Templar - 28.10.1915, Side 4

Templar - 28.10.1915, Side 4
00 TEMPLAR. talaði við mig, þá bað hún mig alt í einu: Yiijið þér vera svo góður, herra greifi, að gefa mér eitt glas af chartreus-víni ?“ „Þú veizt, að óg hefi í þeim efnum al- veg viðurkent stefnu Rhodesar og víki ekki frá henni hvað sem það kostar. Ég svar- aði henni því með alvöru en þó vingjarn- lega: Þér verðið að fyrirgefa náðuga frú, ég hefi þá óbifanlegu skoðun, að allir áfengir drykkir séu eitur. Þér getið þess vegna skilið það, að vegna hinnar miklu virðing- ar, sem ég ber fyrir yður, er mér alveg ómögulegt að rétta yður eiturbikarinn. Hún leit á mig og hana setti hljóða og hún hélt víst fyrst í stað að ég væri að verða viti mínu fjær, en er ég spurði hana hvort ég mætti bera henni „limmonade", þá hló hún dátt og gaf samþykki sitt til þess. Hún hafði fyrirgefið mér. Ég er al- veg viss um að þetta atvik hefir gengið mann frá manni meðal heldra fólksins og gleður það mig mjög vegna hins góða máiefnis". Þegar greifinn nefndi nafn unnustans hennar, veitti hún orðum hans miklu meiri athygli en áður og svo brosti hún yndis- lega. „Mér þætti gaman að vita hvaða við- skifti það eru, sem Rhode hefir hér. Hvers vegna beið hann ekki hjá þér þangað til ég kom heim ?“ spurði greifinn. María iaut og las verkefnaskrána til þess að láta sem minst bera á roðanum, sem kom í andlit henni. „Hann sagði enga ástæðu", svaraði hún rólega. „Fyrst ætlaði hann að bíða eftir þér, að mér virtist; en þegar klukkan var hálf sjö, og þú komst ekki, þá kvaðst hann hafa nauðsynlegum viðskiftaerindum að gegna og fór“. Að Rhode hafði um leið og hann fór þrýst heitum kossi á varir hennar, það sagði hún ekki. „Það er mér gleðiefni, að Rhode er kom- inn hingað, því þá getum við orðið sam- ferða heim“, hélt hann áfram. „Hann er framúrskarandi duglegur maður. Jafnvel mótþrói þinn gagnvart kennurunum varaði ekki lengi hvað hann áhrærði — eða var það ekki svo?“ Það var heppiíegt, að athygli greifans beindist að keisaranum, því hann kom ein- mitt í sömu andránni inn í hofstúkuna, því að öðrum kosti hefði hann hlotið að veita hinni undarlegu breytingu eftirtekt, sem varð á andliti Maríu. Merkið var gefið á bak við fortjald leik- sviðsins, söngstjórinn lyfti taktstafnum og hljóðfærasveitin byrjaði að leika inngang- inn að söngleiknum. Tjaldið var því næst dregið upp. Aiger þögn var í höllinni meðan fyrstu atriðin fóru fram, en áhugaleysi áhorfend- anna hvarf bráðlega og þeir veittu nú söngleiknum meiri athygli. Þegar fyrsta þætti lauk íór ánægjukliður um allan sal- inn — áheyrendurnir voru hrifnir; en að nokkrum augnablikum liðnum hófst lófa- klapp, sem aldrei ætlaði að taka enda; tjaldið var dregið upp nokkrum sinnum og aðalleikendurnir urðu að sýna sig. Á- horfendurnir vildu fá að sjá listamanninn, höfundinn, en aðalsöngmærin ypti öxlinni til merkis um það,að enn þá yrði það ekki tekið til greina. „Ágætt! Maður getur ekki hugsað sér fegra tónsafn og fullkomnari sjónleik en þennan", hrópaði Leibnitz greifi af guð- móði miklum. „Hvaða gerfinafn notar tónsmiðurinn, María ?“ „Spessera. Guð má vita, hver dylst á bak við þetta nafn og hvað það þýðir; það er annars ákaflega gáfaður listamaður, sem hefir samið þennan söngleik". „Já, já!“ hrópaði Leibnitz alt í einu alveg frá sér numinn. „Líttu þarna til hægri, í fjórðu stúku er Alfons frændi á- samt tveimur ókunnum konum". Á meðan hann sagði þetta, veifaði hann vasaklút sínum, og daufur fjóluylmur barst frá honum yfir um til herra von Kulms, sem einnig var í leikhúsinu ásamt hinum tveim ókunnu konum. „Hann hefir séð okkur, hann stendur upp — hann kemur“. Að fáum minútum liðnum kom Alfons til þeirra. Hann kastaði fjörlega kveðju á frænku sína eins og hann var vanur, tók í hönd greifans og settist á auðan stól. „Maður fær þó að sjá þig einu sinni enn þá, Alfons; mig minti, samkvæmt síð- asta bréfi þínu, að þú værir enn þá í Nizza“, sagði greifinn. „Ég hefi nú einmitt verið þar, en hélst þar ekki lengur en í átta daga. Þaðan fór ég til G. og hefi dvalið þar síðan“. „Hvað heita konurnar, sem þú varst að tala við?