Templar - 30.10.1912, Blaðsíða 3

Templar - 30.10.1912, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 63 Um áfengi til almennrar nautnar, Lauslega þýtt úr: y>Arnold Muller: Sundhedslœre«, af S t. B j . (Niðurl.). En þá er að athuga, hvort þetta er nú eins hér heima (í Danmörku; bókin er rit- uð á dönsku). Að tilhlutun dr. J. Carlsens hafa dánar- vottorð frá öllum kaupstöðum í Danmörku frá árunum 1890—’97 verið rannsökuð, en af þeim sést, að fullorðnum karlmönn- um á aldrinum 35—45 ára, hefir 7. hver maður dáið af „króniskri" áfengisveiklun. Og þó er auk þess til mesti fjöldi af dán- arvottorðum, sem ekkert stendur á um á- fengisveiklun, en þar sem þó alt bendir til þess, að líffærisveiki sú, sem nefnd er sem dauðamein, hafi stafað af „króniskri" á- fengisveiklun, og má jafnvel í mörgum til- fellum fullyrða það. En læknir sá, sem gefið hefir út dánarvottorðið, hefir í þeim tilfellum, af hlífð við ættingja hins látna, slept orðinu „áfengisveiklun", en nefnt líf- færissjúkdóm þann, sein áfengisveiklunin hefir valdið. Þessi dánarvottorð eru þvi í raun og veru rétt, þótt þau segi ekki beran sann- leikann. En það sem ekki er rétt við þetta er það, að dánarvottorðin eru fengin ætt- ingjunum í hendur. Því væri svo ekki, þyrfti læknirinn aldrei að hlífast við að nefna dauðameinið réttu nafni. En taki maður nú með öll þau dánar- vottorð, þar sem lesamáorðið: „Afengis- veiklun" milli línanna, þá kemst maður að þeirri niðurstöðu, að líklegast er að meira en 6. hver maður á aldrinum 35-—45 ára, hafi dáið beinlínis af „króniskri" áfengis- veiklun. Og þetta kemur heim við aðra athugun, sem dr. G. Paulsen hefir gert um dánar- tölu í einum af stærri kaupstöðum vorum með tilheyrandi nágrenni. Og þótt hann teiji með fullorðnum alla þá, sem eru orðn- ir fullra 20 ára, — og getur maður þó varia búist við að finna hjá svo ungum mönn- um nema að eins byrjun til „króniskrar" áfengisveiklunar —, þá kemst hann þó að þeirri niðurstöðu, að dauði 5.—6. hvers manns hafi beinlinis stafað af „króniskri" áfengisveiklun. Og auk þess finnur hann út, að hún hefir verið ein af aðalorsökun- um til dauða 3.-4. hvers manns. Það getur nú hver maður séð, að tala reglulegra drykkjuríita i þessum bæjum er ekki svo há, að það geti gert oss skiij- anlega þessa feyknar-háu dánartölu af völd- um áfengisins. Rannsóknir þessar sýna oss því með öðrum orðum, að veiki þessi nær langt út yfir hin reglulegu drykkjuskapar- takmörk. Að eins með því að taka það í reikninginn, að fjöldi manna, sem að eins neyta áfengis í „hófi“, fái veikina lika, þá getur maður gert sér skiljanlega þessa háu tölu, sem maður fær út. Og þó verður maður að athuga það, að hér er að eins að tala um áfenglsveiklun- ina á versta og hæðsta stigi, nefnilega þar, sem hún leiðir menn i gröfina. En á allri þeirri leið, frá því hún byrjar og til þess- ara endaloka, er svo feykilega mikið af veikindum og kvöl, sem engar þjóðhags- skýrslur geta frætt mann um. Enn þá er eftir að nefna þann eiginleika áfengisveiklunarinnar, sem líklegast er einna mikilvægastur. Mjóg nákvæmar rannsóknir hafa sýnt, að áfengisveiklunin hefir víðtækari áhrif til úrættunar en nokkuð annað, sem úrkynj- un getur valdið, með því að afkvæmin fæðast veik. Veiklun sú á öllu líffærakerfinu, sem á- fengisneytandinn bakar sjálfum sér, með því að eyðileggja likamshreysti sína smátt og smátt, verður ekki séreign hans eins, heldur erfa líka börnin hans það. Og í þessu er mesta bölvun áfengisnautnarinnar fólgin. Sá, sem stöðugt daglega neytir áfengis, „afnvel þótt i „hófiu sé, og þannig stöðugt og örugt ryður hinni „krónisku" áfengis- veikun braut í líkama sínum, hann ætti að vita, að hann gerir meira en það eitt. Þvi svo framarlega sem hann eignast af- kvæmi, munu áhrif áfengisins einnig ná til barnanna, þannig, að þau fæðast í heim- inn verr þroskuð, bæði líkamlega og and- lega, heldur en þau hefðu orðið, ef for- eldrarnir hefðu verið heilbrigð. Það er ekki að eins reynsla læknavís- indanna sem stöðugt sýnir oss hversu mikla þýðingu þessi eiginleiki áfengisveiklunar- innar hefir, heldur hafa menn fengið stað- festingu á því með margvíslegum og ná- kvæmum rannsóknum. Grafist maður eftir því, hvernig ættarstofn barna þeirra er, sem fæðast heilsulaus og sérlega móttæki- leg fyrir veikindi (t. d. berklaveiki), eða sem eru illa gefin andlega, þá kemst mað- ur að þeirri niðurstöðu, að í langflestum tilfellum hafa foreldrar þeirra, annaðhvort eða bæði, verið áfengisneytendur. Og um börn þau, sem fæðast reglulegir hálfvitar eða fábjánar, eða á einhvern ann- an hátt afbrigðileg (abnorm), er alveg sama að segja. í langflestum tilfellum finnur maður, að hið veika