Templar - 28.10.1915, Side 1
TEMPLAR.
XXVIII.
Reykjavik, 28. okt. 1915.
15. blað.
Stefnuskrá Good-Templaru.
I. Algerð afneitun allra áfengisvökva til drykkjar.
II. Ekkert leyíi f neinni mynd, hversu sem á
stendur, til að selja áfengisvökva tildrykkjar.
■3II. Skýlaust forboð gegn tilbúningi, innflutningi
og sölu áfengisvökva til drykkjar; forboð
samkvæmt vilja þjóðarinnar íramkomnum 1
réttu lagaformi, að viðlögðum þeim refsing-
um, sem svo óheyrilegur glæpur verðskuldar.
TV. Sköpun heiisusamlegs almenningsálits á máli
þessu, með ötulli útbreiðslu sannleikans á
alla þá vegu, sem mentun og mannást eru
kunnir.
V. Kosinng góðra og ráðvandra manua til að
framfylgja lögunum.
'VI. Staðfastar tilraunir til að írelsa einstaklinga
og bygðarfélög frá þessari voðalegu bölvun,
þrátt fyrir allskonar mótspyrnur og örðug-
leika, þar til vér höfum borið sigur 6r být-
nm um allan heim.
Pær stúkur,
sem eigi hafa enn sent meðmæli sin með
Umboðsmanni Stór-Templars,
eru beðnar að gera það liið bráðasta.
Pað eru stúkurnar nr. 2, 7, 15, 23,
.24, 32, 46, 48, 50, 60, 65, 69, 73, 75,
102, 122, 128, 131, 132, 136, 144, 152,
159, 163, 165, 166, 167, 169.
Meðmælin sendist mér.
Skrifstofu Stór-Ritara, 28. okt. 1915.
Jón Árnason.
Innflutning'ur á víni.
Legar »Sterling« kom til Vestmanna-
eyja síðast á leið hingað til lands, þá
barst sú fregn »MorgunbIaðinu«, að
sumir liásetanna á skipinu hefðu verið
seklaðir í Leilli fyrir áfengi, sem þeir
hefðu haft með sér ólöglega. Sumir skip-
verjanna hefðu jafnvel fengið 11 sler-
lingspunda sekt og undirstýrimaðurinn
liafði verið settur í varðhald.
Þetta vakti mikla athygli, því líkur
þóllu miklar fyrir því, að alt það áfengi,
sem þeir höfðu undir höndum, mundi
hafa átt að fara í land hér á landi,
enda hefir skipið ekki sem bezt orð á
sér í þeim efnum. Því hefir verið hald-
ið fram — líklega til þess að fegra þessa
framkomu — að þelta sé algengt og að
slíkt hafi líka komið fyrir á íslenzku
skipunum, að skipsmenn liafi verið sekt-
aðir fyrir ólöglegt áfengi. Ekki getur
það þó talist nein afsökun fyrir Pétur
þó að Páll fremji lagabrot. Það er auð-
vitað minkunn fyrir hlulaðeigandi menn
og félögin, sem þeir vinna hjá, að þeir
fái það orð á sig, að þeir liggi i laga-
brotum.
Það er venjulega svo, að heiðarlegir
menn vilja aldrei láta það um sig spyrj-
ast, að þeir hrjóti lög, og vilja jafnvel
gefa mikið fé til þess að hafa og halda
því álili almennings, að þeir séu góðir
og æruverðir horgarar.
Að öðru leyti er þetta mál lærdóms-
ríkt. Það sýnir að útlendu valdsmenn-
irnir ganga ríkt eftir að lögum sé hlýtt.
Þeir láta ekki gabba sig og þess vegna
taka þeir fast í strenginn þegar þeir
verða varir við eitthvað grunsamt, enda
er það nauðsynlegt, því að öðrum kosti
mundu þeir tapa öllum tökum.
Það verður oft og tíðum að beita há-
um sektum fyrir lagabrot, því það er
ekkert annað sem lcennir sumum að
lifa en vöndurinn; það er eins og þeir
verði alt af að liafa hann ylir höfði sér
lil þess að þeir geri ekki sambörgurum
sínum skaða.
jMorgunblaðið1 og áfengið.
Mikill er liann áfengisþorstinn þeirra
»Morgunblaðs«-feðranna. Þeirnota hvert
tækifæri, sem þeir geta, til þess að kveina
og barina sér út af bannlögunum og
sýngja áfenginu lof og dýrð, enda sitja
þeir sig ekki úr færi ef einhversstaðar
er leka að fá til að svala þorsta sínum.
