Templar - 08.04.1908, Page 2
54
T E M P L A R
Ccmplar
cr útbrciddasra blaö landsins, upplag 4,000 - og
pví langbcsta auglýsingabiaðið.
Br. Svcinn 3ónsson trcsmiður, Þingbolst-
strccti 2$, tckur á móti auglýsingum í blaðið.
Jllla afgrciðslu blaðsins annast br. Davið
0 $ 11 u n d prcntsmiðjucigandi, Þingboltsstr. 23.
Það eru hin beinu útgjöld þjóðarinn-
ar til áfengiskaupa.
Og eg hygg, að eg verði ekki með
sanngirni sakaður um neinar öt'gar, þótt
eg segi, að önnur eins fjárhæð fari
forgörðum í óbein gjöld, sem af á-
fengisnautninni stafa.
Hér er mein að vöntun hagfræðis-
skýrslna um þetta efni.
Á Englandi telst hagfræðingum svo
til, að sjöttung alls vinnutíma sé
eytt við drykkju, — auk hvíldartíma,
er til þeirrar iðju ganga.
Er ástæða til að ætla, að miklu minni
tíma sé til þessa varið hér tiltölulega?
Og þegar svo þar við bætist heilsu-
tjón, er af áfengisnautninni leiðir, slys-
farir, stytting mannsæfinnar, hnekkir
andlegs og líkamlegs þroska, glappa-
skot og mistök í viðskiftalífi, misráðin
ráð o. fl. o. fl. — þá mun síst of mik-
ið í lagt, þótt kaupverð áfengisins sé
tvöfaldað.
Eftir því gefur þjóðin 1,200,000 kr. —
eina miljón og tvö hundruð þúsund
krónur — fyrir áfengi á ári. — Það eru
75 kr. á hvern af áðurnefndum 16 þús-
undum manna.
En af þessari fjárhæð ganga 160 þús.
kr. til almennra þaría: — áfengistollur
í landssjóð. það er til jafnaðar 10 kr.
frá hverjum manni (16 þús.)
Væri nú hins vegar áfengistollinum
eöa jafnri fjárhæð jaínað á alla þjóðina.
80 þús. manna, þá kæmu 2 kr. á hvert
bak
* *
*
Hvar er að finna réttast mat á gjald-
þoli þjóðarinnar til almennra þarfa?
Að minni hyggju er það í fjárlögun-
um.
Pau eru samin með mikilli vandvirkni
og nákvæmni af fulltrúum þjóðarinnar.
Og síst mun um það kvartað, að
gjaldþolið sé þar vanmetið.
í núgildandi fjárlögum, fyrir 2 ár,
1908—1909, eru tekjurnar taldar rúmar
2 milj. og 800 þús. kr.
Það ætti þá að vera rétt mat á gjald-
þoli þjóðarinnar til landsþarfa. En þar
frá virðist bera að telja 500,000 kr. lán,
sem talið er með tekjunum; ennfremur
nokkrar smærri fjárhæðir, sem erlendir
menn greiða. Ætla má, að eftir verði
rúmar 2 milj. kr.
Ársgjaldþol ið er þá rúmlega ein
miljón króna.
Það er með öðrum orðum hér um
bil jöfn fjárhæð og þjóðin ver til áfeng-
iskaupanna, að frádregnum áfengistoll-
inum.
Gjaldþolið er 12 kr. 50 a. á mann;
en áfengisbyrðin var 75 kr. á mann.
Væri nú áfengsbyrðinni varpað í sjó-
inn, og gjaldþolinu sem við það ynn-
ist, bætt við það sem fyrir er til ai-
mennra þarfa, þá tvöfaldaðist burð-
armagn þjóðarinnar. það yrði 25 kr.
í staðinn fyrir 12,50 á mann.
Mundi þjóðarbúinu ekki vera betur
borgið rneð þeim hætti?