“ „Éær eru ágætismanneskjur — greifafrú Willrode og dóttir hennar. Ég kyntist þeim fyrst af hendingu í sporvagni í G. Þær höfðu mist handtösku, sem ég fann og af- henti þeim“. „Unga greifadóttirin hefir þá sennilega fundið náð í augum þínum, því þú ert annars ekki vanur að vera svona opinskár við ókunnuga", sagði greifinn og hló. Alfons sneri á yfirskeggið með mjóu, hvítu fingrunum og varp öndinni um leið og hann leit til kvennanna, sem þeir voru að tala um. „Ójá. Dóra er töfrandi!" „Þú ert þá bráðum vafinn ástarböndum", hélt greifinn áfram. „En mér dettur nokk- uð í hug. Það skyldi þó ekki vera, að Willrodes-höllin, sem ég keypti í fyrra, hafi verið eign þeirra?" „Getur vel verið! Menn segja, að hinn ungi greifi hafi eytt öllum eignunum og síðan hafi hann horfið. Greifafrúin minn- ist aldrei á það. Þær eru fátækar“. „Það er sorglegt", svaraði lieibnitz; „en þú þarft samt ekki að láta það hafa áhrif á ákvörðun þína þó efnin séu engin". „En ákvörðun mín er ekki aðalatriðið", sagði Alfons dálítið daufur í bragði. Hann beindi samtalinu í aðra átt og sagði: „Hvernig lýst þér á söngleikinn?" „Ágætlega! Ég er mjög hrifinn. En hver er tónsmiðurinn ?“ „Það virðist svo, sem Willrodes-mæðg- urnar þekki hann, því þær hafa komið | hingað til Vínarborgar einungis í þeim til- gangi að sjá leikinn og þær hafa ókeypis aðgang að leikhúsinu". „En hafa þær ekki önnur hvor eða báðar sagt þér nafn hans?“ spurði Leibnitz á- hyggjufullur. „Nei, mér hefir verið alveg ómögulegt að fá vitneskju um það hjá þeim. En ég býst við að meistarinn muni birtast á eft- ir þriðja þætti. Hléið er liðið og ég verð að fara — verið þið sæl — við sjáumst aftur!“ Alfons stóð upp og hvarf á brott. (Framh.) Stórtemplar Guðm. Guðmundsson er venjulega heima til viðtals á Laugavegi 79 niðri mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga Id. 5—6 síðdegis. Bannlög'in og reglur uni sölu lyfja sem áfengi erí, fást Jijá Stór-Ritara og kosta 10 aur. Jón Arnason útvegar stúkum og unglst. ein- kenni og einkennabönd. Borgun fylgi pöntun. utanáskri^eyh&t Til kaupenda „Templars“. Með ])ví að ég læt af útgáfu lúaðsins og ritstjórn um næstkomandi áramót, þá bið ég alla þá sem skulda mér fyrir blaðið, eldri og yngri árganga þess, að greiða mér skuldir sínar hið allra fyrsta. Rvik, 1. júlí 1915. Jón Árnason. Fundartími Reykjayíkurstúknanna. Sunnudagur: Æskan nr. i, unglst., kl. 4 síðd., G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. iVa siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. 11 árd., G.-T.hús. Diana nr. 54, unglst., kl. 10 árd., G.-T.hús (uppi) Mánudagur: Hlin nr. 33, kl. 8*/« síðd., G.-T.-hús (uppi). Priðjudagur. Verðandi nr. 9, kl. 8V2 síðd., G.-T.hús. Skjaldbreið nr. 117, kl. 8V2 síðd., G.-T.hús (uppi) Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 8V2 síðd., G.-T.hús. Arsól nr. 136, kvenst., kl. 8V2 síðd., G.-T.hús (uppi). Föstudagur: Bifröst nr. 43, kl. 8V2 síðd., G.-T.-hús. Víkingur nr. 104, kl. 8V= síðd., G.-T.hús (uppi). Fjölnir nr. 170, kl. 8V2 síðd., G.-T.-hús (uppi). Laugardagur: Melablóm nr. 151, kl. 8 síðd., G.-T.-hús (uppi). Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund annan mánud. í hverjum mánuði kl. 8V2 síðd.í G.T.hús. ltarnablaöid »Æ8RAI« vill komast inn á öll barnnltcimili á íslandi. Fnntið liana í afgreiðslunni Laugaveg' 19. Verð árg. 1 kr. 20 aur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: «Tón Árnason, prentari. PrentsraiÖjan Gutenberg.

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.