Templar - 01.01.1925, Blaðsíða 2
2
TEMPLAR.
aldar er nú dæmt hart um allan heim.
Atvinna áfengissmyglaranna fær sama
dóm, og sá tími kemur, að mannkynið
hugsar með viðbjóði og hryllingi til
þeirra æfiiðju, sem áfengissmyglarar hafa
með höndum á vorum tímum. Peir eru
Niðhöggurinn, sem nagar neðan rætur
lífstrjesins.
Framförin er auðsæ, þó enn sje við
mikla erfiðleika að berjast, en það yrði
lítið úr henni, ef allir ljetu undan síga
í menningarmáli, eins og bannmálinu.
Pað er nauðsynlegt í eitt skifti fyrir
öll að gera landslýðnum ljóst, um hvað
ægilegasta baráttan í mannheimi er háð.
Islendingar eru fyrsta bannþjóðin í
heiminum. Margir íhaldssinnar þola
ekki þessa nýbreytni og dæma stefnuna,
sem »Templar« kallar lífsstefnu, hart.
Peim finst öll breyting afturför. Augn
þeirra eru svo haldin, að þeir sjá ekki
nýgróðurinn í þjóðlífinu. Mannhatrið,
tortrygnin og bölsýnin eitra hug þeirra.
í óraði grafa þeir æskulýðnum gryfjur,
til þess að falla í, en bróðurhönd kær-
leikans er að verki, til þess að verja
æskuna falli. — Öflugt bandalag er að
komast á milli bannmanna um allan
heim. Vínílokkurinn vígbýr sig einnig. En
Guð ræður. Og hann er birtunnar megin.
Dagur ljómar um loft.
Ste/nurnar eru tvær. — Hvorri þeirra
vilt þú fylgja, lesari góður?
^orvaldur Guðmundsson
fæddist að Marteinstungu f Rangárvalla-
sýslu 1868. Voru foreldrar hans Guð-
mundur bóndi
Pórðarson er þar
bjó og Ragnheið-
ur- Vilbjálms-
dótlir kona hans.
Pau voru ekki
vel efnum búin
fyrstu búskapar
árin en »harða
vorið« 1882
mistu þau nær
allan pening, og rjettu aldrei við eftir
það, enda ljest Guðmundur vórið 1889.
Porvaldur ólst upp hjá foreldrum sín-
um, hann þólti snemma óvenju bók-
hneigður og las alt sem hann náði í.
Hann langaði mjög til »að læra eitthvað
á þeim árum« en þess var enginn kost-
ur vegna fátæktar. Hann var fremdur
svo snemma sem unt var til þess að
geta komist til sjávar, og ljett undir við
búskapinn. Honum var kent að lesa,
kent kverið og að draga til stafs. Skóla-
mentunin var þannig af skornum skamti,
en hann bælti bana upp með því að
ná í allar þær bækur til lesturs, sem
hann komst yfir og með þvf að kaupa
bækur langt yfir efni fram. Hann var
við sjó og búnaðarstörf þangað til hann
kom til Sigurðar Kristjánssonar bóksala
1899, og þá kom hann að austan með
griðar stóra bókakistu, sem þólti eins
dæmi austur þar um þær mundir.
Pegar hann var kominn til Sigurðar
Kristjánssonar hjelt hann áfram að
safna bókum, og gerði það svo vendi-
lega, að hann var aldrei sæmilega hald-
inn að klæðum. Hann las ákaflega mikið
og minnið var gott og traust, 1400 bindi
átti hann þegar hann fjekk fyrsta áfallið
1918, varð hann að selja bækur sínar,
sem honum var mjög tilfinnanlegur
mótgangur.
Porvaldur tók mikinn þátt í fjelags-
lífi Reykjavíkur bæði i K. F. U. M. og
i Good-Templara Reglunni. Hann var
að jáfnaði beðinn að skemta á báðum
þeim stöðum. Hvað hann lagði til mál-
anna má sjá af »Nokkrir fyrirleslrar«
eftir Þorvald Guðmundsson, — þeir eru
alls 20 — sem vinir Þ. G. gáfu iit
þegar hann var farinn að heilsu sjálfur.
Fyrirlestrarnir voru skrifaðir upp ýmist
við búðarborðið, eða í búðajglugga, og
sópað niður i skúffuna, ef einhver kom
sem afgreiða þurfti. Upprunalega voru
þeir ekki ætlaðir til birtingar, en kunn-
ingjum og mörgum áheyrendum Por-
valdar sýndist þess vert að þeir kæmu
fyrir almenningssjónir. Fyrirlestrarnir
eru fremur alþýðubók en vísindarit, en
sýna að P. G. var einn með fróðustu
mönnum í landinu.
Porvaldur Guðmundsson Ijezt á
Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd eftir
langvarandi heilsuleysi þ. 15. október
1924. Sex bílar komu innan úr Reykja-
vík fullir af vinum hins látna. Síra Frið-
rik Friðriksson talaði yfir moldum hans,
og sem ein af kveðjunum frá Reglunni,
var Good-Templarfáninn sem var lagð-
ur yfir kistuna frá heimili hans og út
að gröfinni. I. E.
