Templar - 14.07.1914, Qupperneq 3
39
25 og á öllum aldri getur það verið
skaðlegt fyrir hvern sem er.
Baráttan Ég hugsa mér nú að Unglinga-
aukin. reglan vilji nú af ýmsum ástæð-
um leggja mikið kapp á barátluna gegn
tóbakinu með það mark fyrir augum
að útrýma því með öllu. Eg býst ekki
við að ég geti bent á hvað bezt væri
fyrir Regluna að gera í þessu máli. Ráð-
legt gæti það virst að koma á tóbaks-
bindindisfélögum eða nýjum stúkum
með tóbaksbindindisheiti, er tækju við
af barnastúkunum. Þeir menn standa
bezt að vígi til að ráða fram úr þessu
máli, sem kunnugastir eru högam barna-
stúknanna, og þeir ættu -ekki að setja
ljós sitt undir mæliker.
Breytt starf, Eftir að bannlögin eru kom-
ný málefni. jn á hlýtur I.O.G.T. að breyt-
ast frá því sem nú er. Það verður ekki
lengur þörf á að ná mönnum í vínbind-
indi eins og liingað til. Aðalstarfið verð-
ur fólgið í því að fræða þjóðina um
gildi bannlaganna og skaðsemi áfengis.
Til þessa starfs notast ekki allir þeir
kraftar, sem Reglan hefir nú yfir að
ráða, og ef þeir eiga ekki að rýrna, þarf
að fá þeim nj7tt viðfangsefni, og ef Regl-
an sjálf á ekki að dej'ja út með víninu
— en það má ekki verða — þarf hún
að snúa sér að nýju eða nýjum viðfangs-
efnum. Þótt langt kunni að vera þang-
að til að Bakkus er með öllu landræk-
ur, virðast einmilt timamótin vera nú
til að velja hina nýju stefnu. í minum
augum er tóbaksbindindismálið beinast
fyrir og frá þjóðfélagsins sjónarmiði er
það meira velferðarmál en ílest af þvi,
sein kallað er þjóðmál. Vitanlega er í
Reglunni margt manna, sem neyta tó-
baks og vilja ógjarnan leggja þann vana
niður; en þótt þeir neyti tóbaks, ættu
þeir að geta séð, að hér er um velferð-
armál að ræða. En það er líka í Regl-
unni margt karla og kvenna, sem ekki
neyta tóbaks. IJeim mönnum þarf að
fá hið nýja málefni í hendur og þannig
á að auka baráttuna við tóbakið eftir
því sem vínið hverfur úr sögunni. Þetta
mál er þess vert, að um það sé rætl og
ritað og síðan undirbúið fyrir stórstúku-
þing til endanlegra úrslita.
Vegur Ég mintist á það, að i flest-
íslands. um siðuðum löndum væru kom-
in á sambandsfélög milli tóbaksbind-
indisfélaga i viðkomandi landi. Nú er
það í undirbúningi að öll þessi félög
myndi veraldarsamband, tit að kosta
vísindalegar rannsóknir í skaðsemi tó-
baks, gefa út alþjóðlegt tímarit um það
efni o. s. frv. Það væri sómi fyrir ís-
land, ef íslenzkir tóbaksbindindismenn
gætu beitt sér fyrir þessu máli og sómi
væri það lika ef ísland yrði fyrsta land-
ið til að losa sig við tóbakið. IJess mun
getið í veraldarsögunni, að ísland var
fyrsta land í Evrópu til þess að gera
Bakkus útlaga, en því má ekki gleyma,
að ísland á að vera öndvegisland á sem
flestum sviðum og í tóbaksbindindismál-
inu er ótvírætt leikur á borði.
Jón Dúason.
T E M P L A R.
f Sigurður Sæmundsson
(i Akurhúsum i Garði)
fæddur 27. ágúst 1861 — dáinn 20. maí 1914.
Kveðja frá stúkunni Friðsemd ur. 165.
Vinur og bróðir! Pá er úti þrautin.
Tig hefir Drottinn kallað heim úr stríði.
Nú er þér orðin blessun þyrnibrautin —
blessunarríkust er hún, þó að sviði.
Pökk fyrir shíðið! þú átt heimvon góða,
þú átt nú vist með góðum hirði þjóða.
Glaður i von þú gekst að þínu verki:
»Guð er mín hjástoð, engu þarf að kvíða«.
Vissir þig ávalt undir Drottins merki,
ótrauður réttu’ að hlýða, góðs að bíða.
Þökk fyrir starfið! þú átt heimvon góða,
þú átt nú vist með hjálparanum þjóða.
Fórnfúsir, eins og þú, við viljum vera,
vona hins bezta, örugt skeiðið þreyta,
rótfasta trygð til Reglu vorrar bera,
rækja vor störf, því Guð mun sigur veita.
Pökk fyrir dœmið. Guðs hinn góði andi,
gel'ðu, að Friðsemd á þvi hjargi standi!
B. J.
Heilsusamleg'ar nautnir,
í danska blaðinu „Frisk Luft“ stendur
eftirfarandi klausa:
Við lifum á öld nautnanna. Allir sækj-
ast eftir nautnum, frá þeim lítilmótlegasta
til hins mikilhæfasta; en hve ólíkar eru
ekki nautnirnar! Satt er það, að við er-
um sennilega ekl:i látin vera héf á jörð-
unni til þess eins að draga fram lífið í
kveini og kvölum, án allra nautna og lífs-
gleði, það er langt í frá. Það er séð fyrir
því, að náttúran veitir þær nautnir, sem
fullnægja öllum.
