Nýja Ísland - 01.11.1904, Side 5

Nýja Ísland - 01.11.1904, Side 5
43 Osvald er mjög þakklátt hlutverk. Þessi ógæfusami ungi maður, sem verður að deyja á bezta skeiði lífsins vegna ills lífernis föðursins. Það sjnir bezt, hvað hlutverkið lyftir leikaran- um, að þótt manni þyki Guðm. T. Hallgrímsson leiðinlegur fyrst þegar hann kemur inn á leik- sviðið, þá fer maður smátt og smátt að kunna betur við hann, og að síðustu lízt manni vel á manninn. Auðvitað fullnægir G. T. H. ekki hlutverkinu, enda skal mikið til þess, 'en það má þó viðurkenna, að liann hefir auðsjáarlega gert sér far um að leysa það vel af liendi og gefið sér tíma til að læra „rollu“ sina, en það hefir liann vanrækt um of áður. Hann virðist lika gera Osvald um of hengilmænulegan, því eins og hann litur út er varla hægt fyrir frú Alving — þótt móðir sé —, jafngætin og hún er í orðum, að benda á hann og segja við séra ManderB (slduandi glöð): „Ég þekki mann, sem hefir varðveitt bæði sinn ytri og innri mann ó- skemdan. Lítið þér bara á hann.“ í einu blaði stendur, að Osvald hafi verið kallaður fram eftir leikslokin, en ekki aðrir leikendur. Þetta hefir auðsjáanlega verið vinabragð. En með þess hátt- ar látum er enginn gerður að leikara. .Takob Engstrand leikur Eriðfinnur Guðjónssou mjög vel. Gerfið og látbragð gott og bezta sam- ræmi í lilutverkinu hjá honum frá upphafi til enda. Þar er án efa réttur maður á réttum stað. Frölcen Lára Einarsson leikur Reginu. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram, nú orðið, að hún tekur sig jorýðisvel út á leiksviðinu. En það bor of mikið á því hjá lionni, sem á Reykjavíkur-máli eru kölluð „vigtugheit“, i þessu hlutverki. T. d. í samtalinu við Engstrand i upphafi lciksins ber alt of rnikið á þessu. Þar ætti efalaust að korna mest fram andstygð á kallinum, en þar er varla annað að sjá en „derring11 hjá henni, og hann fellir maður sig illa við. Aftur gerir hún sumt vcl, t. d. er Osvald býð- ur henni að drekka með sér og móður sinni og i tilefni af því sækir vínglasið handa sór. Lítið liefir verið gert til þess, að gcra leik- sviðið svo úr garði sem höf. leggur fyrir. Hús- gögnin eru raunar hugguleg, en að sjá út um dyrnar í aftursýn er ófært, onda liefði það liæg- lega getað verið miklu betra. Bjarminn af brun- anura er aftur betri. Á Laugardagskvöldið (25. Nóv.) varbyrjað að slökkva alt of snomma á leiksviðinu eftir leiks- lokin. Áhorfondurnir kölluðu frúna fram á ný, en þegar tjaldið var dregið upp aftur var orðið koldimt. Líka hefir tjaldið fallið alt of seint í leikslokin nú í tvö skifti að minsta kosti. Svona smá-göllum er hægt að gera við og því moga þeir alls ekki koma fyrir; þess háttar hefir mikla þýðingu. M/u 1904. Verkmaðurinn. Eins og nú á sér stað, eiga allir þeir við erfiðustu kjör að búa, sem vinna öll verstu og erfiðustu verkin, — einmitt þeir, sem framleiða það, sem gagnlegast er og nauðsynlegast í heiminnm. Þeir klæðast verstu ræflunum, borða vondan mat af skornum skamti, búa í fátæklegustu og óheilnæmustu híbýlunum og bera þannig í öllu tilliti lang-minst úr býtum af því, sem þeir framleiða. En þeir aftur á móti, sem ekkert gagnlegt verk vinna, en lifa sem sníkjudýr á verkmanninum, njóta gæða lífsins í mestu ógengd og óhófi. Þannig er kjörum mannanna skift nú á dögum. Og þegar alt er klofið til mergj- ar og skoðað nákvæmlega, þá verður nið- urstaðan sú, að verkmaðurinn er sannar- lega í ánauð. Menn segja —ef til vill — að þeir séu frjálsir og að þrælahald só úr lögum numið. En hvað skiija menn við að vera í ánauð ? Sá sem vinnur eftir skipun vinnuveitand-

x

Nýja Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja Ísland
https://timarit.is/publication/533

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.