Templar - 30.03.1912, Qupperneq 2

Templar - 30.03.1912, Qupperneq 2
18 „Templar“ kcmnr út & hverjum 20 daga freati, miust 18 blöð. Verð árgangBÍns 2 kr., er borgist 1% júli. Útsölumenn fá 25°/» í sölulaun. Ritstjörn, afgreiðslu og innheimtu annast Jotl Arnason, Box A 21, Beykjavik. Afgr. á Smiðjustíg 6, kL 7—8 siðd. þjóðaþing verði haldið til að koma því í framkvæmd. Það er ekki von að ríkjastjórnend- urnir geti gefið nein fullnaðarsvör, eink- um af því að þeir eru ábyrgðarlausir; þó má sjá á þessum svörum, að þeir eru sumir málinu hlyntir og munu vinna fyrir það meira eða minna, og mikil á- hrif liefir það meðal stjórninálamann- anna hverjar eru skoðanir sjálfs ríkis- stjórnandans, þótt ábyrgðarlaus sé. Margir eiga enn ósvarað bréfinu og mun ef til vill verða minst á svörin hér í blaðinu þegar félagið hefir birt þau. Fyrir nokkrum árum sendi Menelik, Abessíníu-keisari, lika áskorun til allra ríkisstjórnenda í heimi, en undirleklirn- ar eru ókunnar. Málið hefir mikið unnið við framtaks- semi Bannlagafélagsins. Það er þýðingarlaust fyrir bannand- stæðingana að segja, að enginn máls- metandi maður ljái þessu máli fylgi sitt, þvi nú er ljóst, að það á áhangendur jafnt meðal konunga og kotunga. H ö n d i n á vegg Alkóhóls konungs. (Ræða oftirsira W.F. Crafls dr.phil., Washington) Dauðskelkaðir vöknuðu áfengis-ágóðanjót- endur [i Bandaríkjunum] við bannsigrana 1907—1908 og fylktu 5 miljón kjósendum meðal „hinna skyldu iðngreina". Þeir hafa talið glerblástursmönnum trú um, að svo framarlega sem menn eigi haldi áfram að mölva á skytningunum, verði brátt eigi annað að „blása“ en á bannmennina. Beykj- um heflr verið komið í skilning um, að þeir muni verða atvinnulausir, þegar menn þarfnist eigi lengur bjór-ámanna —, eins og eigi mundi þá aukast eftirspurn eftir tunn- um undir mjöl handa hinum ban-hungruðu drykkjumanna fjölskyldum, eða tunnum undir olíu til lýsingar á koldimmum heim- ilum þeirra. — Með aðstoð þessara banda- manna og ýmsra annara hafa áfengis-ágóða- njótendur á síðast iiðnum tveimur árum unnið fimm ríkisbanns orustur af sjö, og nærri lá, að þeir tækju aðal-bannvígið [Maine] herskildi. Þeir hafa unnið aftur stærstu borgirnar, sem höfðu farið yfir í „ekkert leyfi“. Og með aukinni velgengni er drykkjuskapurinn nú í svo miklum upp- gangi, að slikum hefir hann ekki átt að fagna síðustu hálfa öld — nema á skeifingar- árum —. Þetta sýnir oss að vér verðum að taka kirkjurnar einbeittlegar í þjónustu vora en hingað til, ef vér ætlum að vinna hinar úrskerandi orustur. Þrátt fyrir sigra þá, sem áfengisverzlun- in nýlega hefir unnið — með því að múta kjósendum og ógna stjórnmálamönnum —, sér hinn framsýni maður dóm Aikóhóls konnngs ritaðan me’1' fimm fingrum guð- Næsta blað 10. apríl. TEMPLAR. legrar handar, er heita: heilsufræði, ætt- gengi, hagfræði, ættjarðarást, mannúð. 1. Fingnr heilsufræðinnar. Lög náttúrunnar eru sannarlega elzta testamentið, en það er fyrst á síðustu tim um að fundinn er sá Daníel, er ráðið get- ur dulrúnir þeirra sem standa skrifaðar á hvítum og rauðum tauga-frumum og bióð- ögnum. Það var undir áhrifum hinna full- komnustu tilrauna í iæknavísindum í Þýzka- landi, Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkj- unum, að C. W. Elliot, forseti Harvard- háskóians, á sjötugs aidri glataði æfi hug- sjón sinni, þeirri, að maður ætti eiginlega að drekka bjór og vín í hófi. Nú lýsir hann því yfir, að séð í ljósi nútíma-vísind- anna sé gersamlega „gagnslaust“ að drekka. Og það eru visinda-tilraunir í Yale, ásamt öðrum, er knúð hafa Hadley forseta til að segja, að ef Bandaríkja þjóðinni væri kunn- gert hvað áfengið i raun og veru sé, mundi hún gera sérhverja drykkjukrá útlæga. Hvers vegna ættu ekki kirkjurnar að taka upp þessi orð Hadley’s og gera alkunna þá staðreynd, sem prófessor Hodge frá Clark- háskóla og aðrir auglýsa: áfengið er „skemdar-framleiðsla" gerils eins. Við ættum að hafna slíkum hyggindum sem þeim, er komu fram hjá móðurinni, er vildi láta „kenna dóttur sinni sögu, að öllum erfiðu pörtunum undanskildum", og segja hreinan sannleikann: áfengið er fljótandi saur. Að kunngera þessa staðreynd á hverju torgi Og við hveijar húsdyr, væri að kveða upp dauðadóm drykkjunnar. Getur nokkur ímyndað sér að skáld, sem vissi þetta, mundi þenja sig í dýrðarsöng um „hinar gullnu veigar“? Eða mundu kurteisar kon- ur, er þær vissu þetta, rétta prúðum mönnum hinn „raf-lita“ bjór? 2. Fingur ættgengisins. Og þegar það er alkunnugt að varir manns eða konu, er snerta vin, ieiða bölv- un yfir ófædd börn þeirra, getur þá nokk- ur ímyndað sér að þau vilji halda áfram að eyðileggja afkvæmi sín, þótt ef tii vill kynnu að viija leggja sjálfsheill sína í hættu? — Prófessor Demme í Bern fann af afkvæm- um 10 áfengisfjölskyldna að eins 17 af hundraði fyllilega heilbrigð (normal), en hjá bindindisfjölskyldum voru þau 88,5 af hundraði, sem voru full-hraust (normal). 