. Minst var
einnig á
lýsingu Sk.-Gr. á Sjálfst fl.
og þótti hún ekki fögur, en ekki
treystust menn að hrekja neitt í
henni, og því bráðlega vikið að
öðru efni.
P hrzkja jraman i
sjáljan sig
er list, sem nú er leikin í flokks-
stjórn sjálfstæðisflokksins.
Þar er gefið út blað með rokna
skömmum um »bræðinginn« svo-
kallaða. En samt er annað af
þingmannsefnum flokksins einn af
forkólfum »bræðings«-samtakanna.
Það er Sveinn Björnsson.
Með skömmunum um »bræðing-
inn« drítur hann í sitt eigið hreiður.
Með skömmunum um »bræðing-
inn« hrækir hann í sitt eigið andlit.
Með skömmunum um »bræðing-
inn« gerir hann sig að ómerkum
manni.
Hver getur treyst manni, sem
þannig fer að?
Gamall y>brœðingsmaðurm.
Þið Fram-menn.
Sýnið Valtýsku-Þjóðræðis-Þjóð-
reisnar - Landvarnar - Sjálfstæðis-
piltunum það í dag, að
við gctum «‘im sigrað
eins og við höfum oft gert áður.
Skipnin okkur í þjetta tylkingu.
Sækjum fast frain.
Allir eiuhuga.
Þá er sigurinn vis.
Fram-maður.
Kosningahorfar norðanlands.
Merkur bóndi úr Þingeyjarsýslu,
sem hjer er staddur nú, og hefur
nýverið farið um Norðurland, enda
nákunnugur þar, skýrir svo frá,
að alþýða manna i Suður-Þing-
eyjarsýslu, Eyjafjarðarsýslu, Akur-
eyri, Skagaflrði og Húnavatnssýslu
vilja eindregið
sigðja núverandi stjórn,
og telur að allar kosningar i þeim
kjördæmum muni falla stjórninni í
vil.
Tíl gitðis Sigurði.
€n hvað þá Sveini?
í blaði, sem sjálfstæðismenn gefa
hjer út, er Sig. Jónssyni talið það
til gildis, að hann hafl verið á
móti »bræðingnum«, þ. e. móti sátt
og samlyndi landsmanna um það
mál, sem þeir eiga að sækja í
hendur Dana.
Þetta eru heimskuleg meðmæli.
En ef það geta verið meðmæli með
Sigurði í einhverra augum, að hann
hafi verið móti »bræðingnum«, þá
hlióta það líka að vera mótmæli
gegn Sveini Björnssyni, hinu þing-
mannsefni flokksins, að hann var
»bræðingsmaður«.
Eða er það gott og gilt i sjált-
st.-flokknum, að mæla með öðru
þingmannsefni flokksins með
skömmum um hitt? ?
Gömnl vísa. Á þinginu 1912
voru þeir J. ÓI. og L. H. B. mjög
ósamdóma um steinolíumálið. J.
Ól. hjelt þá fyndna ræðu um stein-
oliuleka, en ef; til vill ekki mjög
merka að öðru leyti. Og þá korn
fram þessi vísa og var eignuð J. ól.:
»DebeIl sje með sitt D. D. P.
til d......í burtu rekinn,
því lítið bætir, þótt Lárus sje
á lekakontóna tekinnw.
Kjómandi kvað:
Þar fer L....
þunghugsandi,
heldur stúrinn,
hallar kjamma.
Furðu framsettur
finst mjer hann vera.
Er hann óljettur
eftir B .... ?
„Niður með svikarann!((
hljómaði gegn L. H. B. á þing-
málafundinum, þegar hann loksins
vildi minnast á afstöðu sina til
þess flokks, sem hann hafði áður
verið í.
Munið honum i dag, hvernig
hann hefur brugðist þeim, sem
kusu hann 1911.
Bjartur kosningadagur
boðar sigur fyrir þá, sem hafa
hreinan og góðan málstað.
En ósigur fyrir hina, sem pukra
í myrkrinu og sitja á svikráðum
hver við annan.
En það gera þeir bandamenn-
irnir, Sjálfstæðismenn og L. H. B.
£. 1.3- og 3. JCr.
L. H. B. vildi i gær fá B. Kr.
til þess að láta Sigurð Jónsson
draga sig i hlje við kosningunaog
var í pukri skjal sent út í þeim
erindum. En fjekk ekki áheyrn í
flokknum.
. : | ý
Prentsm. Gutenberg.