Templar - 22.02.1923, Blaðsíða 4

Templar - 22.02.1923, Blaðsíða 4
2 T T E M P L A R. Rilsljóri: Gísli Jónasson, Vesturgötu 16. Ritnefnd: Porvaröur Porvarösson, Flosi Sigurðs- son, Pétur Zóphóniasson, Borgþór Jó- sefsson, Pétur Halldórsson. Afgreiðslumaður: Magnús V. Jóhannesson, Vesturgötu 29, Reykjavík. glæða starfslöngun og gera menn færa til starfs. Og kvaðst engan félagsskap þekkja, er svo vel gerði það sem góðt.- reglan. Var gerður góður rómur að ræðu hans, sem var snjöll og fróðleg. Fundurinn stóð til kl. 11 e. m. og með því að ekki höfðu fleiri kvatt sér hljóðs, var fundi slitið. Fundur þessi var hinn ánægjulegasti, ágætlega sóttur og fór hið bezta fram. Eftir beiðni Fel- ixar vóru þeir er hlyntir vóru stúku- stofnun eítir til viðtals, og urðu eftír nál. 50 manns. Eftir nokkrar umræður var samþykt svo hljóðandi tillaga: »Fund- urinn samþykkir að gera sitt ítrasta til að stofnuð verði stúka á Stokkseyri svo fljótt sem auðið er. Tillagan var sam- þykt í einu hljóði. Samþykt að kjósa 5 manna nefnd til að undirbúa stúku- stofnun. í nefndina kosnir: Gísli Pálsson bóndi, Sig. Heiðdal skólastj., Sig. Ingi- mundarson kaupm., Margrjet Jónsdóttir frú og Anna Helgadóttir frú. Felix þakkaði fyrir góðar viðtökur og óskaði að ekki liði langt þangað til stúka tæki til starfa á Stokkseyri og var síðan fundi slitið. Felix og þeir fjelagar komu heim næsta dag og ljetu hið bezta yfir för sinni og gestrisni Stokkseyringa. Viðsladdur. Alþjóðlegt ávarp. Fjöldi merkustu bindindismanna um gervallan heim hefir sent úl eftirfarandi ávarp: lsland er um þetta leyti kúgað af er- lendu valdi, þar eð Spánverjar krefjast þess að þjóðin afnemi bannlög sín, með því að neyta að öðrum kosti að kaupa islenskan fisk og eyðileggja með því þýðingarmestu framleiðslu þjóðarinnar, Pessi misbeiting á valdinu er svo sví- virðileg að engin þjóð, sem metur frelsi og rjettlæti, getur látið það afskiftalaust. íslendingar hafa bannlög, af því að þjóðin hefir óskað þess. Enginn hefir rjett til að þvinga yfir hana lögum móti vilja hennar. — Ánauðar og þrældóms- tímarnir eru liðnir, þess vegna ber þjóð- unum i nafni mannrjettindanna að laka málsvörn þeirra, sem undirokaðir eru, í sínar hendur. Geti þær það ekki, en láti slíkt ofbeldi afskiftalaust, þá er úti um öryggi smáþjóðanna. Spánverjar hafa sjálfir visað á hið þýðingarmikla vopn, það er, að kaupa ekki islenskan fisk, og sem hefnd er notkun þess vopns heirnil. Allir bind- indis- og bannvinir í öllum heiminum ; verða að hefja ötula málsvörn fyrir ís- I land, með þvi að skuldbinda sig af frjálsum vilja, að kaupa ekki eða nota neinar vörur, sem koma frá Spánverjum. Haldið því áfram baráttunni, kæru fylgismenn um allan heim, haldið áfram svo lengi sem þarf, haldið áfram þang- að til okkar stefna um frelsi og samúð hefir sigrað. Frjálst ísland lengi lifi! Nýjar stúkur. Motto: »Setjum markmiö vort liátt, sýnum heimi vorn mátt, þótt hópur vor fúmennur sje«, G. Guðm. Umdæmisstúkan nr. 6 á ísafirði hefir verið drjúgvirk í haust, hefir hún haft regluboða á ferð um Vestfirði, br. Guðm- G. Kristjánsson, og hefir honum orðið mikið ágengt í ferðuin sínurn. Laugard. 