Templar - 03.07.1910, Síða 2
38
T E M P L A R.
Templar
kemur út á hverju 20 daga fresti, minst 18 blöð.
Verð árgangsins 2 kr„ er borgist fyrir 1. júlí. Upp-
sögn skrifieg fyrir i.okt. og þv( að eins gild, að
kaupandi sé þá skuldlaus.
Afgreiðsla blaðslns er á skrifstofu Stórstúkunnar,
utanáskrift: Afgreiðsla „Templars“, Box A 21, Rvik,
og ber að senda þangað alt er viðkemur afgreiðsl-
unni. Þar er veitt móttöku borgun fyrir blaðið
og kvittað fyrir. Afgr. er opin hvern virkan dag,
kl. 7—8 síðd.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Arnason, Box
A 21, Reykjavík og sendist honum alt, er snert-,
ir ritstjórn þess. Hann veitir og auglýsingum
móttöku.
var stofnuð hér st. »Framtíðin« nr. 13
og í nóv. (17.) um haustið var stofnuð
»Einingin« nr. 14. Það sama sumar
voru stúkur stofnaðar í Hafnarfirði, Eyr-
arbakka og Stokkseyri, Garði og Kefla-
vík. Og árið eftir (1886) eða tæpu ári
síðar, var Stórstúkan stofnuð 24. júní.
Frá þeim tíma hefir Stórslúkan haft
á liendi aðalumsjónina með starfi Regl-
unnar og útbreiðslu hennar og leysti
hún þá st. Verðandi af hólmi sem aðal-
stoð Reglunnar í þeim efnum.
Stúkan Verðandi sýndi það brátt, að
hún var skipuð góðum og tryggum fé-
lögum og hefir starf hennar verið alla-
jafna fremur kyrrlátt, en fast og ákveð-
ið, og má segja, að hún hafi haldið sess-
inum sem leiðandi stúkan hér á landi.
Út frá henni hafa gengið hollir straum-
ar og jafnan hefir hún verið laus við
æsing og framhleypni í reglumálum.
Hún hefir því notið mikillar virðingar,
bæði fyrr og síðar, á þessum 25 árum,
sem hún hefir lifað.
Hún hefir átt innan sinna vebanda
marga af Reglunnar færustu og hæfustu
inönnum og má þá benda á, auk þeirra,
sem áður er getið, bræðurna Arna Gísla-
son, ieturgrafara, sem með valmensku
sinni og ljúfu framkomu og áhuga hefir
unnið Reglunni meira gagn en flestir
aðrir og vakið virðingu manna á henni,
Guðlaug Guðmundsson, nú bæjarfógeta á
Akureyri, Indriða Einarsson, endurskoð-
ara og Jón Ásmundsson; svo og látnu br.
Gest Pálsson, skáld, Jón Jónsson, skipa-
smið, Bened. Pálsson, prentara, Erlend
Magnússon, gullsm., Jónas Helgason, or-
ganleikara og Hjálmar Sigurðsson, skrif-
ara, sem allir unnu mikið fyrir stúkuna
á ungdómsárum hennar; þá má og nefna
systurnar: Mörtu Pctursdóttur, Ingunni
Loftsdóttur, Porbjörgu Hafliðadóttur, fyrsta
konan, sem gekk inn í Regluna hér á
landi, Halldóru Hinriksdóttur og Margréti
Pálsdóttur, sem allar hafa á ýmsan hátt
stutt stúkuna bæði fyrr og síðar.
Þess ber að geta, að elzti templarinn
í stúkunni er br. Árni Gíslason, póstur;
hann gekk fyrst inn í st. Aurora nr. 2 á
ísafirði og fluttist í st. Verðandi skömmu
eftir stofnun hennar.
Þá má minnast á nokkra af yngri fé-
lögunum, sem hafa mikið unnið í stúk.
síðari árin, svo sem bræðurna: Halldór
Jónsson, nú umboðsm., Pétur Zóphónas-
son, Harald Níelsson, Pétur Halldórsson,
Aðalbjörn Stefánsson, Július Arnason,
Pórð L. Jónsson og núverandi Æ.T. Jón
Pórðarson, kaupm., Árna Helgason, skó-
smið; svo ogsysturnar: Agústu S. Magn-
*
úsdóttur, Kristjönu Pétursdóttur, Guðlaugu
Arnadóttur, Guðrúnu Clausen og Guðrúnu
Porsteinsson. Auk þeirra, sem hér eru
taldir, hefir stúkan átt fyrr og siðar
marga ágæta starfsmenn, sem mikið
hafa fyrir hana unnið og er ómögulegt
að telja þá alla upp liér.
Eins og áður er sagt, liefir st. Verð-
andi verið svo heppin að eignast mjög
marga góða og hæfa starfsmenn. Hún
hefir þannig haft siðan Stórstúkan tók
til starfa, lilutfallslega langfiesta starf-
andi menn þar og það hefir og lcomið
fyrir, að hún hefir átt um nokkurt skeið
innan sinna vebanda fulla helft fram-
framkvæmdanefndarinnar. Þetta sýnir
hve vel hún hefir staðið að vígi í störf-
um Reglunnar og stjórn hennar.
Stúkan »Verðandi« hefir ætíð verið
frjálslynd i skoðunum og framkomu í
ýmsum málum og lialdið taum hinna
frjálsari lireyfinga innan Reglunnar; má
í því efni benda á málið um fjölgun
stúkna hér i Rvík, húsmálið svo kallaða
o. fl.
