Templar - 13.12.1923, Blaðsíða 2

Templar - 13.12.1923, Blaðsíða 2
54 TEMPLAR. llega til, sem álíta aö hr. G. E. hafi ekki gert ógagn bannlögunum af því einu, að hann hafi ekki getað það. En hvernig er meö sinnaskiftin? Hvað segja síðustu atburðir. Pegar br. D. Östlund skýrir frá, að hann hafi von um fiskmarkað utan Spánar, þá rís G. E. upp og eys úr sér óbótaskömmum. Honum finst það ber- sýnilega ósvifið að vilja selja öðrum en Spánverjum fiskugga, og það jafnvel fyrir hærra verð. Er það sannur íslend- ingur, sem Spánverjar eigi heimting á öllum fisk vorum fyrir hvaða verð sem þeir bjóða? Er það maður, sem rétt sé að nota til samninga — eða jafnvel snúninga — fyrir landsins hönd þar syðra? Eg geri ráð fyrir því, að hver og einn einasti góður íslendingur svari því á einn veg; maðurinn eigi hvergi að sjást í þjónustu landsins? Allir vita það, að útgerðin hefir ekki gefið gull og græna skóga síðan Spán- arkúgunin kom til, og hr. G. E. var þá að nafnhót eitthvað á skrifstofu útgerð- armanna — kannske ágætur skrifstofu- stjóri. Er það virkilega í þágu útgerðar- innar, að reyna að spilla því, að fleiri keppi um fisk vorn og markaður hans verði meiri og tryggari. En hr. G. E. gat ekki látið sér nægja að hnýta í þessar tilraunir, hann þurfti jafnframt, að láta það sjást, að hann leldi það enn skyldu manna að brjóta lög landsins, og því fer hann að monta af því að hann hafi brotið þau. Petta er sama hugsunarhátturinn og spillingin og í Ingólfi sæla. En hr. G. E. bætir gráu ofan á svart. Hann hlakkast yfir þvi i grein sinni i Morgunblaðinu og Islendingar urðu að láta Spánverja kúga sig. Það er höfuðhneyksli, að nokkur ís- lendingur sé svo mikill bannfjandi eða Spánarvin, að hann gleymi svo skyld- um sínum við þjóðina, að hann hlakki yfir því þegar þjóðin hans verður að hröklast undan og missa að nokkru sjálfstæði sitt. Hr. G. E. hefir með þessu sannað eins berlega og unt er, að ummæli templara voru rétt, og hann hefir með þvi sýnt og sannað, að það er með öllu ósæmi- legt að nota hann í þjónustu landsins, hvert sem um stórt eða smátt er að ræða. Hr. G. E. virðist vera fyrst og fremst vinur Spánverja og Bakkusar — og með þá legáta hefir islenska þjóðin ekkert að gera. Pétur Zóphóniasson. Ameríku-bannið til umræðu á alþjóðafundinum i Kaupmannahöfn. Áfengisbannið í Bandarikjunum var mikilverðasta máiið sem var tekið til meðferðar á alþjóðaþinginu gegn áfeng- isbölinu i Khöfn 19.—24. ágúst þ. á. Öll veröldin fylgir með mestu eftirtekt þeirri mikilvægu siðbótartilraun, sem hefir að marki, að gera nýa heiminn áfengislausan, og þvi var ekki nema eðlilegt, að alþjóðaþingið í Khöfn gerði bannið að umræðuefni. Mótstöðumenn áfengisbannsins höfðu sent bestu menn sína á fundinn: Bann- andstæðingar frá Stórabretlandi, Svía- ríki, Finnlandi, Noregi og Danmörku mættu á fundinum með hinum fremstu bannmönnum. Inngangsræður voru haldnar af mönnum með ýmsum skoð- unum á málunum og í umræðunum á eftir voru allir jafnfrjálsir að því að halda skoðunum sínum fram. Ameríku-bannið hefir — eins og allir vita — orðið fyrir hinum ægilegustu á- rásum af hendi bannfénda. »Bannið sé humbug«, segja þeir. »Jafnmikið sé drukkið eftir sem áður« o. s. frv. Hvernig fór nú á þessari mikilvægu samkomu, þar sem fremstu með og andmælendur bannmálsins mættu? Ameríkubannið var til umræðu á al- þjóðaþinginu 21. ágúst. Um reynslu bannlaganna töluðu Andrew J. Volstead, »faðir bannlaganna«, og Cora Frances Stoddard, ritstj. »Scientific Temperance Journal«. Volsteads ræða var mjög auð- ug að staðreynduui, er sýndi gildi banns- ins: Drykkjuskapur er nú að mestu horfinn, siðferðisástandið mikið betra, fangelsin standa annaðhvort auð eða hefðu mun færri íbúa en áður. Drykkju- mannahælin, sem fyr voru yfirfyld, standa nú tóm eða eru alveg lögð nið- ur; dauðsföllum af alkoholeitrun hefir fækkað svo mjög, að