Templar - 25.07.1912, Blaðsíða 1
TEMPLAR.
XXV.
Reyjavík, 25. júlí 1912.
II. blað.
Stefnuskrá Good-Templara.
I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar.
II. Ekkert leyfi í neinni mynd, hversu sem á
stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar.
III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi
og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð
samkvæmt vilja þjóðarinnar framkomnum (
réttu lagaformi, að" viðlögðum þeim refsing-
um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar.
IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli
þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og mannást eru
kunnii.
V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að
framfylgja lögunum.
VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga
og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug-
leika, þar til vér höfum borið sigur úr být-
um um allan heim.
Ný atkvæðagreiðsla
um bannlögin.
Þeir, Guðjón Guðlaugsson, þm. Stranda-
manna, Pórarinn Jónsson, 2. þm. Húnv.
og Stefán Stefánsson, 4. kgk. þm. hafa
borið upp í efri deild alþingis eftirfar-
andi tillögu til þingsályktunar:
»Alþingi ályktar að skora á stjórnar-
ráðið, að láta fara fram leynilega at-
kvæðagreiðslu allra Alþingiskjósenda
á landinu um það, hvort nema skuli úr
gildi iög nr. 44, 30. júlí 1909, um að-
flutningsbann á áfengi. Atkvæðagreiðsla
þessi fari fram í sveitum á næstu haust-
hreppskilaþingum, en í kaupstöðum 1.
vetrardag næstkomandk.
Við atkvæðagreiðslu um bannlögin er
í sjálfu sér ekkert að athuga, ef hún er
framkvæmd þegar eitthvert vit er í því.
Það er ekkert vit í því að fara fram
á atkvæðagreiðslu fyrri en bannlögin
hafa fengið ákveðna reynslu, ekki fyrri
en þau hafa staðið um nokkurra ára bil.
Það er móðgun við kjósendur að spyrja
þá um afnám laga, sem ekki er fengin
reynsla fyrir, einkum þegar þeir hafa
krafist þess með atkvæðagreiðslu að fá
slik lög.
Þetta er tilraun til að brennimerkja
þjóðina í augum erlendra þjóða ; henni sé
í engu að trúa; hún samþykki eitt í dag
og rifi það svo niður á morgun.
Vér trúum því ekki, að andbanning-
arnir, sem halda því fram, að lögin felli
sig sjálf, þegar þau eru komin til fullra
framkvæmda, og þá muni þjóðin ein-
róma heimta þau afnumin, skuli ekki
vilja bíða eftir svo góðu tækifæri.
Eigi að síður virðist skína i gegnum
þesáa tillögu hræðsla um að lógin muni
reynast vel og þjóðin muni ekki fást til
að afnema þau, þegar hún er farin að
sjá hinar heilladrjúgu afleiðingar þeirra.
Það var viðurkent á síðasta þingi, að
konurnar ættu að fá kosningarrétt. En
þeir herrar, tillögumenn, hafa ekki álitið
Myndasafn „Templars".
Br. Þorsteinn Jónsson, Grund á Akranesi, er maðurinn, sem
»Templar« leyfir sér aö sýna lesendum sínum að þessu sinni.
Br. Þorsteinn Jónsson heflr um mörg ár verið með-
liniur stúkunnar »Akurblómið« nr. 3 á Akranesi og mikið heflr
hann starfað þar, bæði innan stúku og utan; liann heflr um
mörg ár verið Umboðsmaður Stór-Templars og einnig gegnt
ýmsum öðrum störfum í stúkunni. Hann mætti sem fulltrúi
stúkunnar á stórstúkuþinginu á Akureyri 1907 og tók þá stór-
stúkustig. Hástúkustig tók hann í júní 1909 er hann mætti á
stórstúkuþingi hér í Reykjavík.
Br. Þorsteinn er fjörmaður og skemtinn, glaðlyndur og góð-
viljaður, tryggur vinur og styrktarmaðnr alls, sem gott er og
þarft. Hver sú stefna, sem hann hefir léð fylgi sitt, á í hon-
um sterkan fylgismann og duglegan, óþreytandi brautryðjanda.
