Templar - 25.07.1912, Blaðsíða 3

Templar - 25.07.1912, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 43 geðveikrahœla. Ef danslca þjóðin vildi segja að ollu leyti skilið við drykkjuskap- inn, mundi rikið verða m'örgum sinnum ríkara, héldur en þó það fengi slcattana af hinum áfengu drykkjarföngum. Þess vegna er það mér gleðiefni, að við höfum fengið lög, sem gefa mönnum rétt til að kveða niður knœpurnar“. Hér kveður óneitanlega við dálítið annan tón en hjá sumum stjórnmálagörpunum okkar hérna og íslenzku hagfræðingunum, þessum peningamálaneíndar meiri hluta og þeirra áhangendum. Þeir virðast ekki hafa enn þá skilið þá meginreglu, sem er grund- völlur allra þjóðhagsmála, að velmegun ein- staklingsins er skilyrði fyrir góðum efna- hag landssjóðsins. Christensen er, oss vitanlega, enginn bindindismaður, og heflr aldrei verið það ; en svo mikill stjórnmálamaður er hann og sannur hagfræðingur, að hann lætur ekki til- finningar einar ráða skoðunum sínum og dómum, þegar um heill og framtíðarhags- muni þjóðarinnar og rikissjóðsins er að ræða. Brostnir hlekkir. Str. Margrét Pálsdóttir, meðl. stúkunn- ar „Yerðandi11 nr. 9 í Reykjavík, andaðist að heimili sfnu, Bergstaðastræti 3, 6. þ.m. 67 ára. Hún var einn af elztu félögum Reglunnar hór í Reykjavík ; hafði um mörg ár gegnt ýmsum störfum, verið Gæzlumað- ur í unglst. „Æskan" nr. 1 um nokkur ár. Hún sótti mjög vei fundi og hafði mikinn áhuga á störfum Reglunnar bæði inn á við og út á við. Hún lætur eftir sig 4 börn : Magr.ús, stýrimannaskólakennari, Jór- unn, gift kona hér í Rvík, Ágústa, verzl- unarmær, og Kristín, kona Magnúsar Thor- berg, símastjóra á ísafirði. Hún var jarð- sett þriðjudaginu 15. þ. m. Tölur, sem tala. Það er talið, að mað- ur, sem er óvanur áfengi, geti drukkið vökva, er hafi í sér 25 gr. áfengis, án þess að verða drukkinn. Þetta er sama sem 63 gr. af brennivíni, 580 gr. af Öli, 333 gr. frakkneskt rauðvín. 25 gr. áfengis framleiða 175 hitaeiningar (kalori), því hvert gramm af hreinu áfengi heflr 7 hitaein- ingar. Hálf-flaska af öli kostar 25 aura. í því eru 2 gr. af eggjahvítu, 20 gr. kolvetni og 14.3 gr. áfengi. Úr henni fáum við því 190.3 hitaeiningar, eða 7,6 hitaeiningar fyrir 1 eyrir. Einn lítri af nýmjólk kostar 20 aura og hefir 35 gr. eggjahvítu, 35 gr. fitu og 50 gr. kolvetni, sem er til samans 673 hita- einingar og fáum við því 33,65 hitaeining- ar fyrir 1 eyrir. Einn lítri undanrennu kostar 10 aura og hefir 35 gr. eggjahvítu, 7 gr. fitu og 50 gr. kolvetni eða ails 414 hitaeiningar. Yið fáum því 41,4 hitaeiningar fyrir 1 eyrir. Kiuipeudur tilkynui luistndaskii'ti. K.auptö, lesið og útbreiðiA T e m p 1 a r. Frá útlöndum. Bann gegn absint-sölu í Frakklandi. — Efri málstofa frakkneska þingsins sam- þykti miðvikudaginn 19. f. m. bann gegn absint-sölu í Frakklandi. Frumvarpið fer nú til fulltrúadeildarinnar. Mun hún hafa meira hugrekki til að ganga í berhögg við absint-nautnina, en hún hafði er um fækk- un knæpanna var að ræða? Vérefum það, segir „Reformatorn“. Frakkar gegn menningunni. — Þýzka tíma- ritið „Hellauf" segir svo: Hve nauðsyn- legt það er, að mótstaðan gegn áfenginu gagnsýri smátt og smátt allar þjóðir, hefir nú sýnt sig út af síðustu framkomu Frakka. Áður hafa þeir misbeitt hinum miklu á- hrifum sínum á peningamarkaðinum með því að hindra staðfestingu finsku bannlag- anna og þvinga Norðurlandaþjóðirnar til hagsmuna fyrir vínframleiðendur sína. 28. marz þ. á. skýrði þýzki ríkisritarinn frá því í fjármálanefnd þýzka rikisþingsins, að England og Þýzkaland hefðu verið búin að koma sér saman um að banna alla brenni- vínsverzlun í vissum hlutum Afríku, en það hefði strandað á mótstöðu Frakka. Á þessu sést, hve mikil áhrif áfengismenn- irnir hafa í Frakklandi og hve þýðingar- mikið það er að frakknesku bindindismenn- irnir beiti betur áhrifum sínum í framtíð- inni en hingað til Stórstúka Svia hélt þing sitt 8. þ. m. í Helsingborg. Á undan þinginu var hald- inn stór útbreiðslufundur og aðstoðuðu þar ekki færri en 18 eða 20 ræðumenn, þar á meðal margir af aðalforvígismönnum Reglunnar í Svíþjóð. Á milli ræðanna var söngur, hljóðfærasláttur og ijóðalestur. Bindindissunnudagur i