Templar - 14.07.1914, Side 1

Templar - 14.07.1914, Side 1
TEMPLAR. XXVII. Reyjavík, 14. júní 1914. 10. blað. Stefnuskrá Good-Templaru. I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar. II. Ekkert leyfi f neinni mynd, hversu sem á stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar. III. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð samkvæmt vilja þióðarinnar framkomnum f réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing- um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar. IV. Sköpun heilsusamlegs almenningsálits á máli þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á alla þá vegu, sem mentun og mannást eru kunnir. V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að framfylgja lögunum. VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun, þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug- leika, þar til vér höfum borið sigur úr být- um um allan heim. Jprjátiuárastríðið á íslandi 1884-1914 um áfengismálið. (Aðsent). Árið 1912 gengu bannlögin í gildi að hálfu leyti; þá var tekið fyrir allan að- ílutning, frá 1. janúar 1912, en leyfð út- sala með sama hætti og áður á þeim birgðum, sem til voru í landinu í árs- lok 1911. En nú í lok þessa árs er það söluleyfi úti. Á nýársdag 1915 öðl- ast bannlögin fult gildi. Eru þá liðin 30 ár frá því sú barálta liófst hér á landi. Áhuginn á þessu alþjóðamáli vex ár frá ári um allan heim. Allar aðrar norðurlandaþjóðir hafa nú í fullri alvöru sett sér það markmið að koma á algerðu áfengisbanni. Leirri stefnu vex óðum fylgi í öllum menningarlöndum. Þess vegna vekur það mjög mikla eft- irtekt út um heiminn, að íslendingar, ein minsta þjóðin, hafa orðið fyrstir til, komist fram úr öllum þjóðum i þessu mikla þjóðþrifastríði, og náð alla leið að keppimarkinu, á undan öllum öðr- um. Það er fremur stutt síðan farið var að hafa orð á því meðal fræðimanna, að smáþjóðirnar myndu á komandi tím- um geta sér margvíslega frægð í þroska- viðleitni mannkynsins, standa betur að vígi í ýmsuin greinum en stórþjóðirnar, verða á undan þeim og vísa þeim farsæld- arleiðir. Þetta hafa menn markað af ýmsum viðburðum nú að undanförnu. Minni þjóðirnar hafa t. d. orðið fyrstar til að veita konum kosningarétt (New Zealand, Finnland, Noregur og fleiri), engin enn af stórþjóðunum; sama er að segja um þá nýbreytni, að leggja mikil- væg þjóðmál undir atkvæði allra kjós- enda (Referendum), og margt íleira mætti tilnefna. Það hafði áður verið alheims- trú, að farsæld og framfaramáttur þjóð- anna færi eftir fólksfjölda, hamingjuveg- urinn greiðastur fyrir stórþjóðirnar og því hollast fyrir allar smáþjóðir að vera ekki að bauka sér, heldur ganga í stóru þjóðfélögin, þóttust menn sjá, að það myndi eiga fyrir þeim að liggja. En nú hefir virðing smáþjóðanna vaxið stórum, svo að spárnar ganga nú í öfuga átt, ganga þeim í vil. Aðflutningsbannið hér á landi er nú tal- in ein veigamesta sönnunin fyrir þessari nýju kenningu um yfirburði smáþjóða og hægari aðstöðu þeirra en stórþjóðanna í mörgum stærstu áhugamálum mannkyns- ins. Ymsir glöggir menn spá því, að stór- þjóðirnar muni smámsaman láta af þeim gamla sið, að bæla smáríkin undir sig, og miklu fremur, þegar fram líða stund- ir, sjá sér hag í að hlynna að ýms- um dugandi smáþjóðum, einmitt af þessu, að þær eiga oft hægast með að rata réttar hagsmunaleiðir, segja stórþjóðun- um til vegar. Það er undraljós bend- ing í þessa átt, að síðan 1912 hafa hing- að komið fyrirspurnir víðsvegar að um áfengisbannið, hvernig það liafi komist á og hvernig það muni lánast, Það grunar víst enga hér, aðra en þá, sem mest eru við bannmálið riðnir, hversu mikla athygli bannlögin okkar hafa vak- ið á íslandi