Templar - 21.01.1904, Qupperneq 2
6
TEMPLAR
Blað stórstúku íslands. Argaugúrinn 24 l)15ð
uni árið (og aukablöð). Verð : innanlands 2 kr.
árg., utanlands 2 kr. 50 aur., i Ameríku 75 eent.
Einstok númer 10 aur.
Útsölum en n ó s k a s t; þeir fá 20% í sölu-
laun, ef þeir selja 5 eint. eða meira.
A u g 1 ý s i n g a r : 1 kr. 25 aur. þumlungurinn.
Afsláttur þagar mikið er auglýst, eftir samkomu-
lagi.
Afgreiðslumaður GIJÐM. GAMA-
LÍELSSON, Hafnarstræti 16, Rvík.
Bústaðaskifti kaupanda verður að tilkynna skrif-
lega og geta um leið fyrverandi bústaðar.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður PÉT-
UR ZÓPHÓNÍ ASSON, P. 0. Box 32 A.
Reykjavík, og sendist honum alt viðvíkjandi rit-
stjórn blaðsins.
„Bindindisfólög ættu allir að styrkja"
(bls. 55;.
, Slík rit ,,sem þessi hljóta að vera oss
Templurum velkomin, og þá ekki síst þeg-
ar landstjórnin gefur þau út, og útbýtir
þeim til manna.
Meðal margs annars fróðleiks, og varn-
arregla er í 17. kafla talað um matvæla-
sala, og brýnt fyrir þeim og öðrum hve
nauðsynlegt það er að hins ítrasta þrifn-
aðar sé gætt, og að brauðin sáu strax úr
ofninum látin á hrein pappírsblöð. Það
cr auðséð að þýð. hefir eigi breytt þess-
nm kafla, fremur en þeim um áfengið,
því þessi kafli er ófullnægur hér. Til
hvers er að bakararnir láti brauðin á hi ein
pappírsblöð þegai- þau koma úr ofninum,
og þau síðan eru sett innan í gömul dag-
blöð? Eg veit minsta kosti ekki betur
en flestir matsölumenn noti gömul dag-
blöð sem umbúðir utan um matvæiin.
Nattúrlega liggur það í augum uppi, að
það er mjög hættulegt fyrir heilsu manna,
en þeir hugsa ekki um það, heldur að
það er ódýrara. í New York, og víst al!-
staðar erlendis t. d. í Kaupm.höfn er aftur
á móti bannað að nota annað en hreinan
og óbrúkaðann pappír, sem úmbúðir utan
um matvæli. Yæri ekki full þörf á því
að fá slík lög hér?
í 12. kaflanum eru mjög fróðleg ráð, er
hver einstaklingur ætti að kynna sér, eigi
síður en annað sem er í bókinni, það er
(bls. 27) svohljóðandi kafli:
„Að gera sér far um glaðiyndi, að lifa
.reglusömu lífi, að eta góðan mat en ó-
kryddaðan, að varast aiia áfenga drykki,
að hugsa um að hafa góðar hægðir á
hverjum degi, að gæta þess að líkaminn
só jafnan allur hreinn og sofa að minnsta
kosti 8 tima á hverjum sólarhring - það
eru helstu ráðin tii að lialda góðri heilsú“.
Bók þessi hefir verið prentuð í 6000
eint. og fær hver hana ókeypis hjá næsta
læknir eða presti. Bókina ættu allir að
lesa og það vandlega.
P. Z.
Vinnufólkseklan.
Nú á siðari árum, hefir mikið veríð rætt
og rítað um landbúnaðinn, og flestir eða
allir, er hafa ritað um hann, hafa sagt það,
að eitthvert mesta mein hans væri vinnu-
-fólksleysið. Það efc.Tíka enginn efi á því,
að viunufólkseklan er mjög miki),-.svo mik-
il, að brýn þörf er fyrir alla föðujrlandsviní
að athuga hana nánar, og reyna að ráða
bætur á henni. Einhver helzta orsökin til
þess að vinnufólksleysið er svo mikið, er
það, hversu margir flytja úr sveitinni til
sjávarins og til Ameríku. Skýrslur þær, er
birtast um" fólksfjölda í hinum ýmsu sveit-
um sýna Ijóst, að þetta eru engin skrök.
Og það hefir reynst svo, að það nægir
ekki eingöngu að prédika móti þessu öfug-
streymi. Það hefir verið gert, en komið
að litlu haldi. Það verður að finna af
hverju þetta kemur, og að reyna að ráða
bót á orsökunum.
Sumir, er flytja til sjávarins, gera það
vegna þess, að þeir halda, að þeim aukist
fé á því, það hefir margoft verið sýnt,
að svo er oftastnær ekki. Þótt ungir menn
flytji til sjávarins, og hafi þar næga at-
vinnu, þá er auður þeirra nauðalítill og
oft enginn. Þeir fá oft raunar meira kaup,
en þeir eyða jafnframt meiru, svo að þeg-
ar*alt kemur til als, þá veiður það vana-
lega óheppilegra fyrir fjárhag þeirra en
vera í sveitinni, Að flytja burt úr sveit-
inni af þessari ástæðu er því vanráðið.
Aðrir, og þeir munu vera flestir, flytja
burtu vegna þess að þeim leiðist í sveit-
unum. Það eru „leiðindin í sveitunum",
er gera það að verkun, eins og blaðið
Norðurland hefir haldið fram. Og úr þess-
um leiðindum ætti að mega bæta. A
mörgum heimilum er heimilislífið sjálft,
eigi eins aðlaðandi og skemtilegt og vera
ætti. Húsfeðurnir hugsa oft svo litið um
það, þeir hugsa meira um vinnuna, og
gæta þess oft og tíðum ekki, að það er
nauðsyn fyrir þá og sveitarfólag þeirra,
bæði að heimilislífið sé skemtilegt, og svo
að einhverjar skemtanir sóu í sveitinni.
