Templar - 31.05.1912, Blaðsíða 3

Templar - 31.05.1912, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 31 Stefánsson talaði um skuldbindinguna og sagði að marga hefði yðrað þess að þeir byrjuðu að neyta tóbaks og tók br. Hallgr. Þorsteinsson i sama streng. Nokkur börn sungu og lásu upp kvæði og var því vel tekið. Str. Jóna Sigurjónsdóttir úr Kefla- vík sagði sögu og br. Sumarliði Halldórs- son sagði sögu og las upp kvæði og út- skýrði hann hvorttveggja fyrir börnunum. Svo voru gestirnir beðnir að bera kveðjur til stúkna sinna er þeir kæmu heim. Brostmr hlekkir. Þann 20. apríl þ. á. andaðist að heimili sínu á ísafirði str. Sigurbjörg Guðbrands- dóttir, meðlimur st. „Nönnu“ nr. 52. Hún var einn af þessurn gömu félögum, sem bera órjúfandi trygð tii málefnisins og hafa áhuga sem aldrei bregst. Vann hún mik- ið fyrir stúku sína, þó minna bæri á því, og mættu margir hinna yngri taka dæmi hennar sér til fyrirmyndar. Hún lætur eftir sig mann og 3 börn, 1 son og 2 dætur. Hún var fædd 16. janúar 1852. Eftirfarandi kveðja frá manni hennar og börrmm er orkt af br. Guðm. Guðmunds- syni S.G.Kosn.: Fylgi pjer guö til hvíldar hinsta sinn, þú lijartans trj'ggi lorunautur minn! í fátækt auður ástin þin var mér, alt sem var bezt mér kom frá guði’ og þér. Þvi er svo djúp og þungbær sorgin mín, — þó er sú bót, að góða sálin þin við stríð er laus og strangan kvaladag, — og stjörnur skina eitir sólarlag. Alls staðar fremst í fylking stóðstu þar sem fagurt mál lil sigurs drenglund bar, þeim veiku’ og smáu vanstu’ af orku’ og dug með vonarglcði’ og ijúfum systurhug. — Oft er í hæstu hallarsölum kalt, og hefðarsæti tignarmannsins valt; í lægsta hreisi’ er ljóst og lilýtt um þann sem lægst á völd, en hefir kærleikann. Gæfu þú fannst og gleði’ í skyldurækt, hvert göíugt starí þér auðvelt fanst og tækt. Sjá, hverflynd æska, fagra fyrirmynd, sem forráð kann ei stefnulaus og blind! Siðast þig kveðja sorgmædd börnin þín, i sorgartára gliti ástin skin. Þin minning er sem morgunbjarmi skær, er minnist við þig fyrsti sumarblær. »Ver með oss, guð, er hcðan vikjum vér!« þú vildir heyra sungið yíir þér: Sú kvöldbæn oft þér veitti fró og frið, vor fundarslit hún hljómi síðast við! Guðm. fíiiðnmndsson. Frá andbanningum. »Ingólfur« seldur. Gunnar Egilsson hefir selt „Ingólf" þeim Bened. Sveinssyni alþm., Brynj. Björnssyni tannlæknir, Gísla Sveinssyni yflrdómslögmanni og Jakob Möll- er bankaritara. Söluverðið er 2200 kr. segir „Vísir“. Ritstjórinn er Benedikt Sveinsson. Aðalmarkmiðið er baráttan gegn kolamál- inu og bræðiugnum og andbanningur kvað hann vera áfram. Næsta blað 20. júní. Kanpeudur tilkyuni bústaðnskifti Heimsendir. Saga eftir C. A. W. (Framh.). Ó, hve nóttin var unaðsrík og þögull Við föðmuðumst; hún grét gleðitárum, og— ég var hamingjusamur. Við fórum lengra niður 1 garðinn, Qær húsinu; — við þurftum um svo margt að tala og tiroinn leið svo undrafljótt. Okkur var það ljóst, að móðursystirin hafði gert okkur slæman grikk; hún hafði náð f öll bréfin okkar og haldið þeim. Eins og ég, hafði Hermína líka ritað mér mörg bréf, en