Templar - 01.10.1929, Blaðsíða 3

Templar - 01.10.1929, Blaðsíða 3
TEMPLAR 3 er áfengið orsökin. Áfengisfýsnin hefir gengið að erfðum og áfengissiðirnir hafa fylgt 'vínglasa- og flöskuskápunum frá föður til sonar. Áfengissjúkdómarnir hafa gripið um sig innan ættarinnar og að lokum tortímt henni með öllu eða eru vel á veg komnir með að gera það. Pað var talinn illur arfur að vera af Móra-ælt eða Skottu-kyni. Það var líka slæmur arfur. Heilsuleysi var algengl í þeim ættum, þótt nú þyki meira en vafasamt, að Móri eða Skotta hafi átt sök á því. Og hitt var litlu betra, að almenningur hafði ýmugust á þeim, er svo voru ætlaðir. það þótti lítið eftir- sóknarvert að giftast inn í slíkar ættir. Menn vorn jafnvel treglega hýstir, ef vitanlegt var, að Móri eða Skotta var í fylgd með þeim. Nú munu þessar kynfylgjur fleslar eða allar útdauðar. Sumar hafa verið kveðnar niður fyrir kyngikraft ákvæða- skáldanna. Aðrar hafa gefist upp af löngum erli, en flestar mun hafa dagað uppi fyrir geislum vaxandi þekkingar og menningar. Lifseigasta og skaðleg- asta kynfylgjan er enn í fullu fjöri. Þegar hún hefir gert út af við eina ætt- ina, tekur hún aðra fyrir, og margar f senn. Hún gefst aldrei upp af sjálfsdáð- um, heldur magnast æ þvf meir, sem áhrif henuar verða víðtækari. Krafta- skáldin hafa kepst við að syngja henni lof og hlotið eyðileggingu að bragar- launum, mörg hver. Eftir er að vita, hvort hún þolir geisla þeirrar þfekking- ar, sem nú heflr tekist að fá um eðli hennar og áhrif. Á því hafa ýmsir trú, en þó mun sönnu nær að ekkert dugi minna en það, sem best reyndist á Fróðá forðum, að stefna henni fyrir dyradóm. Frjettaliurður andbaijuiuga. »Templar« mintist fyrir skömmu á varhugaverðan frjettabufð í hjerlendum blöðum. Vitanlega voru þær fregnir, sem þar var um að ræða, teknar eftir er- lendum skeytum og blöðum, og ekki að þeim fundið fyrir þá skuld aö fregn- ritar hier hefðu á nokkurn hátt farið óráðvandlega með þær. Kom engum til hugar, að þeir, sem þar um höfðu fjall- að hjer á landi, hefðu tilhneigingu til að halla að neinu leyti rjettu máli f þessum efnum. Á hitt var bent, og dæmiu tekin þvf til sönnunar, að var- hugavert er að byggja á þeim fregnum, sem dreift er út af andbanninga hálfu, ekki síst þeim, sem uppruna sinn eiga i Ameríku. En hvernig sem á þvi stend- ur, virðist langmestur fjöldi þeirra frjetta- skeyla, sem birtist bæði f fslenskum blöðum og almennum frjettablöðum annarstaðar á Norðurlöndum, vera nndan andbanninga rifjum runninn. Lít- Ur út fyrir að andbanninga»pressan« f Ameríku hafi meiri sambönd við blaða- heiminn austan hafsins heldur en bann- manna»pressan«. Hinu er heldur ekki hægt að neita, að andbanningafregnirn- ar ern mörgum Norðurlandablöðunum kærkomnari. Eru þess dæmi, að t. d. sænsk blöð hafa neitað að flytja leið- rjettingar á lygaskeytum bannfjenda, enda þótt þau vissu að skeytin voru ósönn, en leiðrjeltingarnar hermdu satt frá. Fregnritar blaða hafa í heudi sjer að vinna bæöi með og móti hverju al- mennu máli sem er, og það á tvennan hált, bæði með því að segja og þegja. Andbanninga»pressan«, sjerstaklega í Ameríku, og aðrir svo eftir henni, vinn- ur á móti banninu með báðum þess- um aðferðum. Hún lætur aldrei undir höfuð leggjast að útbreiða þær fregnir, sem að einhverju leyti mega verða banninu til óþurftar. Og hún gerir meira en það. Hún ýkir stórkostlega allar slfkar fregnir, býr jafnvel lil frjettir eða breytir fregn, sem f raun rjettri ekkert er í varið, þannig, að úr verður stór- viðburður andbanningum f vil. Pannig var um skeytið, sem blöðin fluttu f sumar um heimabruggið f Bandaríkj- unum. Eins og það var orðað, þýddi það stórviðburð og fullkomið fráhvarf frá banninu. En undir eins og orðinu »óáfeng« var bætt inn f, svo sem rjett var, varð skeytið f rauninni engin frjett, að eins staðfesting á þvf, sem verið hefir í lögum, siðan bannið komst á. Á hinn bóginn