Templar - 04.01.1904, Side 6
4
X Daily News eitt af hinum stóru og leið-
andi dagblöðum á Englandi, er hætt að flytja
augiýsingar um áfengi. Biaðið tolur þær ósæmi-
legsr og til stór skaða. Hvað segja íslenzku rit-
•stjórarnir um það ?
X Agitatoren hoitir danskt bindindisblað.
3.'0kt. s.l flutti það mynd af jungfrú Ólafíu Jó-
bannsdóttur, jafnframt flutti það greinarstúf um
um „Hvíta-bandið“ og starfsemi þess hér, hældi
það að verðleikum frú Asthildi Thorsteinsson á
Bíldudal fyrir bindindisstarfsemi hennar, og kvart-
ar yfir því að geta eltki flutt mynd af henni.
—r- Til upplesturs í unglingastúkunum skal
sérstaklega mælt með hinni nýútkomnu bók „Æf-
intýri“ þýdd af Birni Bjarnarssyni frá Viðfirði
Htgefardi Sigurður Kristjánsson. Kostar í bandi
■8 0 a u r a . Sömuieiðis hefir Aðalbjörn Stefáns-
son prentari safnað saman nokkrum sögum og
kvæðum í lítið hefti, 1 örk. sem heitir „Jóla-
sveinn“ og kostar 10 a u r a eintakið. Hver
ungliifgastúka ætti að lá sér nokkur eintök af
þessum pésa bæði ’ til upplesturs og handa þeim
meðlimum sínum, sem kynnu að vilja eignast
hann, Pantanir sendist til útgefandans: Aðalbj.
Stefánssonar, prontara, Beykjavík ásamt andvirði.
Dulrúnir (Rebus).
1. B i
2. H R R
3. a& as as as as
Taflþrautir.
1. Hvítt: K g 2, D a 4, H d 8, g 5,
R f 4, B a 2, b 4, P d 2, d 5, e 3 =
10 menn.
Svart: K e 4, H c 4, R e 5, B d 7,
Pd3, e6, g7 = 7 menn.
Hvítt mátar í 2. leik.
Hermaðurinn í Saint-Cloud.
(Lauslega þýtt af Árvak.)
Skömmu eftir að heiðursmerkjunum fyrir
sérstaka hreysti var úthlutað hinum vösk-
ustu hermönnum Frakka, leit mjögiiia út
með samkomulag landanna. England braut
samninga þá er það hafði gert, þá samn-
inga er höíðu veitt Evrópu hvíld frá bar-
dögum i nokkurn tíma. Austurríki gleymdi
meðferð þeirri, er það hatði orðið fyrir, og
bjó sig á ný tii orustu.
Napoieon keisari bjóst eigi við ótrygð
þessari, og þótu hún siæm. Hann óskaði
að friður héidist í nokkur ár til þess að
geta betur rótfesc ýmsar umbætur, er hann
hafði látið gera siðsvegar í ríki sínu, og
til þess að Frakkland gæti hvilt sig eftir
aflraunir þær er, það liefði orðíð að þola.
Ilann varð þess vegna óánægður og þögull
í skapi. Þá var oft hægt að sjá hann
ganga um gólf með hendurnar krosslagð-
ar að baki sér, heyrðist hann þá stundum
segja: „Ausairríki gerir hverja vitleysuna
á fætur annari! Að vilja fara í stríð
við mig!“
Það var eigi unt með neinu móti að
að mýkja skap hans og gera hann ánægð-
ari. Josefina drottning hans, er annars
gat komið miklu til leiðar, tókst það einu-
sinni ekki.
Þrátt fyrir það gat þó Jósefina fengið
hann dag nokkurn til þess að aka með ser.
Þau fóru frá Saint-Cloud út á landsbygðina;
drotning hans sat við hlið hans, en hirð-
mey og aðstoðarforingi á móti þeim. A
meðan þau voru að aka vai Jósefína stöðugt
að reyna að gera hann glaðan í skapi, og
loks tókst henni að fá hann til þess að
brosa Var hún mjög glöð yíir því.