Nú er þess ennfremur að gæta, að
því þyngri sem áfengisbyrðin er, þeim
mun minna leggja þeir af mörkum til
almennra þarfa, sem hina bera, eins og
áður var sagt. Byrðin skiftist misjafnt
á einstaklingana. Sumir í því liði bera
lítið af henni, en gjalda aftur mikið til
opinberra þarfa. En aðrir rogast þar
með þyngra hiass en þrótturinn leyfir,
og er síður en svo, að á þá verði bætt.
Þar eru fleiri liðléttingar og óbermi
en í hinum hópnum.
Og það sem mestu skiftir: Bakkusar-
fylkingin eykur ómegð svo mikla á
þjóðarbúinu, að gjaldþol hinna efnaðri
í þeirri fylkingu hrekkur naumlega fyrir
framfæri hennar, eins og sýnt er með
framanskráðum tölum.
Auðvitað má véfengja tölurnar, þar
sem ekki er hægt að byggja þær á hag-
fræðisskýrslum. En eg hygg að það
megi þá gera á báða bóga, og því
haggist ekki grundvöllurinn til muna.
Og ef þetta er nú rétt athugað: —
að töluverður hluti þjóðarinnar — segj-
um einn fimti —, sé henni gagnslítill
í lífsbaráttunni og framfaraviðleitninni,
hvað er þá til ráða?
Stuart Mill segir svo:
Sérhver sá, er verndar nýtur af mann-
félaginu, er skyldur að endurgjalda því
þá velgjörð. Og af því að menn lifa í
mannlegu félagi leiðir það óhjákvæmi-
lega, að hver maður er skyldur til að
gæta nokkurra hegðanarreglna gagnvait
öðrum. Bessi hegðun er . . . í því
fólgin, að hver maður beri sinn hluta
af skyldukvöðum þeim og byrðum, er
nauðsynlegar eru til að verja mannfé-
lagið og meðlimi þess tjóni og árásum.
Þessara skilyrða hefir mannfé'agið rétt
til að annast um að gætt sé, og það
hvað sem það kostar þá, er undan
vilja skorast að rækja þau.
Árni Jóhannesson.
@j\ ®
Hvað er að frétta?
Elding drap hesta austur í Hornafirði hinn 5.
f. m. Eað var hjá Benidikt bónda Kristjánssyni
í Einholtum. Henni laust . niður í hesthús, en
í því voru fimm hestar. > Um morguninn, er að
var komið, voru þrír hestarnir dauðir, en tveir
voru lifandi, annar blindur á öðru auga, en hinn
sakaði hvergi. Göt voru á þakinu og sum all-
stór, og engir áverkar sáust á hestum þeim, er
dauðir voru. Slys af eldingu eru ákaflega sjald-
gæf hér á landi, en aftur harla tíð í Canada.
Hctauciði í í’orlákshöfn er góð, veiðist þar
nægur þoskur, en því er kunnugir menn
segja, er það í fyrsta sinn sem sú veiðiaðíerð er
notuð þar.
Uatltsocitan. Á síðasta bæarstjórnarfundi var
samþykt að taka tilboði tveggja erlendra manna,
G. Lössl í Damr.örku og V. Kjögs hér í bænum,
uin gróft fyrir vatnsleiðsluna frá Rauðarárholti
að Elliðaánum fyrir 18335 kr. til tryggingar
framkvæmd verksins setja þeir 3600 kr. Alls
komu 7 tilboð um verk þetta, hæsta boðið var
54 þúsund krónur, en flest voru frá 24—35
þúsund krónur. Tilboð það, sem bæarstjórnin
tók, var lang lægsta tilboðið.
HÖtt fcnnir. í II tbl. Norðra er þessi saga
sögð: >
Fimtudaginn 27 Febr. hvarf ungur köttur; er
Hallgrimur Davíðsson veislunarstjóri á Akureyri
á, og urðu allar leitir að honum árangurslausar,
en fyrra laugardag (7. Mars) heyrði kvennfólk, er
var að hengja þvott til þerris, kattarmjálm i-
snjóskafli. Var þá grafið niður og fanst köttur-
inn bar lieill á húfi undir járnplötu, er lá ská-
halt í fönninni.