Hann er greindur vel og skáldmæltur, eru mörg góð kvæði til el'tir hann. Heimili hans er
eitt hið snotrasta og ber vott um ráðdeild og íramúrskarandi umgengni, enda er kona
hans viðurkend mesta dugnaðar og sómakona og tekur hún með lifandi áhuga þátt í öll-
um viðfangsefnum hans. Br. Porsteinn var um nokkur ár hreppsnefndaroddviti og gegndi
hann því starfi með dugnaði og fyrirhyggju. Hann er fæddur 4. júní 1857. __________
Porsleinn .lónsson.
neitt réttlæti í því fólgið að taka tillit
til þess. Það virðist sjálfsagt, að þær
ættu ekki síður að hafa úrskurðarvald
um þetta mál en karlmennirnir, því ekki
verða þær síður varar við afleiðingar á-
fengisófagnaðarins en þeir.
Er vonandi að konurnar heimti að
þær verði teknar til greiua í þessari til-
lögu.
Að öðru leyti er það áreiðanlegt, að
þettað er ekki leiðin til þess að binda
enda á barátluna andbanningunum í hag.
Li.öggæzlan og bannið.
Andbanningarnir hafa haldið því fram,
áður en bannlögin gengu í gildi og einnig
síðan, að þau yrðu brotin og hafa þeir
fundið þeim það meðal annars til foráttu.
Það má segja, að litið mark sé á þvi
að taka, hvernig lögin hafi reynst þann
stutta tíma, sem þau hafa verið í gildi
undir þeim takmörkuðu kringumstæðum
sem nú eru þau, þegar sala áfengis og
flutningur í landinu er leyft.
Að sjálfsögðu liggur næst sú spurning:
Hvernig eru lögin framkvæmd af hálfu
lögreglunnar?
Áður en maður víkur að því atriði,
ber að athuga, bvernig framkoma lands-
stjórnarinnar hafi verið þegar í byrjun
gagnvart framkvæmd laganna.
Það er kunnugt, að landsstjórnin hefir
gert ýmsar undanþágur frá lögunum.
Ein þeirra heíir verið gerð að umtals-
efni i blöðunum og er það álit sumra
manna, að þar hafi verið farið feti fram-
ar en lögin heimila. Það er um vín-
birgðirnar, sem Frökkum hafi verið leyft
að geyma hér á höfninni handa fiski-
skipum sínum. Gerði Jón Ólafsson veð-
ur út af þessu í blaðinu »Reykjavík« og
taldi það brot á lögunum.
Ráðherrann sendi öllum sýslumönn-
um á landinu bréf um bannlögin, dags.
2. des. f. á. (birt í B-deild stjórnartíð-
indanna 1911, 30. desbr.). Þar segir svo:
»Þar sem svo er í 5. gr. ákveðið meðal
annars, að skipstjóri megi ekki »veita«
öðrum en skipverjum áfengi, þá má ekki
skilja þetta svo, að skipstjóri megi ekki
hafa gesti í boði, og veita þeim jafn-
framt áfengi, meðan að hver sem vill
getur fengið áfengi í landi«.
Margir líta svo á, að þetta sé beint
brot á hinni tilvitnuðu 5. grein laganna
og að stjórnin hafi enga heimild haft til
þess að gera þessa undanþagu, sem að
öðru leyti virðist gersamlega tilefnislaus
og þarflaus.
Þá eru lögreglustjórarnir.
Eins og óllum landslýð er vitanlegt,
eru allir lögreglustjórar landsins, að
nokkrum heiðarlegum undantekningum,
andstæðir bannlögunum. Sumir láta þau
afskiftalaus, þegar bezt lætur, en aðrir
gera alt, sem þeim er unt, til þess að
fá þau afnumin. Það er ekki að búast
við því að þeim hinum sömu leiki sér-
staklega hugur á því að halda lögunum
í heiðri og vernda þau, enda vitum vér
það með vissu, að þar sem svo er á-
statt, er ekkert hugsað um að líta eftir
skipum og innsigla áfengisbirgðir, er þau
kynnu að hafa meðferðis. Að þessu
sinni ætlum vér ekki að nefna nein nöfn,
en álítum sjálfsagt, að þeir lögreglustjór-
ar, sem verða þess varir, að ekkert hefir
verið athugað á þeim höfnum, sem skip-
in hafa komið við á áður en þau komu
til þeirra, að þeir tilkynni það stjórnar-
ráðinu, svo hlutaðeigandi embættismenn
fái aðvörun.
Aftur á móti vitum vér, að laganna er
vel gætt í Reykjavik og hefir lógreglu-
stjórinn þar ágætan mann fyrir sína
hönd til þess, og ber að geta þess að