3. Fingur hagfræðinnar. Hin gamla sönnun fyrir bindindi var sú, að sá er drykki hlyti að verða ofdrykkju- maður; hin nýja sönnun er: að eins með bindindi næst hið mesta framkvæmda-þrek. Eða eins og John G. Wooley segir: sönn- unin er ekki lengur fólgin í þurð, heldur í hæfileika. Vinnu-skrifstofa (Bureu of Labor) Bandaríkjanna endurtekur í stuttu máli skýrslu um „Hið hagfræðilega útlit áfengis-spurningarinnar“ — að nokkru leyti bygða á svörum við spurningum er send ar voru helztu fulltrúum amerískra atvinnu- rekenda — með þessum orðum: „Meira en helmingur stofnananna skýrir frá kröfu um að starfsmenn noti eigi áfenga drykki við sérstakar starfsgreinar eða við sérstök atriði“.— Starfrekendur ogenda verkmanna- félög hafa farið villur vega í þeirri skoðun, að „bann skaði atvinnu". Því, ef nota ætti fé það sem veitir hundraði manna vinnu við skósmíðar, til þess að búa til drykkjarföng, mundu ellefu af hverri tylft manna verða atvinnulsusir. Af hverjum dollar1 sem fer í áfengistil- búning, er hlutur vinnunnar ein 2 cents, en hlutur vinnunnar af hverjum dollar, er fer í að búa til aðra hluti, ætlaða til lífs- þæginda, er 16,2 cents. í „votu“2 landi er áfengisdrykkja-kostn- aðurinn að meðaltali hér um bil 125 doil- ars á fjölskyldu hverja (það er að meðal- tali 17 doll. 39 cents á nef hvert í „votu“ og „þurkuðu“2 landi, og nálega helmingur Bandaríkjanna er „þurkaður"). En í Maine- baráttunni var færð fram sönnun, sem ekki várð vefengd (því að hún var bygð á töi um í „The Portland Argus“, helza áfengis- málgagninu), fyrir því, að áfengisdrykkir kosta Maine að eins 17 doll. 40 c. á fjöl- skyldu—1 doll. 48 c. á nef — með allri þeirri vöntun, sem þó hefir verið á því að séð væri um að lögunum væri hiýtt, og þrátt fyrir innflutning undir sambands-vernd alrikja-viðskiftanna. Hér um bil sama rýrnun drykkjuskaparins sýnir sig í öllum bannríkjunum: l1/* * gallons8 af áfengis- drykkjum móti þjóðar-meðaitalinu 22,86 gallons, eða 61/* gallons á fjölskyldu móti 125 gallons í „votu“ héraði, því að það mundi verða að minsta kosti 25 gallons á nef, þegar þjóðarmeðaltalið — helmingur „þurkaður" — er 22,88 gallons. I þessu sambandi tilfærum vér hin djúp- vitru og mikilvægu ummæli ríkiserfingja Svía, við setningu sumarfagnaðar Good- Templara í Hessleholm 1910: „Bindindis- hreyfingin er einhver merkasta hreyfing vorra tíma, hreyfing, sem kennir mönnum sjálfstraust og sjálfstjórn. Endamarkið, sem kept er að, er ekki minna en að Jeysa þjóð vora fullkomlega frá afleiðingum hinnar skaðvænu áfengisnautnar. Vitanlega eru skoðanir skiftar um það, hverjar leiðir sé greiðastar að þessu takmarki. En að hægt sé að ná því og að því þ u r f i að ná — um það eru allir sammála. Á vorum dög- um harðnar baráttan fyrir tilverunni stöð- ugt meðal manna, sökum þess að almenn- um þroska fleygir fram með merkiiegum, vaiandi hraða. Það er þýðingarmikið fyrir ríkið, engu siður en einstaklinginn, að gera alt sem unt er til þess að dragast ekki aftur úr, verða skilið ósjálfbjarga eftir og ef til vill verða öflugra ríki eða þjóðflokk að bráð. Ég held að þessi einbeitta og jafnframt hvetjandi barátta — sem vitanlega eflir líkamleg, siðferðileg og sálarleg öfl — sé lyftistöng aukinnarfrjósemi í vorratíma áreynslu-verkum vöðva og tauga. Þessi öfl veita meira megin og meiri nautn við vinn- 1 D o 11 a r (dalur) er 100 c e n t s (hundraðe- partar) kr. 3,73. Þ ý ð . * „Vott“ er land það kallað, þar sem leyft er að selja áfengi og neyta þess, en „þurkað“ aftur á móti, þegar búið er að banna alt áfengi i landinu. Þýð. *í Bandaríkjunum er gallon 4 quarts eða 8 p i n t s eða litrar 4,40. Vín-gallon er þar reiknað 3,79 lítrar. — í Bretlandi er gallon 4 quarts, 2 pints eða 8 gills, litrar 4,54. ÞJð.

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.