Þegar þau höfðu ekið í nokkra tíma
sneru þau aftur. Þegar þau fóru fram hjá
hýbýlum hermannanna og beygðu við að
Bellevue, var Napoleon að erta lítinn, hvít-
an hund er drotning hans átti. Þá snýr
Jósefína sér hlægjandi að honum ogsegir:
„Bonaparte! Það væri mikið betra fyrir
yður að láta hundinn minn í friði, og
hugsa um sjálfan yður, því þarna yflr í
herbúðunum heflr verið hengd upp auglýs-
ing til þess að sýna, að þær séu til leigu.“
Þar hékk einnig augiýsing, og var hún
nafin upp og niður eftir veggnum með
snúru. Vegna þess hvernig henni var haldið,
og að stöðugt var verið að hreyfa hana,
var svipuð ásýndar og augiýsing um að
hús væri til leigu.
Keisarinn reyndi að lesa það sem var á
auglýsingunni en tókst það ekkj, en þar eð
hann varð forvitinn að vita hvað þetta væri
sendí hann aðstoðarforingja sinn til þess að
gæta að því. Á meðan biðu þau í vagn-
inum og var Jósefína að stríða honum
með því, að menn leigðu út herbúðir hans.
Þegar aðstoðarforinginn snéri aftur, ög
löngu áður en hann kom að vagninum,
kallaði Jósefína til hans:
Segðu oss fljótt hvað þessi auglýsing á
að þýða?
„Nei,“ sagði keisarinn, „hann má einungis
segja mér það, og til þess að hegna ykkur
fyrir að þið hafið verið að stríða mér skul-
uð þið ekki fá að vita það. Hvíslið því
að mér herra minn, þetta er málefni sero
drotningunni kemur ekki við.“
Drotningin flutti sig nær honum til þess
að heyra það, Hún bað og hún ógnaði, en
alt var árangurslaust, hún fékk hvorki neitt
að vita né heyra. Þau komu tii Saint-
Cloud og keisarinn sté úr vagninum og
fór til herbergja sinna, án þess að hún
hefði fengið að vita annað en það sem
Napoleon sagði við aðstoðarforingjann.
„Skipaðu hershöfðingjanum að færa
mann þennann fram fyrir mig á morgun
við heræfinguna. “
Á auglýsinguna var ritað orðið: „Náð!“
Augiýsingin hafði verið sett út um glugg-
ann á einu herfangelsinu, og fanginn dró
hana upp og niður til þess betur að geta
leitt athygli keisarans að henni þegar hann
færi framhjá.
Æflntýri þetta varð brátt hijóðkunnugt
í höllinni, og var ýmsum getum leitt um
það, en enginn gat útskýi't það. Næsta
dag voru margir staddir við heræfingarnar,
alt kvennfólkið var komið þangað, og allir
iitu forvitnislega til gamals hermanns, er
iá á hnjánum milli tveggja dáta er voru
yst i herfylkinguuni.
Keisárinn, er var að hugsa tim stjórnar-
ástandið og hinn yfirvofandi ófrið, hafði
gleymt ævintýrinu frá deginum áður,
svo þegar gamli hermaðurinn féll á hné
fyrir framan hann sagði hann með harðri
röddu:
„Hvað þýðir þetta?“
Gamii hermaðurinn fór að gráta og gat
ekki svarað. Það vakti meðaumkun að
að sjá hinn gamla mann, er var sæmdur
kross heiðursfylkingarinnar, gráta eins og
barn og fela andlit sitt í höndum sér.
Enni hans var og skift í sundur með afar-
stóru öri.
„Ætlarðu ekki að svara mér,“ sagði
keisarinn.
Hermaðurinn gerði nýja tilraun, en það
var árangurslaust, hann grét að eins þeim
mun meira. Keisarinn gaf því hershöfð-
ingjanum bendingu um að koma.
„Herra minn! hvað þýðir þetta? Hvers-
vegna er hann að gráta?“
„"Yðar hátign man ef til vill eftir því, að
það var í gær gefin skipun til þess að
flytja hann fram fyrir yðar hátign. það
er hann sem átti' auglýsinguna.......“
„Ó ! nú man eg eftir því“, sagði hann
og sneri sér að hermanuinum, „það ert
altsvo þú, sem leyfir þér að drekka þig
fullan og láta illa? Þú er dálegur karl,
til hvers heldurðu að þetta, leiði ? Skamm-
astu þín ekki svo mikið að þú röðnir; þú,
sem berð heiðursmerki á brjóstinu? Drekk-
ur þú þig opt fullan?"
„Nei, herra, svaiaði hershöfðinginn fyrir
gamia hermanninn, er var alt of hrærður
til þess að svara.
