Templar - 02.08.1923, Blaðsíða 4

Templar - 02.08.1923, Blaðsíða 4
36 TEMPLAR. að halda henni áfram þar til sigur væri nnninn. Þegar hjer var komið áleit nefndin að nú yrðu templarar að ganga i skrúð- göngu, með fánann í fararbroddi, þvi Guðmundur Daviðsson ætlaði að halda fyrirlestur niður á Lögbergi. Peir sem við voru hrópuðu ferfalt húrra fyrir postulum stórstúkunnar, Pjetri og Páli, annað ferfalt húrra fyrir kvenfólkinu í Reglunni, og gengu svo niður til Lög- bergs. IV. Tjölduð Möðruvellingabúð. Mesti fjöldi manna var á Pingvöllum um daginn. Guðmundur Daviðsson sagði, að aldrei hefðu jafnmargir menn kom- ið á Pingvöll á einum degi. Hann hjelt fyrirlestur sinn, og menn hlýddu til sitj- andi á steinum, klettum og þúfum út frá Lögbergi hinu nýa. Framkvæmda- nefnd stórstúkunnar hafði mál til með- ferðar, sem ekki varð hjá komist að leiða til lykta. Nefndinni varð náð sam- an og eftir kröfu Norðlinga, sem í henni voru, var framkvæmdanefndarfundurinn haldinn í Möðruvellingabúð. Það var ekki svo vel að nefndarmenn gætu setið »á hrosshaus tveir og tveira; þeir urðu að sitja á sinni þúfunni hver. Þúfurnar eru það eina, sem nú er eftir á Ping- völlum af veldi Guðmundar hins rika. Málin voru afgreidd og stórritara lagt ríkt á hjarta að færa inn í.fundarbók- ina hvar þessí merkilegi fundur hefði verið haldinn. V. »Gjálifi«. Merkisberi Reglunnar þennan dag, sem var br. FIosi Sigurðsson, hafði skotið merkisstónginni í völlinn upp í Almanna- gjá, svo að söng í, og þar með var haíin sú áríðandi athöfn, sem kölluð er »gjá- lífi« á Reykjavíkurmáli. Gjálífi er álitið einkar skemtilegt, og var það þennan dag. Fólkið var í gjábotninum fyrir ofan fossinn; það hljóp »í skörð«; tveir menn blupu hver i kapp við annan til að ná í sömu stúlkuna, svo var dansað eftir harmóniku; dansinn fjell þeim ekki sem best, sem hann reyndu, þvi gras var vott, og óslegið. Ágætastir voru, ef til vill, áhorfendurnir. Þeir höfðu raðað sjer uppi á báðum gjábörmunum, og litu út neðan úr gjánni eins og fuglar i bjargi, sem hafa raðað sjer á sillurnar. Við sáum litið annað af þeim en höfuðin. Gjálifið brosti, hló og Ijek sjer í Al- mannagjá. (Frh.) Skrifstofa Stórstúku Islands i Aðalstræti 18. Er opin alla virka daga kl. 5—7 síðdegis. TJB JÆEML^Ífc blaö Stórstúku tslands, kemur út fyrsta fimtudag í hverjum mánuði. Verð árgangsins 2 kr. Afgreiðslumaður: Mngnús Y. Jóhannesson Vesturgötu 29. Líftryggingarfél, ,Andvaka' i; Kristjaniu, Noregi. Allar venjulegar líftryggingar, barnatryggingar og lífrentur. ISL AJVD 8DEILDIJV löggilt af Stjórnarráði tslands í desember 1919. Ábyrgðarskjölln á ísiensku! Varnarþing i Reykjavfkl Iðgjöldin lögð inn i Landsbankann og'fslenska sparisjóðl. „ANDVAKA" hefir frjálslegri tryggingarskilyrði og ákvæði en flest önnur líftryggingarfjelög. „ANDVAKA" setur öllum sömu iðgjöldl (Sjómenn