Templar - 01.10.1928, Side 2
2
TEMPLAR
miklum fögnuði. Hann veitir forstöðu
framkvæmd bannlaganna vestra, og
befir bann getið sjer góðan orðstir i
þeirri stöðu.
Eg þurfti ekki að kvarta yfir viðtök-
unum. Pað er þakklátt verk að vera
fulltrúi íslands á bindindisþingum. Eg
benti á, að íslendingar befðu fyrstir
allra þjóða í Evrópu gert Alkohol kon-
ung útlægan. Laust þá upp miklum
fagnaðaiópum í miðri ræðu minni. Eg
sagði frá innrás óvinarins frá Spáni og
kvað alþjóðasamtök gegn aðförum Spán-
verja hjer belsta og ef til vill eina ráð-
ið, okkur til hjálpar. Skýrði eg og frá,
hvernig háttað væri verslunarefnum
milli Spánverja og Islendinga. Að lok-
um beindi eg að sjálfsögðu nokkrum
vinsamlegum orðum til Belgja og vitn-
aði í orð Cæsars, er hann lýsir þjóð-
flokkum í Galliu og segir: wBálgir eru
hraustastir alira þeirraa. Eg óskaði, að
segja mætti hið sama um Belgi f bar-
áttunni gegn áfengisbölinu, sem Cæsar
bafði sagt um þá forðum í orustum. —
Var því auðvitað vel tekið af öllum og
ekki sist af Belgjum sjálfum.
Ræðurnar voru fluttar ýmist á frönsku,
þýzku eða ensku, og öll erindi og um-
ræður á þinginu fóru fram á þessum
málum. Hollenski stjórnarfulltrúinn brá
einn allra út af þessu. Hann talaði á
sinu móðurmáli.
Allir þessir þingsækjendur, — svo ólikir
sem þeir voru að þjóðerni, i trúarskoð-
unum, í stjórnmálaskoðunum og í mörg-
um öðrum greinum, ungir og gamlir
og þar i milli —, voru þarna sem
bræður, i einingu andans og bandi frið-
arins, til þess komnir á vettvang að
leggja á ráðin í baráttunni gegn Bakk-
nsi og berjum bans. Herópið bið sama;
Burt með áfenga drgkki úr mannlegu lifit
— Manni eykst ásmegin í baráttunni á
slikum þingum. Voldug og sterk er sú
stefna, sem knýr menn og konur af
allri heimsbvgðinni saman, hundruðum
og aftur hundruðum saman, til þess að
steypa af stóli sameiginlegum óvini.
Tengdum böndum stóðum við þar. f*eir,
sem fyrir fáeinum árum skutu hver á
annan í hræðilegasta hildarleik verald-
arsögunnar, stóðu nú tengdir bræðra-
böndum. Allir fundu til hins sama, og
það var þetta: Við erum eitt í barátt-
unni fyrir heill og hagsæld alls mann-
kynsins. Áfengir drykkir eru enn í dag
meiri bölvasmiðir í þessari veröld, en
nokkuð annað. í krafti þessarar sann-
færingar herðum við róðurinn, hver á
sínum stað í þessum heimi. Áhrifamik-
ið var að sjá Þjóðverja og Belgi eins
og vini og bræður, Pólverja og Lithaua,
Frakka og Pjóðverja. Pað hlýtur að
vera meira en eilthvert smáræði, sem
getur komið þessu til leiðar. Eg ætla
ekki að fara að reyna að útskýra á
skáldlegan hátt, hvað það sje, sem hjer
orkar svo miklu, þvi að eg er ekki skáld,
en það er óhætt að segja, að bindindis-
hreyfingin er orðin einhver hinn veiga-
mesli þáttur í friðarstarfinu meðal þjóð-
-------!--------------------------------
anna, og það er Good-Templarreglan,
sem á hjer mestan hlut að mali, því að
hún er öflugasta, skipulegasta og elsta
bindindisfjelag, sem nær yfir heim allan.
Regian er vfgði þátturinn i þeirri bjarg-
taug, sem bindindisstarfsemin er gjör-
völlu mannkyni.
Pað er regla á þessum þingum (eg
hefi setið á fjórum bindindisþingum er-
lendis) að skipa öllu niður fyrirfram og
gefa út prentaða dagskrá fundanna.
Eru valdir hæfustu menn, sem völ er
á, til þess að flytja erindi. Er til þess
ællast, að ræðumenn þessir tali frá 15
min. til hálftima, eftir þvi hvað efni
þeirra er umfangsmikið. Ráð er gert
fyrir rúmum kl.tíma til umræða á eftir
um fiest þessi erindi, og er ræðutíminn
þá mjög takmarkaður, 3—10 mfnútur,
eftir því sem á stendur. Stundum tala
fyrirlesarar lengur en ætlast er til, og
minkar þá tfminn til umræðu á eftir.
Venjulega hefst fundur um dagmál
(kl. 9 árd.) og stendur til bádegis. Pá
kemur tveggja stunda hlje. Nota menn
það venjulega til þess að sjá sig um
og borða dögurð. Kl. 2 hefst fundur á
ný og stendur að minsta kosti til kl.
41 /2 sfðd. og stundum lengur. Eftir þann
tima eru baldnir fundir i ýmsum sjer-
stökum bindindis- og bannfjelögum eða
með sjerstökum stjettum manna. Læknar
balda sjeifundi, stúdentar, Goodtempl-
arar, kennarar, prestar o. s. frv. Sum
þessara fjelaga halda útbreiðslufundi i
bæjum þeim, sem þingin eru haldin i,
t. d. Templarar og Alheimsbannfjelagið
f London eða Veraldarsambandið gegn
áfengisbölinu. Er þvi býsna þreytandi
að sitja á þingum þessum, að minsta
kosti fyrir þá, sem vilja fylgjast vel með.
