Templar - 25.07.1906, Side 4

Templar - 25.07.1906, Side 4
T E M P L A R. 56 Nytt g’óðtemplaraliús er verið að byggja í Arósum. Þegar hyrningarsteinninn var lagður var fjölmenn samkoma þar, og múrað í stein- inn langt skjal viðvíkjandi húsmálinu. S. g. k. Jul. Andersen verksmiðjueigandi bauð menn velkomna, en Grönlund kennari hélt aðal ræð- una. A eftir var skemt sér. Stúkurnar ætlast til þess. að þær geti haldið 25 ára afmæli sitt í nýa húsinu. Siinniidagsfagnadur. Með þessari yfirskipt flytur „Agitatoren". Afmæli bindindisfélagsins í Lemvigvar haldið með minlum fagnaði. Um morguninn var gengið eptir götum bæarins með hljóðfæra- slætti, síðan farið til Vrist og loks hátíðaganga er um 4000 manns tóku þátt í. Claus Johann- sen (fólksþingmaður), Bjerre prestur og Will Petersen töluðu. I Skanderborg talaði Opperman kennari frá Holstebro um bindindi og hófsemi. I Fridrikshöfn sagði Amold Möller læknir að hann sæi engan mun á drykkjumönnum og hófsmönnum, og hann efaðist um, að þeir hefðu rétt til þess, að geta afkvæmi. Nonboe málfærslumaður, var eigi ánægður með velvild eingöngu, því hann vildi afnema með öllu vín- nautnina, en það yrði með sjálfsstjórn fólksins, almenns og jöfnum kosningarrétti og góðri samvinnu. J Hötrhig talaði Michelsen háskólastjóri um, að börnin yrðu að þola fyrir brot feðranna. Borgarstjóri Knudsen staðfesti það sem dómari að af hverjum 100 glæpum sem væru framdir öttu go rót sína að rekja til vínnautnarinnar. I Vejle var skrúðganga og tóku um 1400 manns þátt í henni. (Ræður voru haldnar meðal a). Dr. Harboe er vildi fá lög um að þeir sem giptust hefðu heilbrigðisvottorð. I)ie konigliche Gcsellschaft der Aerzle> helzta læknisfélagið í Ungverjalandi, hefir skipað nefnd manna til þess, að rannsaka áfengisspursmálið. Formaður nefndarinnar er Dr. Pettik háskóla- kennari 1 lífskurðarfræði. Hann er bindindis- maður, og nefndin er þannig skipuð, að trygg- ing er fyrir þvf, að hún reki starf sitt af al- vöru og áhuga. Félag þetta, hefir áður skipað samskonar nefndir viðvíkjandi krabbameini, fransós og tæringu. Mannalát. 2. Maí s. I. dó fyrv. alþ. templ. br. D. H. Matin, stórtemplar í New York og hefir hann gegnt því starfi síðan 1883. Hann var 78 ára gamall og mjög ern. A síðasta hástúkuþingi var hann, og setti þar inn em- bættismennina. Enginn efi er á því, að það hefir verið einhver vinsælasti og færasti maður hástúkunnar. Sama dag dó í Rochester, New York, fyrv. alþ. gjaldkeri, br. Martin Joncs, sérlega góður ræðumaður, en mjög afturhaldsmaður. Á meðal Ameríkumanna, var hann mjög vinsæll. Á há- stúkuþinginu í Stokkhólmi var hann í kjöri á móti br. Blume. Ennfremur er nýdáinn Sir Will. Lawson, og verður hans síðar getið nánar. G o o tl-T em j> l u,i*-í 1 ö íí'íí' (borðflögg) úr silki, með stöng, eru til sölu, Jón Arnason, S. <i. U. T. Kcikniugur Yfir tekjur Stórstúku íslands frá 1. Febr. til 1. Maí 1906. 1. Skattur frá undirstúkum .... kr. áoS.95 2. Stofngjöld undirstúkna — 61,00 5- Andvirði bóka og eyðublaða . — 19,40 4- Stórstúkustigsgjöld — 32,00 Alls kr. 7i8,35 Reykjavík 1. Maí 1906. Borgpór Jósefsson. st. r. Keikniiigur yfir tekjur Stórstúku Islands 1. Nóv, ’o5 til 1. Febr. 1906. 1. Skattur frá undirstúkum . . . . kr. 582,05 2. Stofngjöld undirstúkna.......