Frá St. g. u. st.
Ritstjórj Templars hefir beðið mig,
að láta blaðinu í tje einhverjar fregnir
af Unglingareglunni. Vil jeg ekki skor-
ast undan þvf, þótt það, sem jeg hefi
að segja, sje að svo komnu máli hvorki
heilt nje hálft.
Pégar jeg tók við forystu Unglinga-
reglunnar á síðasta Stórstúkuþingi, var
jeg þeim málum harla ókunnugur, hafði
að vísu starfað um skeið sem gæslu-
maður í einni stúku, en vissi lítið út
fyrir þann þrönga hring. Jeg hafði hvað
eftir annað fundið til þess, hve templ-
arar yfirleitt fá lítið að vita um Ungl-
ingaregluna. Mjer fanst það ekki nema
sjálfsögð krafa, að þingtíðindi Stórslúk-
unnar flyttu jafnítarlega skýrslu um
unglingastúkur, eins og um undirslúkur.
Mun jeg nú reyna að beita mjer fyrir
því að svo verði framvegis.
Eins og bent befir verið á hjer í
blaðinu áður, en skýrast þó í skýrslu
fyrirrennara mfns 1 þingtiðindum Stór-
OO OOOO OOOO OOOO OOOO 00 OOOOOOO 00
o °
o TEMPLAR O
o Útgefandi: Stórstúka íslands af O
X O
g I. O. G. T. O
O Ritstj.: Stór.-T. Brynleifur Tobiasson O
O kennari á Akureyri. ’ §
O Afgreiðslumaður; Páll Jónsson §
g Lækjargðtu 6 A. Pósthólf 506. g
O Reykjavík. o
OOO OOOOO OOOO OOOO OOOOOOOOOOOOO
— -
stúkunnar, var Unglingareglan á ágæt-
um vegi á síðustu vordögum. Síð-
ustn tvö árin hafði mjög mikið lifnað
ylir Reglunni. Margar stúkur voru stofn-
aðar og hinar eldri ukust og margföld-
uðust, sumar hverjar. Og, það sem
mest var um vert, ný hreyfing komst á
þessi mál á ýmsum stöðum, sem ekki
hafði verið um þau hugsað áður. Hjer
var því ekki um annað að tala en
halda áfram vel byrjuðu verki.
Skýrslur koma ekki frá unglÍDgaslúk-
unum fyr en í febrúar. Get eg því ekk-
ert sagt um vöxt þeirra og viðgang. En
svo mikið veit jeg, að tvær af stúkunum
muni óþarft að telja lengur í tölu lifenda.
Um þá þriðju hefi jeg sömu sögu að segja
og fyrirrennari minn, að mjer hefir ekki
tekist að fá svar við þeim brjefum, sem
jeg hefi þangað skrifað. En ólíklegt er
að svo geti gengið lengi, þar sem i hlut
á fjölmennasta barnastúkan i landinu,
og, að því er jeg best veit, allvel starf-
andi. Pær fregnir, sem jeg hefi af öðr-
um stúkum haft, benda aílar í þá ált,
að vel sje unnið. 4 nýjar stúkur hafa
bætst við í hópinn síðustu mánuðina.
t*á fyrstu stofnaði jeg sjálfur, Tíbrá nr.
72 á Húsavik. Stofnendur voru 53, en
síðan hefir fleira bætst við. Stúkan
stendur í beinu sambandi við SWstúk-
una, þar sem engin verndarstúka er
til á staðnum. Gæslum. er Egill Por-
láksson kennari, varagæslum. frú Þór-
dís Ásgeirsdóttir og í framkvæmdanefnd:
Frú Sigríður Ingvarsdóttir, Sigurður
Bjarklind, kaupfjelagsstjóri, frú Unnur
Bjarklind og frú Kristín Blöndal. Tel
jeg mjög líklegt að þessi barnastúka
verði byrjun að meiri Reglustarfsemi í
Húsavik, en þar hefir engin stúka verið
starfandi um mörg ár. Næst stofnaði
br. Guðmundur Kiistjánsson Regluboði
2 stúkur á Austfjörðum. Haustrós nr. 73 á
Vopnafiiði með 23 stofnendum og Perlu
nr. 74 á Fáskrúðsfirði með 54 stofnend-
um. Stofnskýrslur eru ekki komnar til
mín enn, en á báðum stöðum eru það
barnakennarar, sem taka að sjer for-
ystuna, eins og á Húsavik. Tel jeg það
órækan vott þess, að stúkurnar eigi
framtíð fyrir höndum. Á FásKrúðsfirði
var stofnuð verndarstúka um leið, en á
Vopnafirði er engin önnur stúKa. Síð-
ustu stúkuna stofnaði br. umdæmis-
gæslum. Jón G. Guðmann í Glæsibæjar-
hreppi við Eyjafjörð., Hún heitir Von
nr. 75 og stendur undir vernd stúk-
unnar Tilraun nr. 190., gæslum. er Hall-
dór Jónsson Krossanesi, stofnendur 52.
Auk þess er unnið að undbúningi barna-