Eg segi fyrir mitt leyti, að eg var þreytt-
ur oft að kveldi, er eg bafði setið allan
daginn, að kalla mátti, á fundum og
gert mjer far um að setja mig inn f það,
sem fram fór. Það dugði ekki an'nað
fyrir mig, sem var einn frá minu landi.
— Margir ágætir fyrirlestrar voru fluttir
á þinginu í Anlwerpen, t. d. um per-
sónulegt frelsi og baráttuna gegn áfeng-
isbölinu, um Braltskerfið f Sviþjóð, um
afengi og verkefni þjóðfjelagsins í heil-
brigðismálum, um ráðin til þess að
tryggja fylgi æskulýðsins við bindindis-
málið; ennfremur voru mjög fióðleg
erindi flutt um bannlöggjöfina í Banda-
rikjunum og framkvæmd laganna, um
bannið frá fjárhagslegu sjónarmiði, um
áfengisbölið á Rússlandi, íþróttir og á-
fengisnautn, um breylingu á hagnýtingu
vfnþrúganna, um bindindi og nautnafár
nútímans og um margt fleira.
Áfengismálið var rætt frá ófal hlið-
um, og ef eg ætti að skýra rækilega frá
öllu því, sem sagt var, mundi það efni
í þykka bók. — Þeir, sem flytja erindi,
senda útdrætli úr þeim til forsföðunefndar
þingsins svo snemma, að þeir geti verið
prentaðir, þegar þing kemur saman. Er
þeim siðan, ásamt slarfsskrá þingsins,
útbýtt milli fulltrúa og annara þátttak-
enda, þegar þingið kemur saman, og
fáanlegir eru bæklingar þessir á frönsku,
þýzku og ensku. Er mjög þægilegt að
hafa þá við hendina.
Eg ætla að byrja á því að skýra frá
útbreiöslufundi, sem Good-Templarar i
Antweipen og viðar í Flandern gengust
fyrir eitt kvöldið, sem við dvöldum á
þinginu. Var þar mesti fjöldi templara
saman kominn hvaðanæfa og mörg ung-
menni utan Reglunnar úr Antwerpen.
Pessi fundur verður mjer ógleymanlegur.
Tveir bræður úr framkvæmdanefnd
Hástúkunnar voru þar meðal ræðu-
manna, Lars O. Jensen, rektor i Berg-
en, bátemplar, og Hopkins, yfirkennari
frá Gloucester á Englandi, báðir menn
komnir á efra aldur. L. O. J. er ágæt-
ur ræðumaður. Hann mælti á enska
tungu, og það gerði Hopkins auðvitað
Jika. Norðmaðurinn var hressandi og
fyndinn öðru bvoru, en hinn sprettinn
lagði ylinn af orðum hans og persónu
inn að bjartarótum áheyrendanna. Eng-
lendingurinn talaði rólega. Hann var
eins og lygn á eða altarisljós. Einu
meðal ræðumanna var Vleeming, stór-
templar i bollensku stórstúkunni. Hann
talaði á hollensku, og við, sem skild-
um þýzku, fylgdumst undra-vel með.
Hann var eins og aflið persónugert, það
afl, sem alt verður að lúta, og með
þessum ágæta krafti tókst honum að
hrifa ábeyrendur sfna. Strecker, þýzkur
prófessor frá Berifn, stórtemplar í þýzku
stórstúkunni, talaði best. Hann er þing-
maður og ræðumaður af guðs náð.
Hann mintist á heimsstyrjöldina og við-
skifti Þjóðverja og Belgja. Kvað hann
sjer hafa verið ó'óft innanbrjósts, þegar
hann sparn fold Belgja fótum. Meö sam-
úðarþrungnum hug í garð Belgja lýsti
hann skelfingum liðins tima og harm-
aði böl styrjaldarinnar og alt hið illa,
sem samfara væri fjandskap meðal
mannanna. Hann komst aðdaanlega frá
svo erfiðu efni, og þegar hann lauk
máli sinu, fagnandi bræðralagskenning-
um Reglunnar, skalf búsið af fagnað-
arlátum. Belgir og Þjóðverjar tókust i
hendur í klökkum hug og samúðar-
vörmum, Reglubræður I. O. G. T., og
maður sá hraustum og bertum karl-
mönnum hrjóla tár um hvarma. Eg
hefi aldrei fyr sjeð á jafnáhrifamikinn
báft mátt I. O. G. T. til þess að tengja
»hjarta að hjarta og hönd við hÖnd«
og fylla hugann þessu eina: Við erum
brœdur. Hafi eg ekki skilið það fyr, þá
skil eg það nú, að bræðralag Good-
Templara er máttur. sem er f ætt við
sólina. — Næstur tók til máls Nestor
franskra Templara, dr. Legrain frá Parfs.
Ræða Slreckers var flult með krafti
Lúters, andagift Schillers og lærdóms-
þýðleik Melanchtons.
Dr. Legrain var aðdáanlega firnur og
listfengur í orðavali s'nu, hreyfingamar
voru Frakkans, mjúkar og ffnar, eins
og hjá þaulæfðum leikara, ræðan form-
snild og andaði hlýju, var heillandi,
töfrandi. — Á milli ræðanna var söng-
ur og hljóðfærasláttur. Þessi kveldfund-