Templar - 13.12.1923, Blaðsíða 3

Templar - 13.12.1923, Blaðsíða 3
TEMPLÁR. 55 iima, þó ekki væri hann langnr. Við minnnmst orðanna »til frægðar skal konung hafa en ekki til langlifis«. Þeir slörfuðu vel meðan þeim entist aldur og gætum við hinir lært mikið af þvi. Við segjum því öll af hjarta: Blessuð sé minning þeirra! Jarðarför br. Óla Vigfússonar fór íram við mikið fjölmenni þ. 9. nóv. Tóku templarar hér beinan þátt í jarð- arfórinni með þvi að cand. theol. br. Porvarður Pormar flutti ræðu fj’rir þeirra hönd. Fórst honum það mjög vel úr hendi. Einnig var sungin kveðja frá Góðtemplurum til beggja hinna látnu bræðra, er orkt hafði Vald. V. Snævarr skólastj. Úti i kirkjugarðinum voru svo bafðir um hönd jarðarfararsiðir templ- ara, og þótti öllum athöfnin hin feg- nrsta og hátíðlegasta. Á kistunni var krans úr lifandi blómum frá Reglusyst- kinum i »Nýu-Öldinni« og Umdæmis- siúkunni, því br. Óli hafði verið með að stofna Umdæmisstúku Austurlands fyrir fáum dögum. Var hann þar U.V. Eg bið þig kæri Templar fyrir þessar íáu línur til minningar um hina látnu bræður og eins fyrir kæra kveðju og þökk til allra þeirra sem auðsýndu okk- or samúð í tilefni af hinum sorglega atburði. Sigdór V. Brekkan. St. Yerðandi nr. 9. — Verðir. — Verðir lands og lýða tjóns! Mfgið kærleiksgróða! árdagsgeislum »tsafróns« alls þess’ fagra og góða. Reynist best í þjóðarþörf þegar lokast sundin. Signi ykkar sönnu störf sólar- bjarta -mundin. Eins um nótt og nýtan dag, numdir heilla standi; bindið fagurt bræðralag böndum óslitandi. »Auðnan« sitji inst við gafl eins á vetrarstundum; móti bölvun teflið tafl traustum hjálparmundum. »Bakkus« vakir frjáls og frí falska hreyfir strengi. »Borgin« sefur syndum í sætt og vært og lengi. Glöpin hafa hnöppnm hneft huglaus fégirnd ræður; betra’ er gulli en göfgi sleft, góðar systur! bræðurj Yfirsjón er allra þræll, er hún sorgleg minning; þessi »Vetur« sigursæll sendi ykkur vinning. Standið þið sem ljós við Ijós, lýðs í myrkraforum; blessuð »gæfan« rós við rós ræktir í ykkar sporum. * Eitt er markið helgast hæst, hjálpi y>vœttir« góðar — ykkar brautargengi glæst gifta lands og þjóðar. Eflið göfgan manndómsmátt. mest sem hefir gildi; starfið, sigrið, hugsið hátt, hreinsað gull á skyldi. J. S. Húnfjörð. Fáein minningarorð. Pann 25. mai sl. andaðist að heimili sínu Krossi i Mjóafirði Gunnar Jónsson frá Holti i sömu sveit. Hann var fæddur 17. okf. 18C3 í Meðallhndi í Vestur-Skaftafellssýslu og því nær sextugur er hann lést. Kona hans Nikólína Sigurðardóttir er einnig var ættuð úr sömu sveit og hann andaðist að heimili þeirra Krossi 8. okt. 1922 eða um hálfu ári á undan honum á likum aldri. Raö er ekki ætlun #mín að rita hér nákvæmt æfiágrip peirra hjóna, fyrir paö hefir Templar ekki rúm, enda veit jeg að það verður gjört annarsstaðar. En mig langaði að biðja pig, kæri Templar, fyrir nokkur minningarorð um pau sem stúkusystkyn og kæra sam- verkamenn í mörg ár. Pað mun hafa verið laust eftir 1890, að Good-Templarreglan barst fyrst hingaö til Austfjarða. Var pá stúka stotnuö í Mjóafiröi meö nafninu »Iðunn«. Stóð sú stúka ekki lengi, þvi ýmsar ástæður urðu pess valdandi að hún klofnaði litlu seinna og lagðist svo eftir stuttan tíma alveg niður. Var pá stofnuð önnur stúka par í Brekkuporpinu með nafn- inu #Vetrarbrautin« no. 23. Var Gunnar sái. Jónsson, er pá var fluttur pangað austur með konu sinni, meðal stofnenda hennar og strax kjörinn umboðsmaður stór-templ- ars. Upp frá því starfaði hann svo stööugt í »Vetrarbrautinni« og var umboðs.m. alt par til hún Iagðist niður, 1916, eða um 25 ára skeiö. Mér er mjög ljúft að minnast Gunnars sál. og þeirra hjóna í sambandi við petta mál, bindindismálið, og stúkustarfið, pví það var áhugi þeirra heill og óskiftur. ®-g hygg að óhætt megi segja aö það hafi alla tíö verið þeirra hjartansmál. Minsta kosti var mér pað kunnugt eltir að eg gekk i stúkuna, sem var laust fyrir síðustu alda- mót, að pau báru hana og bindindismáiið mjög fyrir brjósti. Kunnugir menn hafa iika sagt mér, að á fyrstu árum stúkunnar, meðan hún átti ekkert fundahús, hafi stúku- fundir iöulega verið haldnir á heimili þeirra hjóna, og má nærri geta að miklum átroðn- ingi hefi pað valdið, pvi húsakynni voru ekki mikil hjá peim í þá daga, en