þegir andbanninga- »pressan« vestra vendilega yfir ýmsu þvi, sem henni fellur illa og fer í bága við hagsmuni hennar og markmið. Og þegar andbanninga- »pressan« í Ameriku þegir, þá þegir líka »pressan« f Norðurálfunni, því að allar helstu fregnirnar vestan yfir hafið berast »votu« leiðina, eins og áður er sagt, að minsta kosti þær, sem snerta að einhverju leyti bannið f Bandarikj- unum. Á þenna tvennan hátt reyna bann- fjendur f Ameriku að koma þeirri skoð- un inn hjá almenningi hjer í álfu og annarstaðar um beim, að bannið f Bandarikjunum hafi orðið og sje sifelt meira og meira að verða ómögulegt og þvf sje stöðugt að hraka. Muni það innan skamms verða afnumið. Mikill meiri hluti blaðalesenda í ýmsum lönd- um hyggur, að svona sje þessu varið. Peir eiga engan kost á að fá aðrar fregnir um þessa hluti heldur en þær, sem almenn blöð flytja, og þau eru ýfirleitt innblásin af andbanningum vestan hafs. Hjer skulu enn nefnd tvö dæmi um áreiðanleik blaðanna og samviskusemi með tilliti til fregna af bannmálinu. í mánaðarriti Harpers í september stóð grein um bannið á Finnlandi. Par segir: »Fimm þjóðir í norðanveröri Evrópu lögleiddu hjá sjer bann eftir heimsstyrjöldina miklu, sem sje Sviar, Norðmenn, Rússar, íslendingar og Finn- ar. Fjórar hinar fyrst töldu yfirgáfu bráðlega þessa öfgaleið og tóku upp í þess stað rfkiseftirlit með áfengissöl- unni«. Pá kemur kafli um hin ógurlegu bannlagabrot, sem hafi átt að eiga sjer stað í þessum löndum, meðan bannið var þar í gildi, og síðan heldur áfram : »Bannið er ómögulegt á Finnlandi eins og það var f Sviþjóð og Noregi, og eins og það hefir reynst f Bandaríkjunum, og alt af hinum sömu ástæðum. Fram- kvæmd laga, sem eru andstæð vilja mikils hluta þjóðarinnar, er ómöguleg«. Eins og allir munu sjá, er hjer hrúg- að saman furðu mörgum villum f ekki lengra máli. lslendingar lögteiddu bannið löngu fyrir stríð. Svíar hafa aldrei lögleitt þaö, og Norðmenn að eins bann á sterku áfengi. Islendingar voru neyddir til að veita undanþágu frá bannlögunum, en hafa aldrei af frjálsum vilja yfirgefið bannleiðina. Fullkomið rikiseftirlit hefir «• að eins verið lögleitt á Rússlandi og á íslandi. Endurteknar atkvæðagreiðslur um bannið á Finnlandi sýna stöðugt vax- andi meiri hluta með því. Það bendir ekki til þess að bannið reynist ómögu- legt þar f landi. Þetta er sýnishorn af þeirri fræðslu, sem Amerfkublöðin veita í þessum efn- um. En þau nota einnig hina aðferðina, að þegja yfir þeim atburðum, sem ekki ganga þeirn að óskum. Eins og menn mun reka minni til, fór fram atkvæðagreiðsla f vor f rfkinu Wisconsin um þaö, hvort lögin um eftir- lit með banninu af rikisins hálfu skyldu afnumin eða ekki. Var afnám laganna samþykt. Það leið ekki á löngu að þess- ari fregn væri dreift út um heiminn, meðal annars birtist hún f fslenskum blöðum. Petta var fregn, sem »press- unni« þótti matur f. 17. júlí f sumar fór fram önnur at- kvæðagreiðsla vestan hafs. Það var f einu Kanada-fylkinu, Prince Edwards Island. Par voru atkvæði greidd um það, hvort bannið, sem þar hefir lengi ver- ið f lögum, skyldi úr gildi felt og rikis- eftirlit upp tekið f þess stað, eins og gert hefir verið í flestum hinum fylkj- unum. Pessi atkvæðagreiðsla fór svo að 11471 voru bannmanna megin, en 8077 með rfkiseftirliti. Flest bannfjenda- blöð vestan hafs þögðu alveg um þessa atkvæðagreiðslu, gátu ekki um hana með einu orði; en þau, sem skýrðu frá henni, gerðu það á svo lftið áberandi hátt, sem unt var, komu henni þannig fyrir i blaðinu, og með svo lítt áber- andi letri, að meiri hluta lesendanna hlaut að sjást yfir hana. Auðvitað sendi »pressan« engin skeyti um þenna at- burð til vina sinna austan hafsins. Is- lenskum blaðalesendum er þvf eins ó- kunnugt um þessa atkvæðagreiðslu, eins og þeim er vel kunnugt um atkvæða- greiðsluna i Wisconsin I vor, og svo

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.