heilastarf barnsins er arfur, sem stafar af veiklun hjá forelarun- um öðru eða báðum. Og jafnaðarlegast verða börn áfengisneytenda sjálf drykkju- menn. Það er ekki sjaldgæft, að slíkum árás- um á áfengið er svarað með því, að benda á ákveðna menn, sem hafa drukkið mjög mikið, en þó alt af verið hraustir og með fullum burðum, og þar á ofan orðið mjög gamlir. En þetta sannar ekki neitt. Því þessir menn hafa í arf frá feðrum sínum eignast framúrskarandi sterkbygðan iíkama, svo hraustan, að varla er hægt að eyðileggja hann. Á slíkum undantekningum frá að- alreglunni er ekkert hægt að byggja. Og svo annað, að það er alls ekki svo, að þessi áfengisnautn skilji engin merki sín eftir önnur en þau, að hafa veitt mann- inum sjálfum gleði óg ánægju það augna- blikið. Það þýðir ekki nokkurn hlut að leita að afleiðingunum hjá þessum manni sjálfum, svo óeyðanlegur hefir hinn góði arfur hans verið; maður verður að leita að þeim hjá börnum hans. Og næstum undantekningarlaust finnur maður, að það eru þau, sem verða að bera afleiðingarnar af líferni föðurs síns. Veikindi þau og veiklun, sem líkami hans gat varist, ná að ræta sig i börnunum alt frá því að þau sáu dagsins ]jós. Það er mjög almenn skoðun, að þar sem áfengi er stundum notað sem meðal í veik- indum, sanni það að rétt, sé að nota það í daglegu lífi. En væri reynt að beita þessari sömu sönnun gagnvart öðrum eit- urtegundum, sem notuð eru af læknum, þá mundi mönnum þykja hún í meira lagi kjánaleg. En þó að það liggi algerlega fyrir utan það, sem hér er um að ræða, að tala um verðmæti áfengis sem meðals, þá er þó eitt atriði við það, sem ekki má sleppa. Þess var þegar getið þar, sem rætt var um magakvef, hvilíku feikna táli menn beita líkama sinn, með því að nota áfeng- ið sem meðal við meltingarsjúkdómum, einkum sem ýmisleg „Inttermeðul". Því var þá lýst hvernig hin lamandi á- hrif áfengisins á líffærin geta gert það að verkum, að mönnum finst þeim batna, án þess þó að svo sé á nokkurn hátt. En það eitt er vist. að áfengið gerir ekki hið minsta gagn, heldur ætíð skaða, með því að það hindrar meltinguna og hefir eyði- leggjandi verkanir á starfsemi magans, hvort sem þess er neytt í smáum eða stór- um skömtum. Og í þessu tilliti kemur alveg í sama stað niður, hvort þess er neytt sem brennivíns, víns, öls, eða það er blandað með „bitter“-efnum. Rómverska konan. Saga eftir Paul Heyse. (I'raœh.). Móðir mín tók f handlegg mér. Þú ert frá- vita, Gemma, sagði hún. Ætlarðu að baka þér allra þessara erfiðleika fyrir þennan dauð- vona mann? Við höfum ekkert rúm handa honum. — Ég last hann í rúmið mitt, sagði ég; ég hefi auk þess ekki getað sofið og það var rödd frá himni, sem vakti mig, meira að segja um miðja nótt. Og ég bætti við: Ef þið eruð bæði svo harðbrjósta, þá get ég alveg verið án ykkar; ég hefi næga krafta og get því ein borið hann upp stigann. Svo tók ég undir hendur yðar, og af því ég var svo reið út af þrákelkni þeirra, þá gat ég beitt miklu meira afli en annars. En þá tóku þau líka á og þrátt fyrir það gekk erfiðlega að koma yður upp stigann, því þér eruð sannar- lega enginn fífupoki — (svo hló hún hátt og ég gat ekki heldur varist hlátri) — og þó þér hefðuð ekki meðvitundina, stunduð þér óaflátanlega, því óhræsis hnífurinn stóð fastur í öxlinni á yður. Svo varð Girolamo að hlaupa til Susina læknis og þér voruð lagður bindum; móðir mín sótti ís til San Giovanni-spítalans og skraddarinn þvoði þá um nóttina þrepin og götuna fyrir framan húsið með volgu vatni og bar ösku á blóðblettina, sem ekki var unt að þvo af. Sjáið nú til, þannig hefi ég her- tekið yður og áður en þér getið jafn-létt og fuglinn flogið niður stigann, sem yður var mjakað upp eins og helgillkani, læt ég yður ekki lausan; það megið þér vera viss um. Farið nú að sofa; við höfum nú þegar rabbað meira en góðu hófi gegnir«. Hún hneigði sig og ætlaði að fara burt, en ég náði í skykkjuermi hennar og hélt henni fastri. »Frú Gemma«, sagði ég. »Þér eruð engill frá himnum kominn. Ef ég að eins hefði mist blóðið yðar vegna, sem rann úr öxlinni á mér um nóttina, þá hefði ég aldrei séð eftir því. Og til endurgjalds lofa ég yður þvt að hlýðn- ast yður í öllu og vera yður byrði þangað til að þér sjálf vísið mér á dyr. En gerið það fyrir mig að láta mig einhvern staðar út f horn, þar sem ég yrði yður til minni trafala. Þegar ég hugsa um það, að rúmið þetta — og hvar getið þér nú hvílt yður ? »Ég um það«, sagði hún og hló um leið. »Fyrst um sinn þarf ég ekki iúm, því við vökum yfir yður til skiftis, móðir mfn og ég, og sú, sem ekki vakir, hallar sér hjá Bicettu. Jíæsfa blað 10. nóvember.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.