Gaktu um í skóginum um bliðan sum-
ardag, hlustaðu á fuglasönginn, athugaðu
blómskrúð merkurinnar, dragðu að þér
ilminn frá þúsundum ilmjurta, drektu tæra
vatnið úr fossandi lækjarsprænunni, dragðu
að þér hreina loftið í djúpum andardrátt-
um. Er lífið þá án nautna ?
Eða — farðu niður að ströndinni og
fleygðu þér í svalandi sjóinn og þú munt
finna til þæginda þeirra, sem hin réttu lyf
náttúrunnar veita þér, og þegar sólargeisl-
arnir gefa líkamanum þann náttúrlega hita,
mun þá ekki taugakerfið hafa fengið þá
örfun, sem æskileg er.
Og ef þú sezt svo að óbrotinni máltíð
og neytir með góðri lyst nærandi rétta,
þá er það einnig nautn.
Lífið er í sannleika nautn, en mennirn-
ir hafa eigi gert sig ánægða með það og
hafa, því er miður, komist inn á braut
skaðlegu nautnanna.
Barnablaöid »ÆSKAI((
vill komast iTiii á öll bnrnnheimili á íslnndi.
Pnntið Iinnn í nfgreiðslunui Lnugnveg 68.
Verð árg. 1 kr. 20 nur.
„Templar“s-
iírgangarnlr 1910, 1911, 1912 og 1913
fást hjá iltgefanda innheftir og kosta
75 a. liver, en allir í einu lagi 2 kr.
auk hurðargjalds.
Frá stúkunum.
Skemtiför fóru barnastúkurnar í Rvík
suður í Kópavogshvamma sunnudaginn 5.
þ. m. Lagt var af stað kl. 10 árd. og
gengið í skrúðgöngu með stúkufánum og
smáflöggum um nokkrar aðalgötur bæjar-
ins. Lúðrafélagið „Sumargjöfin" gekk í far-
arbroddi og lék á hljóðfæri sín, en í göng-
unni voru um 180 manns og bæt.tust þó
nokkrir við síðar á skemtistaðnum, þar á
meðal nokkrir félagar barnastúkunnar „Sól-
ey“ á Álftanesi. Áð var á Öskjuhlið og
smakkað á nestinu og síðan haldið áfram
þar til á skemtistaðinn var komið. Var
þá búið að reisa þar stórt tjald og blakti
templarafáninn yfir því, eins og hann væri
að bjóða alla velkomna. í tjaldinu var
selt kaffi, mjólk, limónaði o. fl. Þegar
búið var að borða og hvíla sig, var tekið
til íþróttanna. Var fyrst kapphlaup og
tóku um 80 þált í því. Siðan var hástökk,
en þátttakendur færri. Þrenn verðlaun
voru veitt í hvorri grein og voru það mest
bækur, sem barnablaðið „Æskan“ hafði
gefið. Að því búnu var farið i ýmsa leiki,
þangað til kl. 5 síðd.; þá var farið að
týgja sig til heimferðar og komið heim kl.
6U2. Veður var hið bezta allan daginn
og hjálpaði það mjög til að gera þetta
ferðalag skemtilegt. 1.
Frá útlöndum.
Upplýsingaskrifstofu í Kristjaniu hafa
bindindismenn í Noregi sett á fót. Hefir
sambandsstjórnin veitt forstöðumannsstarfið
O. S. Solnördal málaflutningsmanni.
Almenningur hafði samt búist við því
að starfið yrði veitt br. P. A. Pedersen,
yfirprentara, sem hefir í nærfelt 20 ár starf-
að að Utvegun upplýsinga, bæði í Noregi
og utan Noregs. En líklega mun lögfræð-
fræðisprófið hafa mátt sín meira en verk-
lega reynslan og dugnaðurinn.
Danska bannnefndin. Eins og lofað var,
þegar rótnemastjórnin komst að völdum í
Danmörku, þá hefir verið ákveðið að setja
nefnd til að athuga og gera tillögu um
bannlög í Danmörku. 15 eða 17 manns
eiga að vera í nefndinni og eiga hvor þing-
deild um sig að kjósa 4 menn í nefndina,
en stjórnin skipar hina. Þessir eru þegar
skipaðir af þinginu: frá Rótnemum Ferdi-
nand Nielsen, frá Vinstri mönnum Laurs
Kvist og Eising, frá Hægri mönnum Poul
Rasmussen og Abrahamsen. Formaður
nefndarinnar verður C. Ussing, þjóðbanka-
stjóri, sem átti sæti í bindindisnefndinni
1903.
Afengisbann i norska hernum. Þriðjud.
16. f. m. var til umræðu í stórþinginu
áfengisbann í land- og sjóhernum. Um
það urðu auðvitað langar umræður. Stjórn-
in viðurkendi tillöguna eins og hún var
orðuð að lokum. Hún hljóðar svo:
„Skorað er á sfjórnina að sjá um að
bann gegn notkun áfengisdrykkja verði á-
kveðið í sambandi æfingarnar bæði í land-