En þó þeir fái nú stundum ofurlitið
»tár«, t. d. þegar skipin koma eða ef
einhver heldur veizlu, sem áfengisbyrgð-
ir á, þá nægir það ekki, lieldur verða
þeir þess í milli að fylla dálka blaðsins
lofgjörðarsón uin gagnsemi brennivíns-
ins. Sunnudaginn 24. þ. m. ílutti hlað-
ið grein með ummælum eftir Amundsen,
heimskautsfara, þar sem liann á að lof-
syngja áfengið í öðru orðinu, en kveður
það þó óþarfa í hinu og sendir svo
bindindismönnum hnútur um leið. Það
er óhælt að segja, að ef þessi grein á
að vera nokkuð ábyggilegt álit í þessu
máli, þá þurfi maðurinn, sem bygt er
á, að sýnast dálílið óvilhallari en hann
er, ef Morgunblaðið skýrir þá rétt frá.
En blaðinu láðist að tilfæra ummæli
Nansens um áfengið á heimsskautaferð-
um. Hann kveður það alveg óhafandi
og liættulegt til drykkjar á slíkum ferð-
um. Þetta vita menn; en þeim hefir
lilaupist yfir það, þeim vísu Morgun-
blaðs-feðrum. Og ekki ætli það að rýra
álit Nansens í þeirra augum, að hann
er mjög ákveðinn andbanningur, og ekki
getur það verið bannofstæki, sem hefir
knúð hann til þess að láta þetta álit
sitt í ljósi. Það er nauðsynin, sem þar
hefir ráðið mestu um.
í þessari grein blaðsins er þar af leið-
andi ekkert sönnunargildi innifalið, en
hún æsir áfengisþorsla nokkurra manna
og það er afleiðingin, ef nokkur er.
En þetla sýnir aflur, að siðferðis- og
ábyrgðartilfinning »Morgunblaðs«-feðr-
anna er enn þá ekki komin á það stig,
að þeim sé trúandi fyrir leiðsögu í mik-
ilvægum þjóðmálum.
Hið hærra þjóðfélag.
(Framh.).
Síðast var minst á embættismenn vora
og stjórnmála. Um það mætti auðvitað
margt segja; en rúmsins vegna verður
ekki lengra farið út í þá sálma, því það
er í lleiri horn að lita.
Þá komum við að viðskiftalifinu.
Greindir menn og athugulir hafa oft
látið sér það um munn fara, að við-
skiftalíf vort — einkum síðari árin — sé
sjúkt, og munu þeir, því miður, hafa
mikið til síns máls.
Það skal nú þegar tekið fram að
ýmsar ágætar og heiðarlegar undantekn-
ingar eru frá þessu og er það auðvitað
þeim að þakka, að ekki liefir alt fallið
hér í kalda kol.
Það er kunnugra en frá þurfi að segja
að margir liafa leikið þá list að hafa
fé af öðrum og koma þeim þannig á
vonarvöl. Margir kaupmenn hér á landi
hafa haft þá grundvallarhugsun í sinu
slarfi, að reyna að ná sem allra mestu
hjá viðskiftamönnum sínum; það væri
nærri því alveg sama hvernig maður
næði í fé þeirra, bara að fá það — og
verða ríkur. En þeir hafa, sumir hverj-
ir, ekki gætt þess, að því fleiri af við-
skiftamönnum þeirra, sem tapa á við-
skiftunum og verða öðrum til byrði fyrir
þá sök, því hættara verður kaupmann-
inum sjálfum að lokum. Að byggja
viðskifti sín á eignalausum mönnum er
hæpið. En því meiri liagnað sem við-
skiftamaðurinn hefir af verzlun sinni,
því betra fyrir kaupmanninn — milli-
göngumanninn í verzluninni.
Yms stórverzlunarfyrirlæki hafa verið
sett á stofn hér á landi með útlendu fé
að nokkru eða öllu leyti. Þau hafa
verið rekin um nokkur ár og svo »farið
á hausinn«, sem svo er kallað. Þeim
var þannig stjórnað — þó ekki sé nú
meira sagt — að sýnilegt var skynbær-
um mönnum, að þau liljdu að falla fyr
eða síðar. Utlendingarnir, sem lögðu
mest féð í fyrirtækin, löpuðu því náttúr-
lega öllu saman, og bæði útlendir og
innlendir bankar töpuðu líka miklu fé,
sem þeir höfðu lánað fyrirtækjunum.
Að lokum fengu svo innlendir menn
allar eignir félaganna fyrir hálfvirði eða
jafnvel minna og bygðu svo stór fyrir-
tæki á rústum þeirra og græddu offjár.
Oít hefir það verið svo, að það hafa
einmitl verið þeir mennirnir, sem voru