og íslenzku þjóðinni; þau hafa borið orðstír þjóðarinnar land úr landi og út i aðrar heimsálfur, góðan orðstír, sívaxandi eftirtekt, sem marka má af fréttaritum og tilskrifum. Það liefir nú hinsvegar vakið okkar athygli hér á landi, að ýmsir merkir menn erlendis halda í fyrstu, að við hér höfum komist svona alla leið í einu stökki, á fáum árum, hugsa svo, að það geti þá aðrir gert líka og spyrja um að- ferðina. Þess vegna er okkur hér orð- ið ljóst, að saga bannmálsins hér á landi er mjög svo mikils verð vísbending fyrir aðrar þjóðir, af því að hún færir svo einkar skýrar sönnur á það, að slík ger- breyting er óhugsandi í einu hendings- kasti, heldur verður að feta sig áfram smátt og smátt, stig af stigi. Það hefir tekið 30 ár hér með jöfnu áframhaldi (Evolution) og revnslan fullsannað, að snögg bylting (Revolution), úr litlu eða engu aðhaldi yfir i algert bann myndi aldrei hafa blessast i stórlöndum. Það er því harla fróðlegt að glöggva sig á helztu viðburðunum hér í þessu þrjátíuárastríði. 1884 sté Good-Templarareglan hér á land; þá var stríðið hafið, bindindisfé- lög stofnuð, bannmerkið reist. Áfengis- nautn var þá almenn, og þó öllu minni en víða i öðrum löndum. En þessi nýja kenning kom öllum á óvart, var þver- öfug við ættgengar, rótgrónar venjur og skoðanir. Hún var bersýnileg ílónska í flestra augum. Viðtökurnar alveg eins og gerst hefir í upphafi i öðrum lönd- um; bindindið var fyrst í stað talið liálfgerð minkun, áfengisbann argasta flónska. En fylgið jókst furðu iljólt við þær nj7ju kenningar. Good-Templarafélagið dafnaði ár frá ári og liefir síðan vaxið máttur og megin fram á þennan dag smámsaman, fet fyrir fet, breytt almenn- ingsálitinu og komið því til leiðar, að áfengisnautnin hefir verið heft jafnt og þétt, meir og meir og loks afnumin. 1888 var bannað að selja unglingum (innan 16 ára) áfengi, afnumin staupa- sala í búðum og sveitastjórnum veitt atkvæði um það, hvort gestgjafar mættu selja áfengi (lög 10. febr. 1888). 1899 (lög 11. nóv. 1899) var héraðs- stjórnum veitt atkvæði um alla áfengis- verzlun, en um veitingaleyti skyldu nú allir kjósendur eiga atkvæði á almenn- um fundi í hverri sveit, bæ eða hreppi, (local option); jafnframt var lagt allhátt leyfisgjald á alla áfengiskaupmenn og áfengisveitingamenn (high license). Nú fækkaði sölustöðunum hröðum skrefum. 1900 (lög 12. jan. 1900) var bannað- ur allur tilbúningur áfengra drykkja annara en ölfanga, sem ekki væri svo áfeng að næmi 2Vr°/o. Þess ber að gæta, að hér hafði enginn rekið þá atvinnu að brugga áfenga drykki, þeir allir að- íluttir. 1905 var samþykt á alþingi að leita atkvæðis þjóðarinnar við næstu þing- kosningar um algert bann gegn aðflutn- ingi áfengra drykkja. 1907 (lög 22/n 1907) var tekið fyrir á- fengissölu á farþegaskipum inni á höfn- um. Þá var og lyfsölum bannað að selja áfengi og áfeng lyf í lausasölu eða oftar en einu sinni eftir einum og sama lyfseðli. 1908 fóru fram þingkosningar og at- kvæðagreiðsla þjóðarinnar um algert á- fengisbann. 4900 greiddu atkvæði með banninu, en 3218 móti því. 1909 setti svo alþingi lög um aðflutn- ingsbann (lög 30. júní 1909), þess efnis, að 1. jan. 1912 skyldi tekið fyrir allan aðflutning áfengis, nema þess sem skylt væri að hafa til lækninga samkvæmt lyfjaskrá landsins eða nauðsjmlegt til verklegra afnota; skyldi skipa umsjón- armann til að sjá um þau áfengis- kaup. Hinsvegar var þeim kaupmönn- um (í 9 af 70 verzlunarstöðum lands- ins) og veitingamönnum (3 af 92) sem þá (1909) höfðu söluleyfi, leyft að halda áfram sölunni eftir V1 1912 á þeim birgðum sem þeir þá liefðu til, þó ekki lengur en til 31. des. 1914.

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.