En úr þessu ætti að mega bæta mjög
mikið ef vilji væri. Það er strax mikil
bót, ef að eitthvað fróðlegt eða skemtilegt
væri lesið upp á kveldvökunni, það gerði
meiri frið og ánægju á heimilihu, og eg er
sannfærður um, að fólkið inni betur verk
sitt og væri ánægðara. Og þau heiroili,
er tíðka það eru líka sjaldnast í ráðaleysi
með þa.ð að fá vinnafólk. En það er ekki
nóg, það verða að vera við og við ein-
hverjar samkomur þar sem gleðifagnaður
er, þar sem er fróðlegur upplestur, i æðu-
höld, söngur, glímur ef hægt er, tafl, dans
o. fl. Það er gert alt of lítið að því. Og
af hverju kemur það ? Þessu gamlameini
sundrunginni. Ef hún væri eigi mundi
þjóðfélag vort vera á annan veg. Og ekk-
ert megnar jafn vel að eyða sundrunginní
og brjóta' hana á bak aftur og félagsskap-
ur. Fólagsskapur er og verður það, sem
er nauðsyn fyrir þjóð vora sem aðrar þjóð-
ir, og því nauðsynlegri er félagsskapurinn
sem þjóðirnar eru fátækari og hver einstakl-
ingur másín minna. Og í þessum efnum, að
eyða leiðindunum í sveitiuni, er sá fólags-
skapur beztur, sem jafnframt því, að fræða
og lífga meðlimi sína, bindur þá einhverj-
um föstum félagsböndum. Fólag, er lifði
á skemtunnm mundi fijótt deya, að minsta
kosti virðist reynslan benda á það. Glímu-
félóg hafa sjaldan orðið langlíf. Eitthvert
hið bezta félag, sem hægt er að fá, til þess
að bæta sveitina er Goodtemplarstúka.
Það er alkunna, að málefni það, er þær
fylgja er þannig, að það bætir hvern ein-
Stakling áð fýlg.ia þeim að málum, heilsa hans
verður betri, líf hans lengra og heimilis-
lífið betra, auk ótal fleira, t. d. fjáreyðsl-
unni. Að fá stúku upp í sveitinni er því
til stórra framfara fyrir hverja sveit, hversu
reglusöm sem hún er, því jafnframt því,
að stúkurnar vinna að þessu máli, er fé-
lagsskipunin betri og styrkari þar en í
öðrum félögum, og fundir þeirra eru vanal.
fræðandi og skemtandi, þar eru ræðuhöld,
upplestur, söngur o. fl. Auk þess má hafa
ýmsar skemtanir í sambandi við stúkuna,
þót.t stúkan eigi sjálf gangist fyrir þeim.
Það er í mínum augum enginn efi á því,
að leiðindin í sveitunum minkuðu stórum,
ef góð stúka væri í hverri sveit. Og svo
er eitt, sem eigi má gleyma, sá er hefir
verið meðlimur í Reglunni og starfað þar,
er vanalega mikið betur fær en ella mundi
til þess að skemta bæði sér og öðrum.
Það gerir félagslífið í Beglunni, og fundar-
sköp stúknanna.
Náttúrlega geta skemtanir verið of mikl-
ar, og það ættu allir að forðast, því ofmikl-
ar skemtanir eru til skaða fyrir alla, fyrst
og fremst fyrir félagið, er gengst fyrir
þeim, þá og fyrir þá er njóta þeirra, þeir
fá leið á þeim o. fl.
Það er ekki svo lítils virði fyrir bænd-
ur að fá vinnufólk, að eg held þeir ættu
að reyna hvað i þeirra valdi stendur til
þess að ráða bót á leiðindunum í sveitun-
nm, svo að þeim gengi betur að fá vinnu-
fólk. Og eitt verða menn að muna, og
það er það, að það er skaði fyrir þá sjálfa,
ef einhver býr illa, þó sórstaklega fyrir
sveit hans, og þeir eiga því að greiða götu
annars og hjálpa þeim, í þessu efni sem
öðrum.
Bezta ráðið til þess að minka leiðindin
og auka félagslífið er: að stofna stúku,
halda henni við og vinna af kappi fyrir
hana og málefni hennar. Þá, þegar menn
eru farnir að vinna af alhug fyrir eitthvert
málefni, gott málefni, minka leiðindin, þeir
verða ötulli, áhugasamari um önnur mál
og nýtari borgarar í stöðu, sinni.
Arvalatr.
Vertu ekki með drykkjumönnum.
. Fyrir mörgum öldum sagði Salómon
konungur til þjóðar sinhar: „Vertu ekki
með drykkju- né óhöfsmönhum, því drykkju-
menn verða snauðir og mikill svefn klæð-
ir í tötra“ (Orðskv. Salom. 23. kap. 20—21).
Þessi orð lýsa ljóslega þekkingu hans á
verkun vínsins, og skaðsemi vínnautnar-
innar, og þó að þessi orð séu fyrir löngu
töluð, vantar þó mikið á það að þekking-
in só almenn, og það að menn hlýðnist
þeim. Orð þessi eru töluð til allra manna
á jörðinni, af þeim manni er hefir haft
skömm að vínnautninni, og eigi þótt niður-
laging í bindindi, þótt hann væri konung-
ur. Mörgum er drykkjuskapurinn hefir
leitt afvega, mætti koma til hugar hversn