stúku- starfið fjörugt og blómlegt, pá i byrjun. Hitt er mér sjálfum vel kunnugt um, sem mið- lim stúkunnar, að á seinni árum eftir að fólki fækkaöi í Mjóafirði — og pá eðlilega einnig i stúkunni — og okkur pessum fáu sem eftir vorum pótti kalt á vetrum og tómlegt i stúkusalnum, sem var nokkuð stór, að pá var ætið opið hús þeirra hjóna til pess að flytja sig inni og skjóla par á fundi. Ennfremur héldum við par alloft afmælisminningar stúkunnar á seinni árum af sömu ástæöum. Eg á rnargar kærar endurminningar frá peim samverustundum, pví andlit húsráð- endanna voru svo broshýr og ánægjuleg pegar þau voru að taka á móti okkur stúku- systkinum sínum og bjóða okkur velkomin. Var pá altaf glatt á hjalla, mikið sungið og ræður haldnar og aldrei praut á kaffikönn- unni hjá húsmóðurinni, pó ekki væri farið heim fyr en eftir miðnætti. Glaðlyndið eg viðmótshlýan þraut heldur ekki, og pað sem best var — áhuginn fyrir málefninu var altaf samur og jafn alt fram í andlátið. Pau lögðu ekki niður vopnin fyr en pau gátu ekki valdið þeim lengur. A seinni árum eftir að stúkan hætti störf- um, fluttu þau burt frá sínu fyrra heimili og dvöldu eftir pað hjá dóttur sinni og tengdasyni, Jónínu Gunnarsdóttur og Vig- lundi Porgrímssyni, að Krossi í sömu sveit. Eg átti oft tal við Gunnar sál. á þeim árum, um reglumál sérstaklega, eftir að stúkustarfsemi hófst á ný hér á Austfjörðum, fann eg að hugur hans til málefnisins var sá sami og áður, þó hann gæti ekki aðstöðu sinnar vegna tekið beinan pátt í starfinu. Og pað fann eg á honum að mjög gladdi pað hann þegar hann heyrði að stúkurnar væru að renna upp á ný einsog fíflar i túni hér á Austfjörðum. Bað hann þeim allrar blessunar, og óskaði, að sú villa henti okkur Ausfirðinga aldrei framar að við legðum niður stúkustarfið meðan takmarkinu væri ekki alveg náð — algjörðri útrýmingn als áfengis úr heiminum, Gunnar sál. var ekki á þeirri skoðun að fundir í stúkunni okkar mættu farast fyrir. »Nei«, sagði hann, »þó að við gjörðum ekki annað en að koma saman til pess að hafa yfir fundarsiöina, söngvana og bænirnar, pá er pað svo mikils virði fyrir okkur til pess að halda hópinn og hafa góð áhrif á okkur, að megum ekki láta pað undir höfuð leggjast». HaDn var framúrskarandi skyldurækinn sem umboðsmaður, og lét ekkert farast fyrir að gjöra setn honum var mögulegt. Hann var vel máli farinn og þakkaði hann pað sinu langa starfi i Good-Templarregluuni. Hann var greindur maður og vel að sér eftir peim mælikvarða, sem lagður verður á mann sem enga skólamentun hefir fengið. Sést pað best á því, að hann naut mikils trausts hjá sveit- ungum sinum og gegndi fyrir pá opinberum störfum um langt skeið sem hreppsnefndar- maður, hreppsnefndaroddviti, sóknarnefnd- armaður, sýslunefndarmaður o. s. frv. Hann var mjög ósérhlífinn og vann og stritaði bæði andlega og likamlega vinnu alla sina æfi. Mér finst að minningu peirra manna, sem voru eins og Gunnar sál. og kona hans — því hún var honum mjög samhent i öllu — eigi að halda á lofti. Auðvitað eru verk peirra besti og mesti bautasteinninn á leiði peirra og halda á lofti minningunni, en of oft er því þannig varið, að pað gleymist sem vel er gjört. Mér finst að unga kynslóðin sem nú er að vaxa upp, purfi að gefa gaum að dæmi þeirra manna, sem hafa komið hinu mikia siðferöis- og mannúðarmáli, bindindismálinu pað sem pað nú er komið — eða var kom- ið til skamms tima. Beir — brautryðjend- urnir, eru nú og fara að týna tölunui og þurfa pá aðrir nýir að vera tilbúnir að taka viö merkinu, svo pað falli ekki til jarðar. í þeim tilgangi að benda hinum ungu mönn- um og konum á dæmi þessara hjóna, sem nú eru til moldar gengin eftir mikið og gott dagsverk, hefi eg skrifað pessar línur. Það hefir margt gott starf og göfugt verið unnið á meðal pessarar pjóðar í kyrpey og stund- um við lítið pakklæti. Við sem pykjumst sjá ef eitthvað er vel gjört megum pví ekki pegja pað í hel, heldur benda á pað svo eftir pví verði tekið og eftir pví bregit. Starf Gunnars sál. Jónssonar og konu hans i reglu- og bindindismálum er pess vert að að eftir pví sé tekið og á pað bent til eftir- breytni. Pví st. aVetrarbrautin* nr. 23 starfaði vel og lengi og var paö ekki síst þeim hjónum

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.