Templar - 01.01.1925, Blaðsíða 1

Templar - 01.01.1925, Blaðsíða 1
TEMPLAR. XXXVIII. Reykjavik, jan. 1925 G/eði/egt nýár! Tvær stefnur. Baráttun milli bannvina og bann- fjenda harðnar með ári hverju, og það «r engum vafa undirorpið, hver verða muni lok hennar. Lað er fróðlegt að gefa því gaum, hvernig menn skiftast í flokka um bann- málið. Fyrir 60 árum geisaði borgarstyrjöld í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Deilan var um það, hvort blámenn þar í landi skyldi verða aðnjótapdi borgaralegra rjettinda. Lok ófriðar þessa munu kunn meginþorra lesenda vorra. Þeir, sem börðust fyrir þrælahaldinu, voru keyrðir í kútinn. Jafnrjettis- og bræðralags- stefnan sigraði. Stóreignamennirnirisuðurhluta Banda- ríkjanna, þeir sem ráku baðmullar- og tóbaksrækt í stórum stíl, vildu halda blámönnum utan við lög og rjett, nota þá sem vinnudýr. Peningalýðurinn kærði sig kollóttan um mannrjettindi öðrum til handa en sjálfum sjer: Stefnu þeirra má einlcenna með orðunum: Rjettindi ríkum, ''en skuldugum skyldur. Sagan um Prælastriðið í Ameríku bregður birtu yfir baráttu þá, sem nú er háð í heiminum miili bannmanna og' andbanninga. Andbanninga i öllum löndum er yfirleitt að leita í sama flokki manna í þjóðfjelaginu, er fyrrum hjeldu dauðahaldi í þrælahald og þrælasölu. Auðmennirnir fylla að kalla má eiu- dregið flokk andbanninga, auðvitað sjer í lagi þeir, sem fást við vínyrkju og vínsölu. Peir benda til fortíðarinnar og leita máli sínu stuðnings þar, alveg eins og fyrirrennarar þeirra, formælendur þrælahaldsins, gerðu á sínum tíma. En þeir sigla með lík í lestinni, eins og skoðunabræður þeirra fyrrum. Fáir munu þeir, er þekkja sögu Bandarikjanna, að eigi elski þeir og virði öllum fremur Abraham Lincoln, þenna fræga brautryðjanda bræðralags- stefnunnár. — En hvílíkum svívirðing- um var eigi reynt að hlaða hann, meðan á ófriðnum stóö veslra. Hann átti ekki því láni(I) að fagna, að the upper ten (æðri stjeltirnar) í Englandi sæi sjer fært að kalla hann gentleman (fyrir- mann eða göfugmenni). Og hvað olli þessu? Því er fljótsvarað. Hann var ekki oddborgari. Hold af holdi alþýðu og blóð af hennar blóði var hann, »sem rauðaviður rekinn af hafi«. Oddborg óttaðist byltingu, breytingu, því að nú var maður kominn til valda, sem hugs- aði rjett og vildi vel«. Hann valdi sjálf- ur veginn, honum auðnaðist að leysa fjöturinn af blámönnum Ameríku, en hann fjeli líka fyrir morðkuta brodd- borgaralýðsins. — Nú keppast þeir um að heiöra hann. Vjer tölurn um tvær stefnur. — Um daginn bauð Stórstúkan Akureyrarbúum á leiksýningu. Leikurinn heitir »Tárin«, eftir Pál J. Árdal skáld á Akureyri. Var hann sýndur f úlbreiðsluskyni. Er hann bæði prýðilega saminn og var, að allra þeirra sógn er sáu, ágætlega leikinn. Hann sýnir baráttuna milli tveggja stefna, lífsstefnunnar og helstefnunnar. Good Templarreglan berst undir merkj- um lifsstefnunnar. Hún er andstæð þrælahaldinu, af því að hún er reist á þeim grundvelli, sem heilir bræðralag mannanna. Hún lætur sjer því eigi á sama standa um náungann. Hún býður lífsins mikla mætti, kærleikanum, þjón- ustu sína, — og fyrir dýrð hans hörfar myrkrið af hálsunum og ljóma slær á fjöllin af bíysum hans. — Og vjersigr- um undir merkjum þessa konungs. Vjer viljum eigi vita af mannkyninu í þrælahaldi Bakkusar. Pað er