Templar - 04.01.1904, Side 3
TEMPLAR.
VIII. ár.
Reykjavík, 4. Janúar 1904.
1. blað.
Kaupendur og lesendur.
Með þessu blaði byrjar „Teinplar" átt-
unda ár sitt, og þakkar hann kaupendum
sínum og útsölumönnum fyrir trygð þá
•og vináttu er þeir hafa sýnt honum. —
Hann vonar og óskar, jafnframt og hann
-árnar þeim gleðilegs nýárs, að þeir reynist
sem fyr góðir stuðningsmenn, og að kaup-
■endur hans fjölgi.
Með þessu blaði fær „Templar" einnig
nýan ritstjóra. Ritstjórinn er óvanur
blaðamensku, og öllinn ■ þeim störfum er
þar til heyra. Kaupendur eru því vin-
samlega beðnir að virða á betri veg, þótt
sitthvað fari í handaskolum framan af,
vonandi ba.tnar það. Ef mönnum þykir
eitthvað fara í ólagi, vil eg helzt að menn
láti mig vita það beina leið, en forðist
að bakbíta blaðið eða mig íyrir það. Þótt
það sé gamall og innlendur siður, gerir
hann hvorki kaupendum nó blaðinu gagn,
heidur er hann óheppilegur og getur verið
til tjóns.
Með þessu blaði hefir „Templar“ og færst
i ásmeginn, og stækkað "ekki svo lítið.
"Yonandi fjölgar kaupendum að sarna skapi.
Það heflr hingað til verið. fundið'að
„Templar" að hann flytti ónógar bindind-
isfréttir, bæði innlendar og útlendar, og
mun eg reyna að bæta úr því eftir mætti.
Hn til þess að „Templar“ geti flutt sem
beztar innlendar fréttir, verða menn að
rita honum það sem ber til tíðinda.
Það hefir oft verið sagt, og það með
réttu, að vér bindindismenn -— templarar —
ættum að leggja undir okkur landið, og
eitthvert bezta vopnið til þess ætti Templ-
ar að vera, mun hann og reyna að gera
sitt tfl þess, þess vegna eigið þið að skrifa
i Templar.
Innanregiumál hafa oft verið lítið rædd,
og það svo að mörgum heflr þótt það
hrein vandræði; úr þessu vill „Templar"
bæta.
Auk bindindismálsins -telur „Templar“
aór og heimilt að ræða ýmö fræðandi og
;skeintandi mál, hann ætlar að flytja rit-
■dóma um hverja þá bók, er honum verð-
ur send. Sérstaklega getur hann þó bind-
indisbóka með ánægju. Einnig mun hann
flytja sögur, skrítlur, dulrúnir o. fl. því
um líkt mönnum til skemtunar. Vetrar-
kvöldin eru oft svo löng í sveitinni og
htið til skemtunar, og ef hann gæti eitt-
nvað stytt þau fynr kaupendur sína telur
hann það vel farið.
Að öðm leyti þarf ekki að tala um
stefnu „Templars“, hún er kunn, en geta
má þess, að hann mun framfylgja að-
flufhingsbanni á áfengi eftir mætti.
Reykjavik, 29. Desember 1903.
létur Zóphóníasson.
Þórður J. Thoroddsen.
Fyrir siðasta stórstúkuþing, var all-tiðrætt
um það meðal G.-T. hvern ætti að kjósa
sem stórtemplar. Það var kunnugt, að sá,
er haíði verið það vildi eigi taka á móti
endurkosningu, enda var hann búinn að
þjóna embættinu af miklum dug í langan
tíma.
Ýmsir templarar voru tilnefndir, en sitt
var að hverjum, og þótt eg vildi Pál, þá
vildi Jón hann ekki. Svona gekk það, þar
til daginn fyrir stórstúkuþingið. Þá voru
nokkrir fulltrúar, er voru mættir, að tala
um kosningarnar, og kom þeim öllum sam-
an um, að kjósa br. Þ. Thoroddsen. Áð-
ur hafði raunar litilfjörlega verið minnst á
hann, en svarið verið: „já — en liann
er búsettur suður í Keflavík“. Nú hafði
kvisast, að liann yrði búsettur minnsta
kosti fyrst um sinn í Reykjavík. Brátt
urðu fulltrúarnir svo sammála um þessa
kosningu, að þótt einhver annar hefði ver-
ið í kjöri, sem ekki varð, mundi hann hafa
fengið fá atkvæði.
Og fulltrúana þarf ekki að iðra þess,
betri og duglegri mann til þess að fylgja
fram aðflutningsbanninu hefðu þeir trautt
geta fengíð, m það er það mál, er fram-
kvæmdarnefndin á aðallega að beita Bór
fyrir. Annars ættu fulltrúar yfirleitt að
muna það, að fremur á að kjósa br. N.
N. vegna þess, að hann er kunnugur reglu-
málum, hefur starfað vel fyrir Regluna,
og síðast en ekki sízt fyrir shoðanir hans
á hinum helztu Reglumálum. Þegar þetta
getur farið sem mest saman, hlýtur vel að
fara, og svo var hér: En br. N. N. ætti
enginn að -kjósa vegná þess, að hann hef-
ir lengi starfað, og er í þessari og þessari
stöðu í mannfélaginu.
Síðan br. Þ. Th. tók við, hefir Reglan
og aukist allmjög, enda hefir mikið verið
gert að því að breiða út Regluna. Það
liafa þannig verið stofnaðar níu nýar
stúkur frá því 18 Ágúst í sumar.
Vér óskum þess að framhaldið verði
jafngott og byrjunin.
Br. Þórður Thoroddsen er fæddur í Haga
á Barðaströnd 14. Nóv. 1856. Foreldrar
hans voru Jón sýslumaður og skáldið
Thoroddsen og Kristín Ólína Þorvaldsdóttir
frá Hrappsey. Úr lærðaskólanum útskrif-
aðist hann með fyrstu einkun, og úr
læknaskókuium útskrifaðist hann 1881
sömuleiðis með fyrstu einkun. Síðan var
hann kennari við gagnfræðaskólan á Möðru-
völlum, en þaðan varð hann læknir í 2.
læknishéraði (Gullbringusýslu) og hefir
hann þjónað því embætti síðan. Ái ið 1895
varð hann alþingismað'ur, og var hann það
þar til við siðustu kosningar, að hann
gaf ekki kost á sér. Þótti hanu góður
þingmaður, og var haus getíð þannig í
Sunnanfara X, 2. af Birni ritstjóra, en í
Þjóðólfi frá því í ár, má víða íinna rit-
gerðir er sýna að Hanues ritstjóri hefir
hið sama álit á honum. Að þessir tveir
heiðruðu ritsjórar hafa getað verið sam-
dóma um þelta efni, ímynda eg mér að
flestir tolji fullgilda sönnun.
Amtráðsmaður heflr br. Þ. Th. verið
síðan árið 1900, auk þessa hefir hann haft
mörg opinber störf á hendi, sýslunefnd,
hreppsnefnd o. s. frv.
Kona hans er Anna dóttur Péturs heit.
Guðjóhnssens orgauleikara.
P: Z.