þar sem 500 dóu fyr, deya nú að eins 100. Hagsæld manna hefir aukist stórkostlega, svo að umsóknir um hjálp til bágstaddra hefir minkað um meir en 3A — o. s. frv. Næst talaði Miss Stoddard og rök- studdi málið með mörgum hagfræðis- 'skýrslum. Mótstöðumenn bannmálsins hugðu, að næsti ræðumaður, próf. Jens War- ming við háskólann í Khöfn, mundi komast að alt annari niðurstöðu, því að heyrst hafði, að prófessorinn, sem nýlega er heim kominn úr 4 mánaða rannsóknar- og íhugunarferð um hið mikla ameriska bannland mundi geta sýnt fram á, að bannið hefði mishepnast. En sú varð raunin, að próf. Warming sagðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að siðan alt landið komið uudir bann- lögin, hafi neysla áfengra drykkja mink- að um 70°/o- Samt kvaðst hann eigi á- nægður með að svo mikil ólögleg sala fari fiam, að 30°/o en væri eftir. Margir tóku nú til máls. Snerust þeir allir á móti próf. Warming og stað- hæfðu, að hinir svæsnustu andbanning- ar jafnvel í Ameríku, játuðu, áð neysl- an af áfengum drykkjum í U.S.A. væri nú að minsta kosti 70°/» minni en áð- ur; þetta væri sennilega ekki rétt nið- urstaða, enda staðhæfa öll bindindisfé- lög og kirkjustjórnir í Ameríku, að það væri mikið betra; en jafnvel þó menn ekki segðu meira en að minkunin næmi 70°/o, þá væri það ákafiega mikil breyt- ing á skömmum tíma, og að ástandið væri stöðugt að batna. Andbanningar treystu sér ekki til þess. að leggja neitt til málanna, þeir voru eins og mállausir, hugsuðu sennilega að þeirra fyrri vitnisburður væri nú svo gersamlega hrakinn, að best væri að þegja, og það var án efa mjög skyn- samlegt hjá þeim. En þögn mótstöðumannanna einmitt á þessu alþjóðaþingi, þegar Ameríku- bannið var til umræðu, talar jafn-kröft- ugt og allar hinar ágætu röksemdir bannmanna um það, að áfengisbannið hefir reynst hin mesta blessun hjá mestu framfaraþjóð haimsins á vorum dögum. Síðast talaði próf. Warming aflur. Hann lýsti því yfir, að þrátt fyrir fyrri ummæli sin væri hann bannmaður og óskaði bannmálinu góðs gengis. David Östlund. Brostnir hlekkir. Fann 2. nóv. s.l. vildi það hörmulega slys hér á Norðfirði, að tveir af stúku- bræðrum okkar, þeir br. Haraldur Ól- afsson og br. Óli S. Vigfússon druknuðu á fuglaveiðum út við svo nefnt Horn hér fyrir utan fióann. Voru aðrir bátar þar einnig á fuglaveiðum, en urðu ekki varir við slysið fyr en of seint, því þeg- ar þeir komu á vettvang var slysið um garð gengið, báturinn fullur af sjó í hálfu kafi og lík br. Óla fast við bát- inn. Var það álit manna, að brotsjór hafi grandað þeim, því boðar og grynn- ingar eru þar nálægt, en talsverð und- iralda, þó annars væri mjög gott veður þennan dag. Er aðstandendum þeirra hér kveðinn mikill harmur og sár, því báðir voru mennirnir einkar vel látnir og mann- kostamenn miklir. Br. Haraldur lætur eftir sig konu og barn á öðru ári, og br. Óli einnig konu og 1 barn. Auk þess áttu þeir báðir áldraða foreldra, sem nú hafa mist ellisloðina sína, br. Óli var einkabarn foreldra sinna. En auk þess, sem aðstandendur þeirra og- ástvinir hafa mikið mist, hefir einn- ig bræðra og systrahópur vor Góð- templara hér misl tvo af sínum dug- legustu og fórnfúsustu félögum. * Peir voru báðir ekki fyrir alllöngu gengnir í Regluna hér, en tóku það báðir þeim tökum, sem ekki er algengt, því þeim var málefnið og starfið mikið alvöru- mál. Seinustu dagana sem þeir lifðu voru þeir stöðugt að vinna fyrir reglu- málin hér, sérstaklega að því að vinna aðra unga menn til að gerast Góðtemplarar. Við Templarar hér á Norðfirði höfum þvi mikið mist úr vor- um hóp, og vandfylt er skarð þeirra í bræðrahring okkar. En bjart er yfir minningu þeirra í hugum okkar allra og þakklátir erum við gjafarann allr góðra hluta fyrir að hafa fengið að njóta þeirra í félagsskap vorum þennac t

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.