Templar - 01.10.1928, Síða 3

Templar - 01.10.1928, Síða 3
TEMPLAR 3 ur var mjer eins og dýrlegasta guðs- þjónusta. Hann bar af öllu, sem eg heyrði og sá i för minni. Min fátæklega frásögn fær ekki Jýst honum, eins og vera ber. (Frh.). Brynleifur Tobiasson. Á vegamótum. I. Vafalaust hefir engin kynslóð lifað annað eins byltingatimabil eins og sú, sem nú er uppi. Nítjánda öldin er talin að vera lang- samlega mesta framfaratimabilið í sögu mannkynsins. En sá aldarfjórðungur, sem liðinn er af 20. öldinni, tekur svo langt fram að þessu leyti öllu, sem áð- ur hefir þekst, að breytingarnar, sem hann hefir leilt í ljós, mega miklu frem- ur te'jast bylting heldur en framför i vanalegum skilningi. Svo langt hafa mennirnir nú komist i þvi að gera sjer ekki að eins jörðina held- ur alla náttúruna undirgefna, að mestu hugsjónamenn mun sist hafa órað fyrir sliku um siðustu aldamót, hvað þá fyr. Alt orkar þetta mjög á daglegt lif manna, háttu þeirra, starfsemi og hugs- unarhátt. Margt það, sem talið var gott og gilt og álitið viðurkend sannindi á uppvaxtarárum þeirra, sem nú eiu full- tiða menn, hefir orðið að þoka fyrir nýjum kenningum. Hefir flest úr skorð- um gengið á ýmsum sviðum mannlífs- ins, alt ofan frá skipun heilla þjóðfje- laga niður í starfsháttu og lífsskoðun einstaklinga. Heimsstyrjöldin 1914 —18, ægilegasti hildarleikurinn, sem háður hefir verið, siðan heimur bygðist, gerði sitt til að umturna öllu meðal vestrænu þjóðanna. Áhrif stórfeldra styrjalda hafa jafnan verið vlðtæk og oft langvarandi, en þó líklega aldrei neitt í líkingu við það, sem þessarar siðustu. II. Á sama tíma, sem þessi bylting fer fram úti i heiminum alt í kringum oss, og vjer verðum fyrir mörgum og margvislegum áhrifum af ölduganginum meðal nágranna vorra, er hjer í voru fámenna þjóðtjelagi að gerast ýmislegt, sem orkar stórlega á alt þjóðiifið og lif hvers einasta þjóðfjelagsborgara. Stórfeld breyting á atvinnuvegunum orsakar byltingu að þvi er snertir bæði lifnaðarháttu og hugsunarhátt almenn- ings. Þungamiðja þjóðfjelagsins færist til, úr sveitunum, þar sem hún hafði alla tið verið frá því er land bygðist, og í kaupstaðina og þjettbygðu þorpin með- fram ströndum laudsins. Þjóðin hættir að vera bændaþjóð, og verður á tiltölu- lega afar skömmum tíma aðallega kaup- staðalýður. Að visu býr enn nálægt helmingur landsmanna í sveitum. Eu áhrifin frá kaupstöðunum eru svo marg- falt sterkari heldur en áhrifin frá sveit- unum, að kaupstaðamenningin er sýni- lega að leggja undir sig landið. Sjer þess greinilega merki um land alt, og miðar óðfluga ár frá ári. Stjórnmálabaráttan, sem um marga tugi ára hafði mjög tekið fangna hugi landsmanna, er til lykta leidd, um stundarsakir að minsta kosti, og landið viðurkent sjálfstælt riki. Að visu orsak- ar sú breyting enga stórfelda umturnun innan þjóðfjelagsins, en stjórnmálastarlið og áhuginn beinist inn á nýjar brautir, viðfangsefnin verða önnur, stjórnmála- fiokkarnir, sem áður bölðu myndast út af sjálfstæðismálinu, riðlast, og ný fiokkaskifting verður á gjör-ólikum grundvelli. III. Maðurinn er að allmiklu leyti jarð- bundinn sem jurtirnar. Sje jurt tekin upp með rótum úr þeim jarðvegi, sem hún var upphafiega gróðursett f, og flutt á annan stað og i annan jarðveg, þarf varlega að fara, svo að ekki komi kyrkingur i hana eða hún jafnvel visni og deyi. Og hversu varlega sem farið er, verður tæplega hjá þvf komist, að fiutningurinn dragi til muná úr vextin- um fyrsta kastið, meðan jurtin er að venjast hinum nýju lifsskilyrðum. t*að er