Stúkan »Verðandi« er fyrsta stúkan á
Suðurlandi og með henni nær Reglan
fótfestu í Rvík. Áður gekk, eins og sjá
má á skýrslum þeim, sem lagðar voru
fram á stofnunarþingi Stórstúkunnar,
starfið fremur erfiðlega og í molum, sem
vonlegt var. En eftir að stúkan tók lil
starfa og fór að beita áhrifum sínum,
ásamt þeim stúkum, sem komu upp á
Suðurlandi, fór Reglan að ná föstum
tökum á þjóðinni og má því með mikl-
um rétti halda því fram, að stofnun
hennar hafi verið framtiðar- og tilveru-
skilyrði fyrir Regluna og málefni henn-
ar í landinu.
Vér óskum stúkunni »Verðandi« nr. 9
til hamingju á þessum tuttugu og fimm
ára aímælisdegi hennar og vonum og
óskum, að hún lifi og starfi um ókomn-
ar aldir og skipi þann sess, sem hún
hefir með sóma skipað hingað til, til
styrktar þeirri göfugustu stofnun, sem til
er og málefni hennar til verndar um
aldur og æfi.
Yfirlýsing1.
Eins og getið var um í síðasta blaði,
hélt stúkan »ÁrsóI« nr. 136 fund með
nokkrum konum, sem eru hér á kenn-
aranámsskeiðinu. Út af umræðum þeim,
sem urðu á fundinum, hefir »Tpl.« bor-
ist eftirfarandi yfirlýsing, sem hann leyfir
sér hér með að birta með þakklæti til
allra þeirra, sem undir hana hafa skrifað:
Vér undirritaðar, námsmeyjar á fram-
haldsnámsskeiði kennaraskólansíReykja-
vík, viljum hérmeð samkvæmt tilmælum
kvennstúkunnar »Ársól« nr. 136, lýsa
því yfir, að vér munum af fremsta megni
leitast við að efla og auka allan góðan
félagsslcap meðal barna og unglinga, eft-
ir því sem staðhættir frekast leyfa oss.
Vér teljum það eitt hið allra nauðsyn-
legasta meðal fyrir andlegan þroska is-
lenzkra ungmenna. Álítum vér einnig
lieppilegast að hafa slíkan félagsskap
með sama eða svipuðu fyrirkomulagi og
er í barnastúkunum.
Ennfremur teljum vér það skyldu vora
sem kennara, að veita börnum sem ná-
kvæmasta og sannasta fræðslu um skað-
semi áfengra drykkja, hvort sem litið er
á nautn þeirra frá heilsufræðislegu, efna-
legu eða siðferðislegu sjónarmiði.
Kennaraskóla íslands,
Reykjavík, 14. júní 1910.
Ingibjörg Benediktsdóltir. Sesselja Stefánsdóttir.
Elinborg Björnsdóltir.
Guðrún Sveinsdóttir. Guðbjörg Porsleinsdóttir.
Oklav. Pórðardótlir.
Krislín Guðmundsd. Guðrún Guðmundsdóttir.
Elísabet Friðriksdóttir.
Ingibjörg Jóhannsdóttir. Kristin Runóljsdóttir.
Elín Vigfúsdóttir.
Sigriður Jónsdóltir. Oddný Finnsdóttir.
Sigríður Björnsdótlir.
Ingibjörg Finnsdóttir. Sleinunn Bjartmarsdótlir.
Síra Fr. J. Bergniann gefur stutt og
ljóst yíirlit yfir bindindishreyfinguna í
heiminum í siðasta hefti Breiðablika (IV
12) og lýkur máli sínu með þessum á-
lyktunarorðum:
— Á þessu yfirliti, sem styðst við langa
ritgerð í frægu ensku blaði, má sjá, að
þar sem menningin er skemst á leið
komin, er áfengisnautn mest og minst
gjört til að hnekkja henni. En aftur á
hinn bóginn: Þar sem menning er mest
og framsóknarhugur fólksins sterkastur,
þar er að því starfað af mestum áhuga
og ötulleik að koma á algerðu áfengis-
banni. —
Lærdómsrík staðreynd fyrir þá, sem
ætla að áfengisbannið færi oss íslend-
inga í hóp skrælingja!
Saklausir gjalda.
Það var laugardagskvöldið fyrir hvíta-
sunnu. Þriðja stórhátíð ársins var að
ganga í garð ; kirkjuklukkurnar voru byrj-
aðar að gefa það til kynna og boðuðu þær
guðs frið yfir lög og láð.
Það hvíldi líka ró og friður yfir allri
náttúrunni þetta kveld. Á hæðunum, sem
lágu fyrir ofar. kaupstaðinn, þar sem saga
þessi gerðist, ríkti líka ró og friður, því
þar var logn, svo varla blaktaði hár á
höfði. Og fénaðurinn, sem þar var á beit,
virtist una vel hag sínum og fagna um-
skiftunum, því vorblíða og gróður var kom-
inn í stað vetrarhörku og vornæðinga.
Á höfninni ríkti líka gleði og friður.
Hún var spegilfögur og slótt í kveldkyrð-
inni og alþakin fiskiskipum og flestir þeirra,
er á þeim voru, voru glaðir í anda, því þeir
höfðu aflað vel og nú voru þeir komnir til
lands í faðm ástvina sinna og gátu með
þeim þakkað drotni veitta vernd og blessun.
í flestum húsum kauptúnsins var mikill
undirbúningur undir morgundaginn, bæði
vegna hátíðarinnar og ekki síður vegna
þess, að þá átti að staðfesta mörg af ung-
mennum kaupstaðarins.
í húsi nokkru bjuggu hjón með fimm
börnum sínum, fjórum sonum og einni