„í dag á að setja þig fyrir herrétt. Þú
mátt vita hvað bíður þín. Samt sem áð-
ur, þar sem eg er sannfærður um, að þú
ert góður félagi, þá . , . hér sneri keis-
arinn sér að herdeildinni.
„Já, já, herra", var hrópað úr öllum átt-
um.
„Hvar heíir þú fengið heiðursmerkið, er
þú berð ?“
„Við Austerli/,“.
Napoleon gekk nær honum og tók í yf-
irskeggið á honum.
„Hvernig, gamli minn ! Þú varst með
mér við Austerliz. Þú vannst þér heið-
urskrossinn, samt hegðar þú þér eins og
dáti, án stjórnar. Hvað væri orðið af þér,
ef konan mín væri ekki jafn sjóngóð og
aðgætin, eða þá ef vagninn minn hefði
ekkí ekið framhjá. Stattu nii á fætur og
farðu aftur á stað þinn í lierdeildinni, en
gættu þín framvegis og drektu þig ekki
fullan".
Úr öllum áttum hljómaði: „Lifi keis-
arinn !“ og allir voru hrifnir ynr hinni
miklu fyrirgefning, er keisarinn hafði sýnt.
Gömlu hermennirnir sóru, að þeir vildu
berjast þar til enginn stæði uppi, og láta
brytja sig í sundur fyrir hinn ágæta' keis
ara sinn. (Endir).
KVITTUN,
Þessar ungl.st. liafa sent mér skýrslu og skatt
1. Nó v. síðastl.
Æskan nr. 1 með kr. 4,06; Kœrleiksbandið nr.
2 með 1,26; Sakieysið nr. 3 með 1,72; Fyrir-
myndin nr. 4 með 1,24; Gleymdu mér ei nr. 5
1,88; Aldan nr. 13 með 0,46; Siðsemd nr. 14
með 0,92; Rósa nr. 18 með 0,62; Svava nr. 23
með 1,70; Mjallhvít ur. 24 með 1,14; Nýársperl-
an nr. 27 með 0,78; Eilifðarbióraið nr. 28 með
0,90; Sóleyan nr. 32 með 0.40.
Skýrslur og skatt 1. Á g ú s t síðastl. bafa sent
þessar stúkur, sem enu þá hefír eigi verið kvitt-
að fyrir áður.
Fyi-irmyndin nr. 4 með kr. 1,20; Siðsemd nr.
14 með 1,00; Rós nr. 18 mcð 0,60; Nýársperlan
nr. 27 með 0,64; Eilífðarblómið nr. 28 með 0,90.
Skýrslu og skatt 1. M a í síðastl, liefir scnt
unglst. Rós. nr. 18.
Það væri æskilegt, að þær stúkur sem enn
liafa eigi sent skýrslur og skatt gori það hið
bráðasta. Sérstaklega vil eg biðja alla Gæzlu-
menn að senda mér fljótt skýrslu sína 1. Febr.
næstk. svo eg geti sent Hástúkunni ársskýrslu
mína í ákveðinn tíma.
Jón Arnason.
S. G. U. T.
Undirritaður útvegar Gæzlumönnum og öðruin
starfsmönuóm Unglingareglunnar „Handbók fyrir
Gæzlumenn (Haandbog for forstandere) á norsku,
samið hefir Alfied Jansson, prestur. Þessi bók
er talin eiuhvor liin bezta, sem út liefir komið
um það efni. Ákaflega góð leiðbeining .fyrir
alla, sem geta notfært sér hana, Kostar með
burða%jaldi kr. 1,75.. Borgunin sendíst fyrir
fram. Jön Árnason. s. G. U. T.
Pósthólf A 21. Reykjavík.
Sá er hefir fengið að láni hjá mér
þingtiðindi stórstúkunnar 1—9 ár,
er beðinn að skila þeim hið fyrsta.
Pétur Kóplióníasson.
Utseudingu og alla afgreiðslu annast
Gubm. Gamalíelsson bókbiudari, Hafnarstræti 16
Reykjavík.
Eigaudi: Stór-Slúka íslands (I. d. t?« T.)
Ritaljé.ri og &b/rgðaim..ðar:
PÉTUIt ZÓPHÓNÍAS80N.
Prcntari: ÞOitV. dok v AaCi-aLS JaN.