Templar - 28.10.1915, Qupperneq 3

Templar - 28.10.1915, Qupperneq 3
TEMPLAR. 59 hann ís og sítrónusafa, til þess að fá það bragð, sem menn óska. Bygggrjóna- seyði má nota í staðinn fyrir mjöl. / gleði o() glaumi. í gleði og ghtumi, í glislífsstraumi pelli og purpura prýðir sig hold; af ástriðu í unað og óhófis-munað regnbogans rósir rifnav úr mold; ei tamin er tunga, er tigna skal punga almœttis orðanna alvöru sa/n; i þrœlnm og þvaðri, i þœglífis daðri viðbjóði vanhelgað vísdómsins nafn. m. <; Það er aldrei of varlega farið!! ílöngunarfullur náungi kemui inn í búð eina hór í bænum, hitti þar stúlku og biöur hana að tala við sig einslega. Hún gerir það. Hann spyr : „Eruð þór frúin ?“ Hún : „Nei, hér er engin frú. En for- stöðukonan er ekki við núna“. Hann : „Það getur nú verið það sama. Þér seljið mér eina flösku af AVhisky. Ef hún hefði verið viðstödd, þá hefði hún sjálf- sagt selt mér eins og svo mörgum öðrum, sem ég veit að hún heflr selt áfengi". Hún: „Þér takið víst feil. Hér er aldrei selt neitt af því tægi“. Hann: „Hvað! Er þetta ekki Kon- fektbúðin ?“ Hún: „Nei — hér heflr aldrei verið selt neitt konfekt". Náunginn kvaddi í skyndi og var auð- séð að hann fann sárt til þess, hvað hann hafði hlaupið á sig. Það er aldrei o£ varlega farið!! • Frá útlöndum. í sept. næsta ár. í Luisiana er enn þá ekki tímabært að gera slíkar ráðstafanir. Smásigur var unnin 21. júlí í Minnesota við kosningarnar þar, því þá voru þurkuð 7 héruð af 8 sem atkv.greiðsla fór fram í, og 50 áfengisveitingahúsum var lokað. 48 héruð í ríkinu hafa haft atkvæðagreiðslu og 37 af þeim voru þurkuð. Brugghúsin í Colorado eru nú að breyta starfsemi sinni, því ríkið verður þurkað 1. jan. 1916. Sum þeirra eru að undirbúa þurmjólkurframleiðslu, og hin búa til óá- fenga drykki. Bannflokkur Bandarikjanna heldur árs- þing sitt í Minneapolis 19. júli næsta ár. Það er búist við að flokkurinn tilnefni fm. J. Bryan sem forsetaefni sitt við næstu forsetakosningar. Ameriskir eimreiöarstjórar hafa nýlega haldið þing í Cleveland í Ohio. 819 full- trúar voru mættir frá þeim 74,000 eim- reiðarstjórum, sem nú eru í Bandaríkjun- um og Kanada. Fundurinn samþykti í einu hljóði að hann væri meðmæltur ríkis- og þjóðbanni. Atkvæðagreiðsla i Ástraliu um sölatima áfengisveitingahúsa. Stjórnin í Suður-Ást- ralíu lét fyrir nokkru siðan atkvæðagreiðslu fara fram um það, hvenær áfengisveitinga- húsunum í ríkinu skyldi lokað. Almenn- ingur var látinn veija um tímann frá kl. 6 til 11 siðd. Atkvæði fóllu þannig: Með kl. 6 voru 100,003 _ _ 7 — 829 _ _ 8 — 2,058 _ _ 9 — 9,658 _ _ 10 — 1,957 _ _ 11 — 61,150 Með því að svona mikill meiri hluti var með því að veitingahúsunum yrði lokað kl. 6 síðd. var það ákveðið og er nú geng- ið í gildi og gildir einnig í höfuðstaðnum Adelaide, sem hefir 200,000 íbúa. Vínræktin minkar í Sviss. Frá Zurich hefir frést, að sum af löndum þeim, sem áður hafa verið notuð til vínræktunar, eru nú notuð til baunaræktunar með miklum ágóða. Einnig er miklu meira af vínþrúg- um selt niðursuðuverksmiðjunum en áður hefir átt sér stað. Þjóöstórstuka Bandarikjanna hélt ársþing sitt 13.—18. ágúst s.l. í San Francisco.— Br. Geo. F. Cotterill, Alþj. Kanzi., skipaði forsætið. Var þingið vel sótt. Þingið var haldið í samkomuhöllinni, sem hefir sæti handa 12,000 manns. S.T. br. Wrigt og S.R. br. Willard O. Wylie voru endurkosn- ir. Næsta þing verður haldið í Grand Rapids, Mich. í júlí 1916. Bannnýungar frá Bandaríkjunum. Fund héldu með sér 10.