megin- þátturinu. Vjer viljum fá því til vegar komið, að áfengið sje »lokað inni í eit- urskápum lyfjabúðanna, alveg eins og moríín, ópíum eða aörar slíkar eitur- tegundir«. En venjan segir nei — og allir hennar þrælarl Bannlögin voru einu sinni kölluð þrælalög af andstæðingum þeirra hjer á landi. Petta er rjett að því leyti, að þau eru fyrst og fremst, þessi lög, Tyrir þræla áfengisins, [þá sem Bakkus hefir þrælkað og haldið ijíánauð. Tilgangur laganna er að leysa þá úr ánaúðinni. En mótstöðumenn laganna eru fylgjandi þrælahaldinu. Einkunnarorð þeirra er: »S/a//r leið sjalfan þig«. Var það ekki Iíain, sem sagði, þegar hann var spurð- ur um Abel: »Á eg að gæta bróð- ur míns?« — Einkunnarorð bannmanna er: Vjer eigum að gœta bróður vors. Pað er munurinn. En — nú kemur andbanningur fram úr hópnum, líklegu nokkuð spekings- legur á svipinn (vjer höfum sjeð þá og heyrt /marga slika) og segir, »að það sje ekki til neins að hafa svona lög, I. blað. því að þau sjeu svo mikið brotin« (hans eigin orð). Vjer höfum heyrt þessi orð sjálfsagt hundrað sinnum eða oftar, þegar rætt hefir verið um bann- lögin. Eftir þessari kenningu ætti ekki að leggja bann við þjófnaði, manndráp- um og öðru slíku. Eftir þessari kenn- ingu ætti að gefa upp vörnina í mann- heimi í viðureigninni við Hel og lið hennar. Pessi fáránlega kenning and- banninga er þrotalýsing, Allir þessir andbanningar eru vægast sagt veilir f trúnni á framför mannkynsins. Pað er mergurinn málsins. Þeir eru svo blindir að halda, að ákvörðun mannsins sje ekki æðri en það að vera þræll. Good-Templarar hylla lífsstefnuna, en andbanningar helstefnuna. Pað er mun- urinn. Meðan helstefnan hrósar sigri í heiminum, horta heilir herskarar manna, sem einu sinni voru líklegir sjálfum sjer og öðrum til þrifnaðar, döprum augum á rústir margra æfiára. Alstaðar þar sem helstefnan mótar lagasetningu þjóð- anna á slikt sjer stað. Pjóðfjelagið verndar þá, sem lævíslega leiða einn af öðrum á vegu ógæfunnar í svívirðilegs ávinnings skyni. Andbanningar vilja fyrir hvern mun halda i þessa vernd. Svona hefir vaninn blindað augu þeirra, svona fjandsamlegir eru þeir nýbreytn- inni. Á vorum dögum geisar ægileg þræla- styrjöld. Good-Templarar hófu bann- lagastefnuna í heiminum. Vjer viljum leysa mannkynið undan áfengisbölinu með lögum. Vjer sækjum fram gegn herskörum Heljar. Vjer berjumst undir merkjum bræðralagshugsjónar og jafn- rjettis. — Mótstöðumenn vorir segja: Látið þið rœflana ganga í bindindi, en lofið oss að vera i friði við flöskuna! Pessi afstaða dæmir sig sjálf. Öðru megin en sjerhyggjan i oddborginni, hinum megin bróðurhöndin fram rjett til hjálpar í kærleika. Pað er mikið talað um smj'glarana nú á dögum, og það er mjög eðlilegt, því að þeir eru talsvert athyglisverður flokkur í heiminum. Peir græða, margir þeirra, of fjár á atvinnurekstri sinum, bæði fyr og nú. En þeir eru engin ný- lunda. — Innílutningur þræla í Bandaríkin var bannaöur fyrir fult og alt 1. Jan. 1808. Gerðust margir til þess upp frá því um hríð, þar á meðal Norðmenn, að smygla þrælum til Bandaríkjanna. Peir gerðu það af fíkn í svívirðilegan fjárgróða, alveg eins og Norðmenn og aðrir, sem nú smygla áfengi lil Bandaríkjanna og annara bannlanda. Atferli þrælasmyglaranna í byrjun 19.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.