eðlilegt að menn eigi erfitt með að átta sig, er þeir eru alt f einu eða tiltölulega snögglega settir undir ný lffsskilyrði, ólik þeim, sem þeir höfðu alist upp við. Það fer varla hjá þvf að eitthvað meira eða minna fari að for- görðum hjá þeim af þeim vaxtarhæfi- leikum, sem þeir voru úlbúnir með eða höfðu aflað sjer. Fyrir mörgum hlýtur svo að fara, að þeir njóta sín aldrei f hinum nýja jarðvegi. Lif þeirra kemst alt á ringulreið, þeir finna ekkert tak- mark til að keppa að, og þó þeir eygi eitthvert takmark, þá ná þeir aldrei neinum tökum á tilverunni Starfsorkan fer öll í eintómar ráðagerðir og bolla- leggingar, eða f hæsta lagi f byrjanir, sem aldrei öðlast framhald. Frh. Brostnir hlekkir. Br. Pfetur Jóhannsson bóksali á Seyðisfirði andaðist 2. júli í sumar eítir langa legu. Á st. »Alvör« nr. 188 og Reglan i heild sinni þar á bak að sjá einum sinna elstu og tryggustu fjelaga, sem í samfleytt 40 ár hafði starfað með dugnaði og trúmensku undir merkjum Góðlemplara, og aldrei þvikað frá settu marki. Br. Pjetur var Norðlendingur að ætt og uppruna, fæddur i Húnavatnssýslu 7. nóv. 1864. Hann nam bókband í Reykjavík og stundaði það um hrið í Kaupmannahöfn og síðan á Seyðis- firði frá 1895. Hann gekk í Góðtempl- araregluna, er bann var við nám f Reykjavik og yfirgaf hana aldrei siðan. Allir, sem kynni hölðn af Pjetri sál„ eru sammála um, að með honum sje í val fallinn framúrskarandi áreiðanlegur maður og drengur góður. Er hans þvf sárt saknað af öllum, en sárast þó af eftirlifandi ekkju hans, systur Helgu Árnadóttur, sem um 38 ára skeið hafði staðið trúlega við hlið hans, jafnt f bindindisstarfinu sem i öðrum efnum. Blessuð sje' minning hans. Yfirlýsingar bindindisþiogsius í Stokbhólmi. Eins og br. Brynleifur Tobíasson gat um í skýrslu sinni f 9. tbl. »Temp!ars«, hjeldu fulltrúar bindindisþingsins í Stokkbólmi fund i Viktoiíasalnum f Tunnelgatan 19, föstud. 20. júlí. Par voru þessar yfirlýsingar samþyktar: 1. Verkefni bindindishreyfingarinnar á Noiðurlöndum hlýtur að svo stöddu fyrst og fremst að vera ákveðin bar- átta gegn sjerhverri þeirri breytingu á núverandi fyrirkomulagi, sem leiðir til áframhaldandi áfengisnotkunar, en jafnframt ákveðin umbótastarfsemi í þá átt að draga úr og að síðustu út- rýma að fullu drykkjusiðunum. Pingið mælir með þvf, að bjeraða- samþyktir sjeu reyndar f þeim lönd- um, sem geta ekki enn þá komið á fullkomnu áfengisbanni. Herða verð- ur á baráttunni gegn smyglun og alþjóðareglur að setja til að fyrir- bysgja það að farið verði í kring um Helsingfors-samþyktina, til dæmis veita víðtækari rjett til að kanna skip, þegar sjerstakur grunur er á um misbrúkun flagga. Farið skal fram á að fulltrúar Noiðurlanda i þjóðabandalaginu stuðli að þvi að áfengismalið verði tekið á dagskrá bandalagsins. 2. Pingið mælir með því að komið verði á reglubundinni samvinnu meðal bannsinnaðra þingmanna á Norður- löndum, og að sett verði miðstjórn, þar sem sæti eigi tulltrúar úr bind- indisliði allra landanna, til þess að frygrja samstarf, bæði í fræðslu og löggjöf, milli bindindisþinganna. Pingið leggur sjerstaklega áherslu á nauðsyn þess að styðja bindindisstarfið meðal uppvaxandi mentalýðs, sem tilvonandi leiðandi stjettar og áhritamanna. Landsnefndutn sje falið að kjósa fulltrúa í miðstjórnina. Bannbandalagi Svía (Förbudsvönner- nas Landsförbund) var falið að gangast fyrir framkvæmd þessarar samþyktar og semja frumvarp til starfsskrár fyrir væntanlega miðstjórn, og leggja frum-

x

Templar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.