—15. júlí s.i. í AVash- ington stjórnir fólagsins gegn áfengíssölu- stöðunum, hinnar sameiginlegu bindindis- nefndar kristnu kirkjufélaganna, Hvíta bandsins og Good-Templarareglunnar. Efni fundarins var að athuga og undirbúa þjóð- bannið. Allir þeir í Kaliforníu, sem hafa áfeng- issölu og framleiðslu að atvinnuvegi, hóldu sameiginlegan fund 15. júní í Los Angelos til þess að ráðgast um þá yfirvofandi hættu, sem áfengisbann hefði í för með sér. Áð- ur höfðu þeir rifist um það innbyrðis hver skyldi hafa mestan ágóðann af heimsku mannanna. Nú eru þeir sameinaðir. Það er eitt tímanna tákn. í Maryland er hafinn undirbúningur und- ir bannatkvæðagreiðslu, sem á að fara fram „Dugvan“, blað bindindishreyfingarinnar á Færeyjum, sem áður var gefið út af Bindindisfélagi Þórshafnar, er nú gefið út af „Miðstjórn færeyisku bindindisfélaganna" og er hr. Poul Niclasen í Þórshöfn ritstjóri þess. Blaðið kemur út einu sinni á mán- uði og kostar 1 kr. 15 au. árg. Það er stefna færeyisku bindindisfélag- anna að koma á bannlögum á Færeyjum í sama sniði og íslenzku bannlögin. Bindindisfélögin í Suður-Ameriku hafa nýlega myndað samband sín í milli í þeim tiigangi að greiða götu bannhreyfingarinnar í þeim hluta Vesturheims. Eru ýmsir málsmetandi menn í Þeim löndum stuðn- ingsmenn þessa fyrirtækis. 6000 rúbla (um 12000 kr.) sektir eru ákveðnar fyrir að brjóta rússneska bannið. L.eystur úr álögum. Eftir Gnido Ritter Gebell von Ennsburg. (Framli.). „Fyrirgefið mér, ungfrú; ég get eigi leng- ur orða bundist", sagði hann með ákafa. „Þér getið nefnt það afbrot, guðleysi eða aulaskap, að fátækur kennari vogi sér að seilast eftir sólinni; en leyfið mér að eins í eitt skifti fyrir öll að segja, að ég tilbið yður, elska yður ákaft. Ég hefi um lengri tíma reynt með sárum kvölum að geyma með sjálfum mér þessa vitlausu og von- lausu ástriðu og ætlaði aldrei að láta yður fá vitneskju um það, hvernig komið var fyrir mér. En ég hefi ekki getað það lengur. Ást mín til yðar varð mér ofur- efli“. Rhode hafði fallið á hné fyrir framan hana og tekið utan um titrandi hönd hennar. Með gleðibrosi lyfti hún honum upp. — Gleðióp gaf til kynna að hamingja þeirra væri óumræðileg — og þau féllust í sælu- rík faðmlög. Hinn fagri áheyrendasalur sönghallar- innar ljómaði í óumræðilegri ljósadýrð. Öll sæti fyltust brátt hinu göfugasta fólki. Skraut og auðsæld miljónabæjarins birtist hér í allri sinni dýrð. Leibnitz greifi og dóttir hans höfðu ein- mitt tekið sér sæti í einni af stúkum þeim, sem ætlaðar voru stórmennum einum. María var í fögrum sjógrænum búningi og dökkbrúna hárið hennar var skreytt með afardýrmætu ennishlaði alsettu demöntum og sendi það ekki frá sér minni geisladýrð en orðurnar á brjósti greifans. Hún sat við hlið föðurs síns og hugsaði ekki um annað en hamingju sína. Hún var svo ó- segjanlega glöð og viðkvæm. Sársauki sá, er ástin hafði oliað henni og sæla hinna síðustu augnablika hafði hrært næmustu hjartastrengi hennar. Hvað mundi faðir hennar segja, ef hann grunaði hvað gerst hafði meðan hann var fjarverandi? En Leibnitz greifi hafði ekki minstu hugmynd um hið voðalega umrót, sem var í sálu hennar. Glaður í bragði og án þess að hafa nokkra hugmynd um leyndarmál hennar, skýrði hann frá heimsókn sinni hjá hennar keisaralegu hátign. „Berið yðar yndislegu dóttur kveðju mína, endurtók erkihertogafrúin um leið og ég var að íara“. Og án þess að veíta því eftirtekt, að María heyrði ekki eitt orð af því sem hann sagði, bætti hann við : „Það lá við að furstafrú L. væri orðin svarinn óvinur minn, því á meðan hún

x

Templar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.