t. d. greiða engin aukagjöld). „ANDVAKA" gefur út líftryggingar, er eigi geta glatast nje gengið úr gildi. „ANDVAKA" veitir bindindismönnum sjerstðk hlunnindi. Forstjóri: Helgl Valtýsson. Pósthólf: 533. Reykjavik. Heima: Grundarstig 15. Simi: 1250. AV. Þeir sern panta tryggingar skriflega, sendi forstjóra umsókn, og láti aldurs sins getiB! Templarabálkur. Verðaridi nr. 9 varö 38 ára að aldri 3. f. m. í tilefni af afmæli hennar, mætti þar sendinefnd frá stúk. Einingin nr. 14 og faerði stúkunni árnaðaróskir. Auk pess færðu ae. t. í Víkingur nr. 104 og Skjaldbreið nr. 117 heillaóskir. Stúkan árnaði stórtemplar Einarí H. Kvaran allra heilla í starfi sínu. Á fund- inum færði u. ae. t. (P. Z.) br. Magnúsi Jó- hannessyni að heiðursgiöf stórstúkueinkenni fyrir mikla og mikilvirka starfsemi hans í þarfir barnastúkunnar Unnur. Stórtemplar, br. Einar H. Kvaran, leggur á stað á hástúkuping með Islandi í dag. Af þinginu fer hann á Alpjóðapingið í Kaup- mannahöfn, par mættir hann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. 21. ágúst á hann að flytja par fyrirlestur um bannlögjn á íslandi. Allir bannmenn árna honum góðrar ferðar og heimkomu. Páll Jónsson verslunarstjóri er kosinn af Stórstúkunni, til pess að mæta fyrir hennar hönd á Alpjóðapinginu í Kaupmannahöfn. Stórstúkan heflr komið sjer á fót skrifslofti. Er hún í Aðalstræti 18 á öðru lofti, og verð- ur opin klukkan 5—7 síðdegis hvern virkan dag. Simi er væntanlegur á skrifstofuna, en er ókomin pegar petta er ritað. Peir, sem erindi eiga við embættismenn stórstúkunnar, ættu að snúa sjer pangað, og eins peir er purfa að fá upplýsingar um Regluna eða starf hennar. Verslnnarsnmningur milli Spánar og ts- Iands var undirritaður í Madrid 23. f. m. Yigfús Guðbrandsson — klæðskeri. — Sími 470 — Símn.: Vigfús — Aðalstr. 8 Fjölbreytt fataefni. 1. fl. saumastofa. Best ferðanesti er TOBLER átsúkkulaði og PINK toffee og karamellur. Fæst í flestum búðum. Aðalumboðsmenn á Islandi: Þórður Sveinsson &C.o ^ókavgrslun Sigfúsar €ymnn9ssostar hefir mest og bezt úrval af öllum ritföngum, skólanauð- synjum, pappír og bókum. Leitið allra slíkra nauðsynja hjá gókiveriíun Sigfúsar €ymunissonar. Austurstræti 18. ElF VANSKIL verða á blaðinu, eru menn beðnir að tilkynna það í verslun Ottó N. Þorlákssonar, Vesturg. 29. Simi 1077. Fyrir unglingfastúkur. Nýkomin mjög skrautleg skírteini. Hver unglingastúka fær þau á 15 aura eint. handa þeim meðlimum, sem voru 1. nóv. síðastl., eftir það verða þau seld á 25 aura. Fást hjá undirrituðum, sem einnig hefir söngva fyrir unglingastúkur, á.25 aura, og »Handbók fyrir gæslum.« á 1 kr. Bergstaðastr. 3, Rvk. ísleifur Jónsson. NÝPRENTUÖ eru Stjórnarskrá og ankalðg fyrir undirstúkur og fást bjá stór-ritara. Kosta 0.50 aura. Ábyrgðarmaður: Pétnr Zóphóníasgon. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.