— 144,00 3. Andvirði bóka og eyðublaða . — 84,40 Alls kr- 810,45 Reikning samhljóða þessum hefi eg afhent ritstjóra „Templars" í eigin hendur fyrir mörg- um mánuðum síðan, stundvíslega kl. 5 síðdegis í anddyri Landsbankahússins. Síðari reikning- inn hefi eg þar á móti ekki sent honum í tæka tíð; gjörði það nú fyrir nokkrum döguin (10/7) með bæarpósti, en tæplega hefði það getað talist ókurteysi, þó að ritstj. „Templars" hefði getið þess, að hann væri kominn til sín, þó hann ekki tæki hann f blaðið strax. Fyrirspurn br. Jóns Árnasonar og svar br. P. Z. í síðasta »Templar«, sem er dags. 12. Júlí, prentaður‘13. Júlí og borinn um bæinn í dag, gat náð tilgangi sfnum eins fyrir það. Reykjavík 14. Júlí 1906. Borgpór Jósefsson. Athugasemd. Það er talsvert misminni hjá stórr. að minna það að hann hafi afhent mér Febr.reikn. fyrir löngu síðan. Eg hefi aldrei séð hann fyr en nú. En satt er það, að str. hefir sagt mér að hann væri tilbúinn er vildi. Viðvíkjandi síðari reikningnum skal eg taka það fram, að síðasta blað Templars var að öllu afgreitt frá mér að kveldi 9, Júlí, og samkvæmt umtali við setjarastjóra Gutenbergs átti það að prent- ast í síðasta lagi að morgni 11. þ. m., en kl. um 9 árd. þann 11. þ. m. fékk eg Maíreikn. stórritara sem er dags. T/s s. 1. Annars hefði mér eigi komið til hugar annað en geta um það. Eg vissi sjálfur eigi fyr en síðar, að Templar var eigi prentaður fyr en 12. Júlí — eða daginn eptir, — en ekki 13. Júlí eins og stórr. segir. Annars væri það æskilegt, að stórr. tæki upp þá reglu, að dagsetja reikningana þann dag er hann sendir þá. Það er óvið- kunnanlegt að sjá reikninga dags. 25. Febr. afhentan síðast í Marz (Templar 1905 bls. 20), 6. Nóv. afh. um 10. Janúar og 1. Maf afh. 10. Júlí. Þá gæti hann líka séð hvað lengi hann lægi hjá ritstjóranum. Svar mitt er því rétt, og það er ekkert annað en skyldusvar. Templar er skyldur, að flytja reikningana jafnskjótt og þeir berast, og því getur hver meðlimur krafist þeirra þar, bæði s. g. u. t. og aðrir. Og í þetta sinn á stórr. sök á drættinum en ekki Templar. Ritstj. Bindindismenn og góðtemplarar ættu að muna að líftryggja sig í LlFSÁBYRGÐARFÉLAGINU „DANU, sem er eina félagið á Norðurlöndum, er veitir bindindismönnum, er tryggja líf sitt sérstök hlunnindi, meiri bónus en öðrum. Auk þess er „DANU langódýrasta félagið (o: iðgjöldin lœgst). Aðalumboðsmaður fyiir Suðurland : H). ^>stlu.nd, Roykjavík. Hinar skemlilegustu SÖGUItÆIiUK fást í <3/ó‘ orns verslun P óréarsonar. M.V.Biering- 6 Laugaveg1 6. Selur útlendan og innlendan ^kófatnad af ýmsum gerðum fyrir karla og k o n ur. — Ennfremur íl. teg. SKÓÁBURÐ góð an og ódýran o. fl. Ágætar ilanskar H.ARTÖFL1UK fást í verslun cRjörns Þór&arsonar. Ffölbreytt TEFIAÐARVARA ávallt í verslun cftjörns Þór&arsonar. Gjalddag;i Templars er 1. Júlí þetta eru kaupendur beðnir að athuga. Ritstjöri og ábyrgðarmaður: PÉTUR ZÓPHÓNÍASSON. Pi'ontsmiðjan Gutenberg. wmísöa f' heitir nýfundið bindindismannavín, sem I þegar hefir hlolið álmannalof viða um II U Iieim fyrir gæði, svalandi og' hressandi áhrif, en þó alveg óáfengt. Þetta er það vin, sem mennirnir hafa leitað eftir margar aldir. Ágættvín, seni er laust við eitur áfengisins. Yín, sem er hreinn lögur vínberjanna, ójastaður (ugæret), með náttúrlegum ilm og smekk. Vín, sem ekki gerir menn ölvaða. Þessi uppfundn- ing er einhver sú blessunarríkasta uppfundning, sem gerð heíir verið í heiminum. — Þrjár tegundir eru þegar til, sem kosta: Vi fl. 3,00, 1,40, 140; í' V* 11. 1,80, 0,90, 0,90. — Þelta ágæta vín fæst nú að eins í vcrsluniiuii UDIIltORG í Reykjavík, sem hefir einkasölu á því á íslandi.

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.