Templar - 22.02.1923, Blaðsíða 6

Templar - 22.02.1923, Blaðsíða 6
4 T E M P L A R. Erlendar frjettir. Alheimsþing bindindis- og bannmanna, sem háð var í Toronio 24.— 29. nóv. s.l., er hið Iang fjölmennasta, sem háð hefir verið. Pingið sátu fulltrúar frá 64 ríkjum, öðrum en Bandaríkjunum og Kanada. Samtals mættu á þinginu eitt þúsund eitt hundrað og ellefu fulltrúar. Árangur þessa þings verður áreiðanlega stórkostlega aukin samtök um allan heim móti allri áfengisnautn. Frá því var skýrt á þessu þingi, að við síðustu þingkosningar í Bandaríkjunum hefðu franskir vínframleiðendur ósparlega stutt sína skoðauabræður í kosningabarátt- unni með fjárframlögum. En þrátt fyrir allar tilraunir þeirra er þingið nú þann- ig skipað, að þar eru þrír bannvinir móti hverjum andbanning. Síðar verður betur sagt frá þinginu. Til lesendanna- Þar eð jeg hefi tekið að mjer af- greiðslu Templars vil jeg vinsamlegast mælast til þess að þeir sem skulda blaðinu borgi það hið bráðasta. Enn- fremur vil jeg hvetja þá sem unna starf- semi vorri, að styðja hana með því að gerast kaupendur blaðsins og fá aðra til að gera hið sama. Afgreiðsla blaðsins er í brauðsölu Ottós N. Porlákssonar. Vesturgötu 29, sími 1077. Þangað eru innanbæjarmenn vinsamlega beðnir að snúa sjer ef vanskil verða á útburði blaðsins og einnig þeir, er vilja gerast nýir kaupendur Templars. Útbreiðið blaðið ykkar um land alt. Templar á erindi til allra landsmanna. Magnús V Jóhannesson. Fyrir unglingastúkur. „ÆSKAN“ er elzta, bezta og útbreiddasta barna- blað á landinu. Afgreiðsla á Laugav. 19. Verð árg. kr. 2,50. Stærð á annað hundrað bls. í stóru broti. Myndir í hverju blaði. Nýir kaupendur fá tvö falleg jólablöð í kaupbæti og útsölumenn bækur sem verðlaun fyrir kaupendaQölgun. — Öll íslenzk börn ættu að kaupa Æskuna. „íýravcrnfrarinn" blað málleysingjanna, kemur út 6 sinnum á ári, nieð myndum. Verð kr 1,50. — Útsölumenn óskast. Afgreiðsla blaðsins og innheimta er í Félagsbókbandinu, Ingólfsstræti, hjá Porleifl Gunnarssyni. Sími 36. í Stokkhólmi hafa 614 menn verið dæmdir fyrir óleyfilegan innflutning á- fengis á síðastliðhu ári. Samtals hafa þeir flutt inn 36 þús. lítra af spíritus. Fjelag þýskra skipaeigenda gekst ný- lega fyrir fundarhaldi í Hamborg til að ræða möguleika fyrir því að hindra hina sívaxandi áfengissmyglun. Var þar sam- an kominn fjöldi fulltrúa ýmsra ríkis- stjórna, útgerðarfjelaga og annara at- vinnurekenda. Málshefjandi skýrði frá að mörg skipafjelög hefðu þegar skipað sjerstaka eftirlitsmenn til að rannsaka skipin, áður en þau ljetu úr höfn, hvort ekki hefðu áfengi innanborðs umfram það, er skipsskjöl sýndu. Mörg útgerð- arfjelög krefjast jafnvel eiðfestrar skýrslu af skipverjum i þessu efni. Oft eru og yfirmenn skipanna skyldir til að kanna skipin, áður en þau hafna sig, og eins er þau láta í haf, og gefa útgerðarfje- lögunum skýrslu um árangurinn. Sum skipafjelög hafa farið fram á, að ræðis- menn ríkja þeirra, sem skipin eiga að fara til, sjeu viðstaddir skipakönnun, áður en lagt er af stað, til þess að stjórnarvöld annara landa geti ekki haft ástæðu til að gruna fjelögin um ó- löghlýðni. Komi það samt sem áður fyrii, að smyglun eigi sjer stað og kom- isl upp, krefjast fjelögin þess, að hinum seka sje stranglega refsað. Pað er álit skipaeigendanna þýsku, að nauðsynlegt sje af hálfu erlendra ríkja sje öfluglega barist gegn áfengissmygl- uninni. Á fundinum var það tekið fram, að engra verulegra umbóta gæti verið að vænta á meðan ríkin ljetu refsing- una ganga út yfir skipin, þ. e. a. s. út- gerðarfjelögin, en smyglarnir sjálfir slyppu. Það var uþplýst, að á Englandi og í breskum nýlendum væri tiltölulega mikið minna um smyglun en annars- staðar, einmitt vegna þess, að þar er þeim seku, sem sje smyglurunum sjálf- um, refsað, oft og einatt með Iangri fangelsisvist. Nýkomin mjög skrautleg skírteini. Hver unglingastúka fær þáu á 15 aura eint. handa þeim meðlimum, sem voru 1. nóv. siðastl., eftir það verða þau seld á 25 aura. Fást hjá S.G.U.T., sem einnig hefir söngva fyrir ungiingastúkur, á 25 aura, og »Handbók fyrir gæslum.« á 1 kr. Skrifstofa S.G.U.T., Bergstaöastr. 3, Rvk. ísleifur Jónsson. The rxame is on tho psncii The Pencil with the Rifled Tip fet eltirstælÍDffar. Kaupið að eins ekta Whal Eversharp því að þá fáið þér það besta. í faot Fást í heildsölu hjá umboðs- manni verksmiðjunnar JóDatan Porsteinssyni. Vatnsstfg 3. Xaapið, lesiB og útbreiðið „Templar“. ♦ ♦ ^ Litill ágóði! Fljót skill ^ ^ Miklar birgðir af nýjum vörum ^ ♦ ♦ eru ávalt til í ♦ ♦ Vefnaðarvörudeild og Glervörudeild ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ „EDINBORGAR" ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Pantanir sendar heiin. + ♦ Sími 298. ♦ ♦ Yerzlunin .Edinborg'. | ♦ Hafnarstræti 14. ♦ £ (Ingólfshvoli). ♦ jjókaverzlun Sigjfisar €ymunðssonar heíir mest og bezt úrval af öllum ritföngum, skólanauð- synjum, pappír og bókum. Leitið allra slikra nauðsynja hjá jjókaverzlnn Sigjðsar €ymnnðssonar. Austurstrætl 18. I . • i Ef þið viljið fá ódýran | |i sliófntnað, i| þá komið í dag. « 1 , i 1 Sveinbjörn ýtrnasoa, | |j Laugaveg 2. f| Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.