þau komu aldrei til skila. »Ó, þú gamla norn«, hrópaði ég mjög gramur í geði — »þessa skaltu gjalda«. Við gerðurn nú áætlanir um fram- tíðina. Einu sinni í viku, ákveðið kvöld, ætl- uðum við að finnast í garðinum og að lokum ■—það var liðið langt yfir miðnætti — kvödd- umst við. Hermfna hvarf inn í húsið og ég flaug heim til mín á vængjum gleðinnar. Það varð eins og um var talað. Við hitt- umst á tilteknum tíma og það voru unaðsrík augnablik. Það gerði mig iðnari og þolnari við störf mín. Þannig leið tfminn; ég tók síðasta prófið; ég varð kandídat. Ég var ánægður — ánægður með hina stað- föstu ást Hermínu, ánægður með að hafa staðist prófiö svo vel, ánægður með verölditia sem nú blasti svo broshýr við mér. Það eina, sem skygði á ánægju mína, var umhugsunin um vondu jústitsráðsfrúna. — Ég skrifaði heim til mín og skýrði frá öllu saman, skýrði þeim frá prófinu, frá ást minni, sem var endurgold- in og gat um frænku ungfrú Hermfnu — og talaði um framtíðarvonir mínar og innilegustu drauma. Ég sendi frá mér bréfið og beið svo kveldsins með óþreyju, þvf ég vildi segja Hermínu hve hamingjusamur ég var. En hún bjóst reyndar ekki við þvf það kvöld; ég hafði af ásettu ráði látið undir höfuð leggjast að segja henni hve nær ég mundi ná takmark- inu, því talcmarki, sem við höfðum orðið á- sátt um að blða eftir með rósemi áður en við gripurn til alvarlegra framkvæmda. Ég ætlaði nefnilega að koma með það henni alveg að óvörum og það átti þvf að verða verulega ó- vænt gleðifregn. Ég hafði hugsað ráð mitt. Það leið að kvöldi og sú stund nálgaðist, að ég gæti hitt Herinínu á herbergi hennar; ég lagði þvf af stað áleiðis til »Hugfró«. Ég kom þangað nokkru fyrri en ég var vanur. Veðrið var yndislegt, ef til vill ofgott til þess að framkvæma í fyrirætlun mína. Það var í lok janúarntánaðar. Vægt frost var á jörðu og glaða tunglskin; það var eins bjart og á albjörtum degi. Ég tók strax til óspiltra roál- anna. Ég hafði sett á mig hvar stigi lá, sem var svo langur að hann náði upp að gafl- glugganum. Ég náði honum og með erfiðis- munutn gat óg dregið hann þangað, reisti hann upp við vegginn, og þá var alt tilbúið og þá vantaði klukkuna einn fjórðung stundar á hinn tilsetta tlma. Ég faldi mig í skjóli trjánna og beið þess að ljósið birtist í herberginu. — Loksins kom það! — Það ætlaði nærri því að líða yfir mig af gleði. Ég læddist að stiganum, gekk upp í hann og í ofboði hamingjunnar komst ég að glugganum og hrópaði i algerðu hugsunarleysi »Fagra ungfreyja! opnaðu gluggann þinn. Úti blður unnustinn«. Gluggaskýlan var dregin upp. — Hermína gaf mér aðvörunarmerki með því að leggja fingurinn á rnunn sér um leið og hún opnaði gluggann. Það var stórkostlegt! — Hamingjan veitti mér hugrekki. — Ég gleymdi allri að- gætni; skríkti og hló og þó að hún legði hendina fyrir munn mér fleirum sinnum og sagði mér að hafa hljótt um mig, blossaði ó- aðgætnin upp í mér og hafði gersamlegt vald á látæði mínu. Við vorum bæði svo ákaflega glöð. — Alt í einu heyrðum við þrusk í húsinu; okkur heyrðist að dyr vera opnaðar og lokað aftur og í stiganum heyrðist fótatak ; það færð- ist nær. »Óforsjáli maður!