Templar - 25.07.1912, Blaðsíða 2

Templar - 25.07.1912, Blaðsíða 2
42 T E M P L A R. „Templar“ kemur út & hverjum 20 dagA fresti, miust 18 blöð. Yerð árgangsins 2 kr., er borgiat 1, júlí. Útaölumenn 26°/# í sölulaun. Ritstjórn, afgreiðslu og innheimtu annaat Jon Arnason, Box A 21, Reykjavík. Afgr. á Smiðjustig 6, kL 7—8 aíðd. verðleikum. Á ísaflrði er eftirlitið fram- úrskarandi gott, og er oss kunnugt, að brytar á skipum, sem þangað koma, eru mjög varkárir og hafa grófan beig af lögreglustjóranum þar. Er lokið á það lofsorði miklu, hve vel og dyggilega hann gæti skyldu sinnar í þessu efni. Á nokkrum öðrum stöðum er löggæzl- an góð, þar sem hlyntir lögreglustjórar eiga hlut að máli. — — — Af þessu er þá ljóst, að, af því að margir lögreglustjórar eru andstæðir banninu og vilja traðka lögunum, þá hefir landsstjórnin með undanþágum sín- um alið upp í þeim kæruleysi gagnvart gæzlu laganna, í stað þess að beita þá gagnstæðum áhrifum, sem var bein skylda hennar. — En hins vegar er nú þegar fengin reynsla fyrir því, að það er hægðarleikur að gæta laganna og láta þau ná ætlunarverki sínu; það er sýnt á þeim stöðum, sem almennileg og sam- vizkusöm yfirvöld eiga hlut að máli. Pað sem andstæðingarnir hafa þvi verið að fræða menn um með hjali sínu um brot á bannlögunum, er það, að við eigum of marga lögreglustjóra, sem ekki eru færir um að gæta laga og réttar í landinu, lögreglustjóra, sem eru, sumir hverjir, aðalforvígismenn þessar- ar kenningar og búa því til sjálfir aðal- ástæðu sina gegn banninu. Við slíku atferli á þjóðin ekki nema eitt svar, þvi hún fer ekki að fella góð og heillarík lög úr gildi, af þeirri ástæðu, að hún hefir ónýta lögreglu, heldur mun hún grípa til þess, sem er rétt og sjálf- sagt: Hún útvegar sér betri menn tit að gœta laganna. Rétt er, í þessu sambandi, að leiðrétta þann misskilning, sem svo oft virðist gera vart við sig hjá mönnum, að bind- indismenn og Templarar beri einir á- byrgð á bannlögunum. Nú eru þau komín í hendur löggæzlunnar og bera yfirvöld landsins þvi að sjálfsögðu ábyrgð á framkvæmd þeirra. En það skal játað, að bindindismönn- um og bannvinum er það sérstaklegt á- hugaefni, og það er siðferðileg skylda þeirra að sjá um það, að lögin séu í heiðri höfð og þeirra sé vel og sam- vizkusamlega gætt, og munu þeir af þeirri ástæðu láta hlutaðeigendur verða vara við ábyrgðina sem á þeim hvili'r. Pað er minna en margur hyggur! Hvað sem bindindis-samtökum eða bindindislög- gjöf líður — eitt er víst: Heilbrigð skyn- semi býður manninum að neyta ekki á- fengis. Og sá, sem neytir áfengis, hefir glatað heilbrigðri skynsemi. — Af ölvuðum manni má búast við öllu —, það er undir tilviljun komið, hvort hann kemur fram sem engill eða djöfull. Skilrúmið milli öl- æðis og vitfirringar er minna en margur hyggur. One who lcnows. „Klubbarnir“. Eins og kunnugt er, hafa margir á- gætir menn fundið sárt lil þess að hinir svo nefndu »klúhbar«, sem eingöngu hafa myndast í þeim tilgangi að hafa um hönd nautn ogveiting áfengis, skuli ekki vera afmáðir með öllu. Bæjarstjórn Reykjavíkur skipaði nefnd manna til þess að íhuga þetta mál og var það álitið heppilegast að nefndin aðstoðaði Jón bæjarfógeta Magnússon við samning laga í þessu skyni, því kunnugt var að hann hafði það í hyggju. Hann hefir því borið fram í neðri deild alþingis eftirfarandi: Frumvarp til laga um viðauka við lög frá 11. nóvbr. 1809 nr. 2(>, um verzlun og veitingar áléngra drykkja á íslandi. 1. gr. Ekkert félag manna má hafa um hönd í félagsskap neinar áléngisveitingar sin í milli, né nokkur áléngisnautn fara l'ram í föstum íélagslierbergjum, nema félagið fái til þess sérstakt leyfi lögreglustjóra. 2. gr. Engin áfengisnautn má eiga sér stað í veitingahúsum, sem ekki hafa áfengis- veitingaleyíi, livorki á veitingastöðum, þar er látin er í té gisting, né í öðrum veit- ingaliúsum, svo sem i kafíisöluhúsum eða öðrum slíkum, — í þeim herbergjum, er veit- ingar f'ara f'ram i. 3. gr. Brot gegn 1. gr. varða sektum 20— 1000 króna eða einíöldu fangelsi alt að 3 mánaða. Nú brýtur félag með föstu skipulagi gegn fyrirmælum 1. gr., og varðar þá eftir þessari (3.) gr. bæði stjórn l'élagsins og þá þjónustu- menn félagsins, er taka þátt í veitingunum, eða ef um ál'engisnautn er að ræða, þá ráð- endur, er vitandi eigi hindra hana. — Annars fer um ábyrgð fyrir brot gegn lögum þess- um eftir venjulegum reglum. Auk þess er lögreglustjóra heimilt að banna með lögregluvaldi ef þarf, samkomur félaga, er að staðaldri hafa veitingar eða áfengis- drykkju í herbergjum sínum, eða of'tar en tvisvar hafa sætt sektum f'yrir brot gegn 1. gr. þessara laga. 4. gr. Brot gegn 2. gr. varða sektum 50— 500 kr. Auk þess skal sá, er veitingar hefir um hönd á slíkum veitingastað, og brotlegur hcfir orðið tvisvar, haf'a íyrirgert rétti sínum til veitinga. 