Templar - 01.01.1925, Blaðsíða 3

Templar - 01.01.1925, Blaðsíða 3
TEMPLAR. 3 stúkustofnunar á ýmsum stöðum, en ekki verður jneð vissu sagt, hvort hægt muni að koma þeim á fót í vetur. Sennilega er þegar búið að stofna barna- stúku í Gvímsey. Sú stofnun var undir- búin að fullu í haust, en síðan hafa engar fregnir borist þaðan. Akureyri 3. jan. 1925. Steinþór Guðmundsson. Úr herbúðum andstæðinganna. Nýlt andbanninga^málgagn í Rvk. Þegar cand. jur. Magnús Magnús- son ljet af ritstjórn »Varðar«, stofnaði hann, eða gerðist ritstjóri að nýju blaði, er nefnist »Stormur«. Mestur vindur þessa »storms« blæs i garð bannmáls- ins, en andar þó kalt i fleiri áttir. — ^ Tyrirlestnr nm bannlögin hjelt ritstjóri hins nýja blaðs »Slorms« fyrir fjölmennu húsi í Nýja Bíó sunnud. 18. þ. m. — Hann las fyrst lengi vel upp úr þing- ræðum og nefndarálitum frá 1909 þegar bannlögin voru sett og samin og skýrði frá atkvæðagreiðslum um þau í þinginu. Pá kom kafli um sjálf bannlögin og framkvæmd þeirra. Taldi ræðum. mikið ósamræmi í sektarákvæðum laganna og vildi láta harðari refsingu liggja við þvi að gera lögbrot og smyglun að atvinnu. Kvað hann lögreglustjóra og dómara oft í miklum vanda, svo sem þegar at- vinnusmyglari, sem dæmdur er í fyrsta sinn og sleppur með vægustu hegningu, um leið og drykkjuræfli er hegnt með þyngstu refsingu, sekt og fangelsi fyrir þriðja brot, sem þó máske er ekki stærra en einni flösku laumað í land úr skipi i hvert sinn. — Petta er athugavert mál, og má skoða fyrirlesturinn að þessu leyti sem bann- prjedikun, enda eru margir góðir bann- menn á spmu skoðun og fyrirlesarinn um þetta atriði. — Ræðumaður gaf sjer góðan tima til að skýra þessa hlið málsins og ýmis- legt er þar að lýtur. Setti hann fram dæmi þess hvernig brot væru framin, einkum drykkjumannabrotin, og taldi örugt að lögreglan kæmist jafnan fyrir þau, svo þessir smásyndarar lentu mjög fljótt í þyngstu sekt. Gaf hann þessum smásmyglurum nöfn og 1 jet þá beita eftir ýmsum þektum mönnum úr betri borgara röð og hlífði ekki sjálfum sjer. Nú heyrðist að menn hjeldu niðri í sjer hlátri hingað og þangað í salnum, en á öðrum stöðum gerðust sumir ó- kyrrir i sætum, sem vonlegt var, því búast mátti við, að ræðumaður færi að láta lögbrjótana heita i höfuðið á þeim sjálfum eða þeirra nánustu. Samt fóru engir út svo vart yrði við. Ræðumaður var ekki eins viss um að lögreglunni tækist að hafa hendur í hári þeirra sem smygluðu inn í at- vinnuskyni. í dæmunum um brot þeirra voru enn nokkur ákveðin nöfn, og hann á- leit hvern þann sleppa of ódýrt eftir á- kvæðum laganna, er heppnaðist að flytja inn 18 þúsund lítra af spritti, ekki síst ef aldrei kæmist upp um hann, eða þá fjelaga, sem stæðu fyrir slíkri stór-smygl- un. En lítil huggun i, þótt nokkriy at- vinnusmyglarar sem knæpur hafa í fylgsnum sínum í bænum, sjeu við og við settir í steininn eða dvelji þar lang- vistum. Hann nefndi nöfn ýmsra þeirra þektustu úr þeirra hóp, eins og til að ^ýna hvað vel þau færi við hlið hinna. — Loks komst ræðumaður út í lög- fræðislegar hugleiðingar um rangan vitnisburð fyrir rjetti, sumpart út af brotum á öðrum lögum en áfengisbanns- lögunum og sendi eins og oft áður í fyrirlestrinum, kveðjur til pólitískra mál- vina sinna. — Að síðustu lauk hann máli sínu í mesta logni, — lítið klappað. Háarok. Bræðralagið eflist. Pess var gelið i síðasta blaði »Templ- ars«, að 2 stúkur hefðu verið stofnaðar í Októbermánuði. — Fjórar stúkur hafa bætst í hópinn í Nóvembermánuði: 1. Signrlaninn