Hann hafði þá legið þarna í 9 sólarhringa, án
þess að hafa nokkuð til matar. Þess sáust
merki, að hann hafði frosið að aftan, og var
hann því máttfarinn að aftanverðu, en að öðru
leiti furðu hrsss, og lifir uú við bestu heilsu.
Scktaðir botnpörpungar. Varðskipið tók 29 f.
m. tvo botnvörpunga í landhelgi suður í Garðsjó.
Annað þeirra frá Grimsby, var að veiðum, en
skipsstjóri þrætti fvrir brotið og urðu liðsmenn
Eálkans að vinna eið í málinu; hann var dæmd-
ur í 1 600 króna sekt og afli og veiðarfæri gert
upptækt, en sökum þess að hann hafði áður bjarg-
að íslenskum skipshöfnum, fékk hann leyfi til að
kaupa aflann eftir mati dómkvaddra manna fyrir
2500 kr. Hitt skipið var frá Hull og hlaut 400
króna sekt.
Samsöngur Brynjólfs Þorlakssonar, á lögum
Svbj. Sveinbjarnarsonar var endurtekinn hér sið-
astliðið Sunnudagskveld fyrir fullu húsi, og öllum
viðstöddum tíl mikillar ánægju.
Dý gitt eru br. Guðm. H. Guðnason og str.
Nikolina Sigurðardóttir ungfreya, bæði meðlimir
í stúkunni Einingin nr. 14.
Jrönsk fiskiskúta hefir farist undir Álftaveri í
Skaftafeilssýslu í ofviðrinu 24. f. m., og hefir ým-
islegt rekald af henm fundist á fjörum þar. Mann-
björg varð engin nema ef útlend fiskiskip hafa
getað bjargað mönnunum, sem ólíklegt er.
(ísaf.)
Rlööur fuku á tveim stöðum í ofviðrinu 24. f.
m. það er til liefir frést, önnur á Fjósum í Mýr-
dal, ný hlaða allstór, bygð í sumar sem leið, Og
hin á Úlfljótsvatni í Grafningi; hún lenti á timb-
urgeymsltihúsi og braut það til muna, og sömu-
leiðis á baðstofunni, sem skemdist nokkuð.
ísaf.
íslcndingur, nýa botnvörpuskipið hér í Reykja-
vík kom inn á Laugardagsmorguninn með 15000
fiska í salti, og mikinn afla að auki á þilfari.
Afla hafði hann fengið við Vestmanneyar á 4 —5
dögum. Hann lagði út aftur um kveldið.
Jon Jorscti heitir nýtt félag, sem hefir, að því
er Vestri skýrir frá, verið stofnað nýlega á Isa-
firði. Tilgangur þess er að beita sér fyrir fjár-
söfnun í því skyni að reisa Jóni heit. Sigurðssyni
forseta minnisvarða á íafirði árið 1911.
| EBotnvÖrpuskip’hafa nokkrir Önfirðingar keypt
á Englandi og er skipiö nýlega komið hingað ti
landsins og tekið að hefja veiðarfrá Önundarfirði
í félagi þessu eru þeir bræður TJáll og Kristján
Torfasynir á Sólbakka og munu þeir vera aðal-
frumkvöðlar þess.
Umsóknir. Um Viðvíkurprestakali; sækja prest-
arnir sr. Einar Pálsson í Gaulverjabæ, sr. Jón-
mundur Halldórsson á Barði og sr. ^Þorleifur
Jónsson á Stað í Öxarfirði og enn fremur guð-
fræðingurinn Sigurbjörn Á. Gíslason.
Gaddapírsgirðing sú, er vér gátum í síðasta blaði
eftir Lögréttu, á að vera fimmþætt, og veitir Bún-
aðarfélagið 5 au. styrk til hennar fyrir hvern
hlaupandi faðm, svo styrkurinn verður alls fullar
600 kr., því girðingin verður yfir 3 inílur að
lengd.