Templar - 22.03.1918, Blaðsíða 4

Templar - 22.03.1918, Blaðsíða 4
12 TEMPLAR. Til athugunar. Ólafur Þorsteinsson verkfræðingur hefur ritað nokkrar greinar í »Vísi« um bannmálið og þó einkum um afstöðu ritstjóra »Vísis«, Jakobs Möller til bann- málsins og umræðanna um það. Hafa komið þar fram fremur kátlegar hug- myndir og sumar enda nokkuð tor- skildar, eins og honum er lagið, en rit- stjóri »Vísis« hefur svarað þeim vel og greinilega og kemur þar fram, hve ein- dregna og ákveðna afstöðu hann hefur tekið til bannmálsins og hve einlæga trú hann hefur á sigur þess. Þess vegna er hann ekki hræddur við að flytja grein- ar um málið frá andstæðingum þess, eins og Ólafi. ★ * * Bæjarfógetaembættið bér í Reykjavík hefur verið veitt Jóhannesi Jóhannessyni sýslumanni á Seyðisfirði, en lögreglu- stjóraembættið Jóni Hermannssyni skrif- stofustjóra á 2. skrifstofu í Stjórnarráð- inu. Sá kvittur hefur borist út frá herbúð- um andbanninga, að þeim hafi verið kappsmál að fá Jón Hermannsson fyrir lögreglustjóra og léttbrýndir hafi sumir þeirra orðið, er það fréttist að hann hefði fengið embættið. »ísafold« lagði það eindregið til málanna, að hann yrði skipaður, en af hvaða ástæðu það hefur verið, skal ósagt látið að þessu sinni. Ýmsar athugasemdir hafa komið fram viðvíkjandi þessum manni einkum með tilliti til framkvæmdanna á bannlögun- um, en ekkert skal sagt um það að þessu sinni. Raun gefur vitni um það, enda rangt að gera manninum nokkrar getsakir að óreyndu. Ef til vill munu andbanningar telja þetta nýjan sigur og verðum við bann- menn þá að hlíta því að svo stöddu. En í hverju ætti þá sá sigur að vera fólginn ? * * Hr. Jóhannes Þorkelsson frá Fjalli hefur ráðist í það stórvirki að athuga grein Ólafs Þorsteinssonar verkfræðings, gegn bannlögunum, er »ísafold« flutti frá honum í fyrra. Upphaflega var hún ræða sem Ó. Þ. hélt í Stúdentafé- laginu. Er það sannarlega þakkarvert, ef einhver ræðst í að rekja alla þá flækju og þann hugsanagraut, sem Ólafur bar á borð fyrir menn í fyrirlestrinum og sýnir þrautseigju og elju hr. J. Þ. Grein hans er ágæt og sýnir glögglega fram á hve fráleitar allar staðhæfingar Ólafs eru í sambandi við þetta mál. * v- í þriðja sinni hafði Ólafur Þorsteins- son verkfræðingur farið í »pontuna« í Stúdentafélaginu með bannmálið nú fyrir skömmu og haldið þar inngangs- fyrirlestur að umræðum um málið. Þar töluðu einnig Magnús Einarsson, Hall- dór Daníelsson, Árni Pálsson og Jón Jacobson fór í mannjöfnuð og gaf ritstj. »Templars« nokkur vel valin orð frá sínu sjónarmiði — ofurlítið baknag, því honum var ekki boðið á fundinn, sem ekki er láandi. En gegn þeim andæfðu allhraustlega þeir Halldór Jónasson og Magnús Jónsson dósent. Hann er öllum að góðu kunnur fyrir afskifti sín af málinu meðan hann var prestur vestra á ísafirði. Andbanningar höfðu þar engan sigur hlotið í viðskiftunum í Stú- dentafélaginu. * * * »Lögrétta« flutti 27. febr. þ. á. þýð- ingu af ræðu dr. Weis, sem hann hélt á stofnfundi andbanningafélagsins í Kaupmannahöfn. Er grein þessi gerð út af andbanningaskrifstofunni hér í Rvík. Pétur Halldórsson bóksali reit ágæta svargrein i »Lögréttu« og ráðum vér mönnum til að lesa báðar þessar grein- ar og efumst eigi um, á hvora sveifina menn muni hallast að lestrinum lokn- um. Annars kemur próf. Weis ekki með neitt nýtt í málinu; það eru alt gamlir kunningjar frá andbanningaskrifunum hér heima frá árum »Ingólfs« sálugaog »Sjálfstjórnar«-andbanningaútgáfufélags- ins. Frá stúkunum. Víklngur nr. 104 hélt fjölment kaffi- samsæti föstudaginn 22. f. m. og bauð framkvæmdarnefndum Stórstúkunnar og Umdæmisstúkunnar nr. 1 og ýmsum öðr- um Templurum. Hendrik Ottósson stud. art. setti samkomuna og bauð gestina vel- komna með nokkrum vel völdum orðum. Stór-Templár mintist á afstöðu bannmáls- ins hér á landi nú og afstöðu Reglunnar til þess og gat þess, að hann þekti engan félagsskap, sem nú starfaði á landi hér, sem ynni í jafn-óeigingjörnum tilgangi og einmitt Good-Templarreglan. Hann hélt þrjár ræður við þetta tækifæri, hvatti menn til frekara starfs og framkvæmda í fram- tíðinni og var góður rómur gerður að máli hans. U.