nr. 196 i Gagnfræða- skólanum á Akureyri. Stórtemplar stofnaði hana 2. Nóvember með 39 fjelögum. Framkvæmdarnefnd Stór- stúkunnar á Akureyri var við stofn- ina. Pessir voru kosnir embættis- menn: Æt. Pjetur Einarsson frá Vindhæli. Vt. Eiður Kvaran frá Eskifirði. Rit. Baldur Öxdal frá Álandi. Fjr. Jón Lundi Baldurss. frá Lundarbr. Gjk. Baldur Steingrímss. frá Sandhólum. Dr. Kristín Bjarnadóttir frá Akureyri. Iíap. Guðriður Aðalsteiu d. frá s. st. A.rit. Gunnl. Halldórss. frá Vestm.eyj. A.dr. Solveig Krisijánsd. frá ísafirði. Skrás. Brynjólfur Sveinss. frá Brekkuk. V. Páll Krisljánsson frá Húsavík. Úv. Porvaldur Stefánsson frá Iíalfafelli. F.æt. Herbert Jónsson frá Akureyri. Mælt var með br. Hauki Þor- leifssyni frá Hólum sem umboðsm. stórt. Stúkan telur nú (29. Dec.) ca. 60 fjelaga, og eru þeir allir nem- endur Gagnfræðaskólans. Fundir eru haldnir í hátíðasal skólans. 2. Hlín nr. 197 á Eyrarbakka Br. Páll Jónsson afgrm., þessa blaðs stofn- aði hana 6. Nóv. með aðstoð br. Helga Kr. Jónssonar Rvík og stúku- fjelaga úr »Eyrarrósin«. Stofnendur voru 15. Æt. Aðalsteinn Sigmunds- son skólastjóri og mælt með frú Jakobínu Jakobsdóttur kennara, sem umboðsm. stórtemplars. 3. Leiðarstjarnan nr. 198 í Hafnarfirði. Br. Pjetur Zóphóniasson stofnaði hana 18. Nóv. með aðstoð br. Sig. Jónssonar skólastj. Rvík og stúku- fjelaga í Hafnarfirði. Stofnendur 15. Æt. Óskar Jónsson póstm. Mælt með br. Magnúsi Jóhannessyni verk- stjóra sem umboðsm. stórt. 4. Aftnrelding nr. 199 á Búðum í Fá- skrúðsfirði. Br. Guðm. G. Kristjáns- son frá ísafirði stofnaði hana 30. Nóv. með 48 fjelögum. — Skýrsla ókomin. Mælt með br. Guðmundi Jónssyni fiskimatsmanni sem um- boðsm. stórt. »Templar« óskar öllum þessum stúk- um til hamingju, og Stórtemplar hýður þær hjartanlega velkomnar í hópinn. Innlendar frjettir. Tilmælaskatturinn til Stórstúkunnar er enn ókominn frá nokkrum stúkum. Er fastlega vonast eftir greiðslu frá þeim hið fýrsta. 4 Br. Einar Ifvaran, F.-stórtemplar sigldi til Kaupmannahafnar í Ágúst- j rnánuði. Um þaí) leyti sem hann kom þangað, var haldið alþjóðaþing þar í borginni (Antialkohol Kongres), og voru þar saman komnir fjölmargir frumherjar í baráttunni fyrir útrýmingu áfengisins. Var þeirra merkastur Dr. , Hercod frá Lausanne í Sviss. Mesta at- hygli vöktu ræður þeirra Dr. Hercod, Ameríkumannsins Dr. Wheeler og br. Einars Kvaran. Eiukum var þeim Dr. Wheeler og br. Kvaran, fulllrúum bann- landanna, fagnað mjög. — Harald Wes- tergaard, prófessor, flutti merkilegan fyrirlestur um áhrif áfengis og skýrði frá niðurstöðu rannsóknar í Danmörku á þessu sviði, að tuttugu og þrjá af hverju hundraði fullorðinna manna, er dæi, legði áfengið að velli. Br. F.-stórt. var og viðstaddur jarð- arför br. Voss, en frá láti hans verður skýrt nánar í næsta blaði. Fyrir skömrnu siðan eru þau br. Einar Kvaran og fiú 'hans farin til Winnipeg, og dvelja þau þar væntan- lega vetrailangt. Rilstjórinn biður stúkurnar að gera svo vel að senda sjer sem oftast frjettir af starfinu. Það lífgar og lyftir, og »Templar« þarf að verða fjölbreylt og fræðandi blað. Utanáskrift: Rilstjóri y>Templars«, Ak- ureyri. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦!♦!♦♦♦♦♦♦ ,>♦♦♦♦♦♦♦. Yigfús Guðbrandsson — klæðskeri. — Simi 470 — Sírnn.: Vigfús — Aðalstr. 8 Fjölbreytt fataefni. 1. fl, saumastofa Prentsmiðja Odds Björnssonar, Akureyri leysrr af heudi allskonar prentun flíótt og vel. Viðskifti um alt land. — Sendið pantamr.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.