5. gr. Sektir þær, er um ræðir í lögum þessum, renna í sjóð sveitarfélags þess, þar er brotið er f'ramið. 6. gr. Með mál eftir lögum þessum skal l'arið sem almenn lögreglumál. 7. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Laugardaginn 20. júlí var frumvarpið til 1. umr. í deildinni. Flutningsmaður lýsti tilefni laganna og kvað nauðsyn bera lil þess að stemma stigu við klúbb- unum og hafa hemil á leynisölu sem ætti sér því miður stað, bæði í Reykjavík og austur með þjóðvegunum. Væri frurnv. tilraun í þá átt. Frumv. var vísað til 2. umr. í e. hlj. Samþ. var að vísu málinu til nefndar og hlutu kosningu: Jón Magnússon með 20 atkv. Mattías Ólafsson með 15 alkv. og Sig. Sigurðsson með 11 atkv. Meðferð þessa máls á þinginu verður lýst í næstu blöðum. Grjaldda^í blaðsins var 1. þ. m. Fjárhag'sathug'anir. Peningamálanefndin, sú er skipuð var í fyrra, hefir int mikið starf af hendi og gefið út stórt og ítarlegt álit. Þess skal strax getið, til þess að fyrir- byggja allan misskilning, að þeir nefndar- mennirnir, Sigurður Hjörleifsson og Magnús Blöndahl lýsa því yfir á bls. 27 í nefndar- álitinu, að þeir séu ekki samdóma hinum nefndarmönnunum : Klemenz Jónssyni, H. Hafstein og Aug. Plygenring um álit þeirra á aðflutningsbannslögunum og áhrifum þeirra á búskap landssjóðsins. Það sem hér verður sagt um störf nefndarinnar, er því beint að þeim þremur síðarnefndu nefndarmönnum. í neðanmálsklausu á bis. 19 í nefndar- álitinu stendur: „að sé meðaltal áfeng- isdrykkja þeirra, sem inn fluttust. á ári hverju 1905, 1906 og 1907, reiknað til aðflutningsgjalds eftir núgildandi toligjalda- upphæðum, þá nemur aðflutningsgjaldið á ári 374,000 kr. eða 750,000 kr. á fjár- hagstímabili", og bera þeir þetta svo sam- an við aukningu tóbakstollsins. Reynsla fyrri ára er sú, að meðan inn- flutningur á öðrum vörutegundum marg- faldaðist, þá stóð áfengisinnflutningur í stað, svo þetta álit er lika með tilliti til þess bygt í iausu lofti. Þar að auki neitum vér því, sem gersamlega röngu, að reikna aðflutningsbanninu þann tekjuhalla (374,000 -r-180,000—194,000) hjá landssjóði, sem aldrei hefir orðið til, sem beinlínis er gefið í skyn með tilvitnuðum orðum nefndarinnar. Þeir sömu nefndarmenn hafa látið í Ijósi þá skoðun, að þeir vildu afnema banniögin og láta landið taka einkasölu á öllu áfengi. Að þessu sinni skal þetta mál eigi tekið til athugunar, en að eins getið þess, að ó- mögulegt er að hugsa sér að Ijósara dæmi fynnist um rotinn og gerspiltan hugsunar- hátt. Þeir hafa lagt afarmikið kapp á það, meiri hlutinn, að telja mönnum trú um að alt sé ómögulegt eða lítt mögulegt nema með því að hafa áfengið í landinu og að það só hyrnÍDgarsteinninn undir framtíðar- velmegun þjóðarinnar og landssjóðsins, það sé sá brunnur sem aldrei tæmist, sbr. hin tilvitnuðu atriði nefndarálitsins, það sé rótt- látasti og bezti gjaldstofninn, sem hægt só að byggja á þjóðarbúskapinn. Þeir hafa með þessu sýnt það Ijóst og greinilega, að þeir hafa ekki minstu hugs- un á því, hvað sé sú sanna og rétta hag- fræði í þessum greinum. Þeir eru ánægðir, ef þeir geta einhvern veginn náð krónun- um í landssjóðinn; en þeir kæra sig ekkert um það þó það kosti þjóðina heilsu og eignatjón, sem nemur mörgum sinnum meiru á ári hverju. Pað væri rótt í þessu sambandi að benda á orð þau, sem fyrv. forsætiráðherra Dana, J. C. Christensen, lét sér um munn fara grundvallarlagadaginn 5. júní þ. á. í ræðu, er hann hélt i Ringköbing: „Ríkið mundi Jiafa ömetanlegt gagn af því ef teJcjumar af áfenginu minJcuðu,því þá muncli sparast miJcið af útgjöldunum til fátœJcraframfærzlu, hetrunarJnisa og

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.