Æ.T. flutti ræðu fyrir hönd Um- dæmisstúkunnar nr. 1 og kvað hann það áform sitt að gera það sem í hans valdi stæði til þess að þoka máli voru áleiðis hér í þessu umdæmi, og hvatti menn til að leggja lið, ef um það væri beðið og á því skyldi ekki standa frá sinni hálfu að menn yrðu beðnir um að gera eitt eða annað í þarfir málefnisins eða Reglunnar. Sigurður Eiríksson talaði um þátttöku manna utan Reglunnar í framkvæmd bann- málsins og bannlaganna og vakti athygli á þeim mikla og ómetanlega styrk, sem almenningur veitti Reglunni í baráttunni. Margar ræður voru haldnar. Samsætið var hið ánægjulegasta og fór vel fram. Mínerva nr. 172 hélt kaffikvöld laugar- daginn 23. f. m. og bauð til sín embætt- ismönnum st. Einingin nr. 14 ásamt Stór- Templar. Margar ræður voru haldnar við þetta tækifæri, kvæði flutt og söngvar sungnir af mestu list. Stúkan starfar með miklu fjöri og er það að vonum, því hún hefur innan sinna vebanda marga duglega og ötula, unga námsmenn bæði skólapilta og stúdenta, sem vinna með áhuga að þroska hennar og viðgangi. Framtíðin nr. 173 samþykti á fundí sínum 25. f. m. að hækka ársfjórðungs- gjöldin upp í kr. 1,50 á hverjum karl- xnanni yfir 18 ára (áður voru þau kr. 0,75) og kvenna kr. 0,75 (áður voru þau kr. 0,50), en unglinga innan 18 ára var hald- ið óbreyttu kr. 0,50. Auk þessa hafa margir stúkufélagar skrifað sig fyrir hærri ársfjórðungsgjöldum en þeim lögskipuðu. Margir hafa lofað að greiða 2 kr. og kr. 5,00 og nokkrir þegar lofað 10 kr. árs- fjórðungsgjaldi. Verðandi nr. 9 hélt opinn fund 26. f. m. og bauð ýmsum mönnum, sem áður höfðu verið Templarar bæði hér í bæ og annarsstaðar. Þar töluðu: síra Tryggvi Þór- hallsson, síra Bjarni Þórarinsson, síra Sig- urður Gunnarsson, Eiríkur Helgason kand. theol. og Jón Árnason. Síðan hefur stúk- an tekið inn milli 20 og 30 nýja félaga. Fjölnir nr. 170 hefur sameinast stúk- unni „Skjaldbreið“ nr. 117 af líkum á- stæðum og þeim er lágu til grundvallar fyrir sameiningu stúknanna „Hlín“ og „Bifrastar". Er mikið fjör í stúk. „Skjald- breið“ nú og má búast við að hún fjölgi félögum í næstu framtíð. Óvenjumikið fjör er í stúkulífinu hér í Rvík og eru miklar líkur til að af því leiði margt gott í framtiðinni. Menn eru æ betur og betur að skilja það, að Reglan er alveg ómissandi félagsskapur og að hún getur gert mikið og ómetanlegt gagn, þótt bannlögin séu komin á. „ÆSKAN“ er elzta, bezta og útbreiddasta barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugav. 19. Verð árg. kr. 1,75. Stærð á annað hundrað bls. i stóru broti. Myndir í hverju blaði. Nýir kaupendur fá veggmyndir og blöð í kaupbæti og útsölumenn bækur sem verðlaun fyrir kaupendaQölgun. — Öll íslenzk börn ættu að kaupa Æskuna. Fnndartími Reykjavíknrstúknanna. Sunnudagur: Æskan nr. i, unglst., kl. 4 síðd.. G.-T.hús. Svava nr. 23, unglst., kl. 1*/» siðd., G.-T.hús. Unnur nr. 38, unglst., kl. 11 árd., G.-T.hús. Diana nr. 54, unglst., kl. 10 árd., G.-T.hús (uppi). Mánudagur: Framtiðin nr. 173, kl. 8V2 síðd., G.-T.-hús (uppi). Priðjudagur. Verðandi nr. 9, kl. &1/* síðd., G.-T.hús. Miðvikudagur: Einingin nr. 14, kl. 8V* síðd., G.-T.hús. Fimludagur: Skjaldbreið nr. 117, kl. 8J/= síðd., G.-T.hús(uppi). Ár8ÓI nr. 136, kvenst., kl. síðd., G.-T.hús (uppi Föstudagur: Víkingur nr. 104, kl. 8'A síðd., G.-T.hús (uppi). Fjölnir nr. 170, kl. 9 síðd., G.-T.-hús (uppi). Laugardagur: Mínerva nr. 172, kl. 81/* síðd., G.-T.-hús (uppi). Unglingaráð Suðurumdæmisins heldur fund fyrsta laugard. (hverjum mánuði kl. 8V2 síðd. (G.T.húsi. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.