7. októb. endurvakti hann st. »Iðunn« nr. 29 á Bildudal, með 12 meðlimum. Þessir voru kosnir og skipaðir í em- bætti: Æ.t. Guðm. Sigurðsson kaupmaður. V.t. Kristjana Hálfdánardóttir húsfrú. R. Porvaldur Kolbeins verslunarm. Fjr. Sigurleifur Vagnsson verzlunarm. G. Ásgeir Jónasson sjómaður. Dr. Dagbjört Ásgeirsdóttir ungfrú. Kap. Jón Árnason prestur. A.r. Guðný J. Söbech ungfrú. A.dr. Sigrún Guðmundsd. ungfrú. V. Bjarni Porbergson sjómaður. F. æ.t. Jens Hermannsson kennari. Mælt var með Ásbirni Júþusi Nikulás- syni sem umboðsm. stórtemplars. Föstud. 13. Okt. stofnaði br. Guðm. G. Kristjánsson af ísafirði stúku á Pat- reksfirði með 13. meðl. er hlaut nafnið „Hlíf nr. 185“. Þessir voru kosnir og skipaðir í em- bætli: Æ.t. Eggert M. Bachmann, kaupm. V.t. Bjarni Bjarnason söðlasmiður. R. Daníel Hannsen sjómaður. Fjr. Ragnar Kristjánsson. G. Jóhann Magnússon verkam. Dr. Hans Pálsson verkam. Kap. Magnús Porsteinsson prestur. A r. Kristmundur Björnsson. A.d. Óskar Benediktsson verkam. V. Benedikt Benjamínsson. U. v, Benjamín Jónsson verkatn. F. æ.t. Árni Arentsson smiður. Mælt vár með Jóhanni trjesm. Bjarna- syni, sem umboðsmanni störtemplars. Sunnud. 29. Okt. stofnaði br. Guðm. G. Kristjánson af ísaf. stúku á Álpta- firði við ísafjarðardjúp með 23 meðl. og hlaut hún nafnið „Sigyn »r. 18G“. Þessir voru kosnir og skipaðir í em- bætti: Æ.t. Björn Jóhannsson. V. t. Sigríður Bjarnadótlir. R. Salomi Jónasdóltir. Fjr. Friðsleinn Jónsson. G. Þorvarður Hjaltason. Dr. Sigrún Jónasdóttir. A.r. Helgi J. Jónsson. A.d. Magnús A. Ásgeirsson. Kap. Hjörleifur Magnússon. V. Björn Guðmundsson. Ú.v. Bjarni Þorsteinsson. F.æ.t. Gyða Kristjánsdóttir. Mælt var með Guðjóni M. Kristjáns- syni, sem umboðsmanni stórtemplars. í haust sendi Stórstúkan br. Pál Jóns- son til Norðurlandsins í regluhoðunar- erindum og hinn 10. nóvember stofnaði hann st. „Franisókn nr. 187“ á Siglu- firði með 34 fjelögum. Þessir voru kosnir og skipaðir í em- bætti: Æ.l. Jón Jóhannesson, V.t. Þóra Jónsdóttir, F. æ.t. Jón Jónsson, G. u.t. Guðrún Jónsdóttir, R. Vilhjálmur Hjörtþórsson, F. r. Friðbjörn Níelsson kaupm. G. Kristján Sigurðsson, Dr. Hólmfríður Jónsdóttir, Kap. Jósef Blöndal, Org. Guðrún Jónsdóttir, A.r. Snorri Mikaelsson, A.dr. Helga Jónsdóttir, V. Gunnlaugur Jónsson, Ú.v. Jón Kristjánsson. Mælt var með Barða Barðasyni sem umboðsmanni stórtemplars. Við höfum fylstu ástæðu til að gleðj- ast yfir stofnun þessara nýju stúkna og viljum því bjóða 'þær hjartanlega vel- komnar i okkar bræðra og systrahóp. Bróðurlegast. Jóh. Ögm. Oddsson, (St. rit.) Ung'lingareglan. Talsvert líf hefir færst í hana nú; er eins og hún hafi vaknað af dvala og sje nú ákveðin í því að starfa af alhug og með krafti, að því að forða og vernda æskulýðinn frá bölvun áfengisins. 21. maí síðastl. var stofnuð unglst. á Reyðarfirði. Stofnandi Sæmundur kenn- ari Sæmundsson. Verndarst. »Sigurvon« nr. 187. Stofnendur 21 og hlaut hún nafnið »Bernskan« nr. 63. Gæslumaður Gunnar Bóasson. 11. júní var stofnuð unglingast. á Norðfirði af Sigdór V. Brekkan og hlaut hún nafnið »VorperIan« nr. 64. Stofn- endur nær 40. Gæslum. br. Vald. V. Snævar og str. Árnina Erlendsdóttir. 8. október stofnuð unglst. á Eskifirði af br. Guðm. LoftSsyni. Stofnendur 53 — 46 ungl. og 7 fullorðnir. Hún verður nr. 65, en nafnið er ekki fullvíst, því nafn, sem henni var valið, var áður til og varð þvi ekki samþykt. Einnig óvist hverjir eru gæslumenn. 3. des. var slofnuð unglst. í Hafnar- firði. Stofnaði hana S. G. U. T., en að stofnun hennar hafði br. Magnús V. Jó- hannesson unnið og má að mestu þakka honum stofnunina. Hún hlaut nafnið

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.