Stokkhólmi. — Þeir stinga upp á því, bindindismenn þar, að einn ákveðinn sunnudag verði haldnar 50 bindindisræður þar í bænum í senn frá 50 ræðustólum, sem séu reistir víðsvegar um bæinn og vænta menn mikils og góðs á- rangurs af þeirri uppástungu, ef hún kemst í framkvæmd. Norska Stórþingið hefir bannað alla á- fengissölu í sambandi við heræfingarnar og hermannaskálana; var það samþykt með 57 atkv. gegn 55. Áfengissölumenn og framleiðendur urðu alveg hamslausir út af þessari ráðstöfun og hótuðu að gera aðför að uppástungumanninum, br. Egede-Nissen, stórþingismanni frá Finnmörk. — Sama of- stækið þar og hjá andbanningunum okkar hérna; það er margt likt með skyldum. Fólögum Reglunnar í Sviþjóð fjölgaði um 9603 á ársfj. frá 1. nóv. 1911 til 31. jan. 1912. 1. febr. voru 150,310 fullorðnir fé- lagar þar í landi og milli 70 og 80,000 unglingar eða um 230 þús. félagar alls. Afengi á Spáni. Samkvæmt skýrslu frá verzlunar- og atvinnumálaráðaneytinu í Was'nington, hefir veist mjög erfitt að út- vega amerísku whiskeyi markað á Spáni, það sé nálega ógerlegt, og jafnveJ sé von- laus verzlun á því til lyfjanotkunar, því meiri hluti spánverskra lækna noti ekki á- fengi til lækninga. Miljónamæringurinn skoski mr. Andrew Carnegie sagði nýiega í rektorsræðu sinni yfir nemendum háskólans í Aberdeen: „Yerið bindindismenn þangað til þið er- uð orðnir miljónarar". Heimsendir. Saga eftir C. .4. W. (Niðurl.). Sunnudagurinn kom — skírnin var um garð gengin. Hermína sómdi sér vel í hinni nýju virðingarstöðu sinni, Það voru mjög margir boðnir og um kveldið var dans stiginn. Ég bauð jústitsráðsfrúnni auðvitað í dans, en er hún afsakaði sig, sneri ég mér að systurdótt- urinni, sem sat við hlið hennar og án þess að spyrja hana um leyfi, þutum við inn í hring- iðu dansendanna. Nú vorum við orðið út af fyrir okkur; við dönsuðum svo stofan hring- snerist, og þegar við hættum, fórum við inn í hliðarherbergi og létum móðursysturina lengi leita að okkur alveg árangurslaust. Á mánudaginn vildi hún endilega fara heim, en stórkaupmaðurinn mátti ekki heyra það nefnt á nafn; það lá ekkert á. Jústitsráðsfrú- in mátti ómögulega vera lengur en til þriðju- dags, og þar sem ég þurfti nauðsynlega að fara heim aftur þann dag, var það ákveðið, að við skyldum fara heim þá. A mánudagskveldið kom stórkaupmaðurinn inn í stofuna til okkar og sagði: »Ég verð að ráða ykkur frá að leggja af stað á morg- un ; menn segja, að þá eigi heimurinn að far- ast«. »Hvaða bull er þetta«, sagði jústitsráðsfrúin. »Það er ekkert bull! Menn segja það a)l- staðar. Það hefir meira að segja komið í blöðunum«. »Þið verðið kyr á morgun«, sagði frú Berg. »MseIgi! Heimurinn ferst svei mér ekki ; hann stendur áreiðanlega«, sagði jústitsráðs- frúin. »Heimfarartíminn er nú ákveðinn. Við getum ekki verið lengur«. Hinn ágæti, gestrisni maðnr flutti okkur aft- ur til Lunds og kvöddum við hann þar með mestu virktum. Frúrnar höfðu komið sér fyrir í kvenna- vagni, en ég fleygði mér kæruleysislega inn í tóman karlmannavagn. Þegar til Málmeyjar var komið, bauðst ég til að fylgja þeim, en fékk allranáðarsamlegast afsvar. Ég fetaði samt 1 fótspor þeirra, komst út á skip og var afsíðis, til þess að ekki bæri á því að ég væri um of nærgöngull. Skipsklukkan hringdi í fyrsta, annað og þriðja sinn og eimpípan blés. Augu mín leituðu Hermfnu. Hún sat und- ir sólseglinu og jústitsráðsfrúin við hlið henn- ar. Sorgbitinn rölti ég aftur á bak og áfram um þilfarið. Út við sjóndeildarhringinn þutu svört ský upp á himininn; hann herti á vind- inum; eftir skamma stund var rokið orðið svo að hvein í reiðanum. Nokkrir stórir regn- dropar komu niður á þilfarið; þeir urðu brátt fleiri og fleiri. Öldurnar gengu inn á þilfarið ; leiftrin blossuðu og þrumurnar dundu. Far- þegarnir hypjuðu sig niður undir þiljur. Ég sá að jústitsráðsfrúin reyndi að standa upp með hjálp ungfrúarinnar, en hún hneig aftur niður á bekkinn. — Þá datt mér í hug að koma til þeirra.— »Karl! móðursystir mín er svo veikU sagði Hermína. »Æ, æ«, stundi jústitsráðs- frúin. Ég hélt hendi undir höfuð hennar og reyndi að hjálpa henni eins vel og mér var mögu-

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.