« hrópaði Hermfna; það hefir heyrst til okkar«. — Stutt, ástúðleg kveðja, og ég fór upp í gluggakistuna og brá fætinum út fyrir, — en stiginn — hvað var orð- ið af stiganum?— »Glataður!« hrópaöi ég,— »stiginn er horfinn«. — sÁgætt! ha, ha, ha!« hrópaði fógetinn og allir hlógu dátt. Þér hlægið, herrar mínir! já, það hefi ég nú stundum gert þegar ég renni huganum yfir þetta augnablik; en ég fullvissa yður um, að í það sinni hló ég ekki. Hæðin fyrir neðan mig var geigvænleg, og er ég sneri mér við og horfði inn í herbergið, sá ég angistina á ásjónu Hermínu og gnístrandi og illskuþrútið augnaráð frænkunnar í gættinni, þar sem hún stóð eins og stytta. Á satna augnabliki rak á voðalega skammahríð. Eldur brann úr aug- um hennar og reiðarslögin þrumuðu frá skorpn- um vörunum. Unnustan mfn grét og ég hljóp sem örskot úr glugganum inn í stofuna. Þvílík sjón! Ég var orðinu mjög æstur; þrunginn af óstjórnlegri bræði þaut ég til kerlingar og helti yfir hana ónotum og ávftunum; loksins tókst mér að þagga niður í henni; hún hvarf af vígvellinum og ég stóð eftir sigri hrósandi. — í sama vetfangi kom þjónninn og bað mig að fjarlægja mig. Unnustan bað mig lika að fara og um leið og ég yfirgaf hið ógestrisna fólk, hrópaði ég: »Við sjáumst síðar!« Skjálfandi af reiði hljóp ég fremur en gekk til bæjarins og til míns einmanalega heimkynnis. Tveim kvöldum sfðar var ég aftur kominn f garðinn. Það var á hinum ákveðna tíma ; ljós var enn þá í setustofunni; en það hvarf brátt og alt varð dimt. Ég fór hljóðlaust upp að gaflinum; í það sinn ætlaði ég að verða gætnari. Ég hafði gert nýja áætlun; ég ætl- aði að flytja Hermínu með mér til foreldra minna, og nú ætlaði ég að heyra álit hennar. Ég beið og beið eftir að Ijós yrði kveykt í gaflherberginu, en það brást. Mér virtist ég heyra hlátur rétt hjá mér; ég gekk á hljóðið, en varð einkis var, þó birtan væri nægileg til þess að ég gæti séð alt f nándinni. Ég gætti aftur að glugganum, en alt var dimt og Her- mína kom ekki. Hve lengi ég beið þarna milli vonar og ótta, var mér óljóst; síðla nætur fór ég burt úr garðinum og ráfaði sorgmæddur heim á leið. Ég gerði margar tilraunir hvert kveldið eftir annað, en með sama sorglega árangrinum, »Hún hlýtur að vera flutt í annan hluta húss- ins«, hugsaði ég. Mér lá við sturlun. Svo leið langur tími. Dag nokkurn, er ég kom heim af sjúkrahúsinu þreyttur og rnóður, gekk lítil stúlka i veg fyrir mig og er hún fekk vitneskju um hver ég var, rétti hún mér bréf. Ég reif það upp og hjartað í mér sló miklu ákafar en venjulega; já, það var frá Hermínu. Ég gaf stúlkunni krónu fyrir ómak- ið og hún spurði brosandi, hvort ég vildi senda ungfrúnni bréf með sér. »Yður er ó- hætt að treysta mér«, bætti hún við. »Já, já«, svaraði ég, »ég ætla að skrifa henni nú þegar«. »Herrann þarf ekki að flýta sér svo mjög, því ég þarf að reka ýms erindi í bænum og að klukkustundu liðinni kem ég aftur«. (Framh.). li.aupid. lesid og- utbreidið T e m p I a r.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.